Vikan


Vikan - 13.02.1941, Blaðsíða 14

Vikan - 13.02.1941, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 7, 1941 Spor í sandi. Steinn Steinarr hefir sent frá sér ljóða- bók, er hann gaf heitið „Spor í sandi“. Maður heyrir ekki ósjaldan, þegar minnst er á Stein og kveðskap hans, að hann yrki ekki nema ,,rímleysur“ og ís- lendingar séu lítið hrifnir af slikum ljóð- um. En Spor í sandi taka af öll tvímæh um það, að Steinn getur rímað og rímað vel, og ekkert kvæði í þessari bók er illa ort. Hér skal tekið eitt sýnishorn af svo- kallaðri ,,rímleysu“. Kvæðið heitir „Stjörn- ur“: Langt úti í myrkrinu liggurðu og hlustar á hnattanna eilífa söng. Þú ert veikur og einn og vitund þín svífur um svimandi víddir hins óræða geims, í örvænum flótta á undan sér sjálfri. Langt úti í myrkrinu liggurðu og hlustar á hnattanna eihfa söng. Og annarleg rödd mun í eyra þér segja: Þú sjálfur ert einn af þeim. Hér er annað kvæði, sannarlega engin rímleysa. Það heitir „Hugleiðingar um nýja heimsstyrjöld“: Nú baðar jörð í blóði og barist er af móði, og þessu litla ljóði mun lítil áheyrn veitt. Og þótt ég eitthvað yrki um Englendinga og Tyrki má telja víst það virki sem verra en ekki neitt. Ég ligg hér einn og lúinn úr lífsins harki flúinn, og vilja og vopnum rúinn á vinsamlegum stað. Manns hug ei hátt skal flíka, ég hefi barist líka og átt við ofraun slíka. En ekki meira um það. Vort líf er mikil mæða og margt vill sárið blæða. Og knappt til fæðu og klæða er kannske nú sem þá. En samt skal sorgum rýma, þótt sækist hægt vor glíma, því eflaust einhvern tíma mun einhver sigri ná. Og berjist þeir og berjist og brotni og sundur merjist, og hash völl og verjist í vopnabraki og gný. Þótt borgir standi í báli og beitt sé eitri og stáli, þá skiptir mestu máli, að maður græði á því. Steini Steinarr er óhætt að halda áfram að yrkja og koma kvæðunum á framfæri. Það verður alltaf álitlegur hópur manna, sem fýsir að lesa þau, og þeim mun fjölga Við lestur þessarra „spora í sandinum“. Vikunnar. — 13. bolli. — 14. fjölda. — 16. merki. — 19. tilgerð. — 21. dýrið. — 24. atv. o., miðst. — 26. kona. — 28. í kirkju. — 32. fjallið. — 33. mikla. — 34. hella niður. — 35. yfirhöfn. — 36. kinda. •— 38. starfsöm. — 39. björt. — 40. skera. —42. öldnu. — 45. innan á hryggnum. — 47. fræða. — 50. hlaða. ‘— 52. saum. — 54. tusku. — 58. lausn. — 59. gengu. — 60. ís. — 61. sjónfærin. — 62. sam- festing. 64. band. — 65. í homum. —- 66. högg. — 68. sund. — 71. fugl. — 73. kaðall. — 76. tveir eins. Lárétt skýring: 1. grikk. — 6. hundur Gunn- ars Hámundarsonar. — 11. rennsli. — 13. deyfir. — 15. umbúðir. -—■ 17. menn. — 18. hreinn. — 19. söngvarar. — 20. mann. — 22. frænda. — 23. horf. — 24. íshroði. — 25. teygðir. — 27. sein á fæti. — 29. högg. —- 30. skrá. — 31. útskagi. — 34. eftir sláttu- manninn. — 37. vistir. — 39. grobba. — 41. forsetning. — 43. buddu. — 44. kúla. — 45. ilát. — 46. uppgrip. -— 48. fugl. ■—■ 49. skrækja. — 50. dyl. — 51. loginn. — 53. lýtt til augna. — 55. kona. — 56. greinar. — 57. í hreiðri. — 60. umgerð. — 63. klæðnaður. — 65. þagga. — 67. tré. — 69. enga eftirskilda. — 70. söngs. — 71. drykk. — 72. millirödd. — 74. snæddu. — 75. fóru. — 76. hreifa. — 77. slungin. — 78. kvæði. Lóðrétt skýring: 2. radíum. — 3. bókstafur. — 4. fráskilið. — 5. á fæti. — 6. sjór. — 7. vöntun. — 8. sjór. — 9. beygingarending. — 10. höfundur. —12. á kerti. Lausn á 74. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. flóð — 4. töng. — 7. trúð. — 10. röð. — 11. mold. —— 12. ljót. — 14. að. — 15. færi. — 16. þjós. — 17. bæ. -— 18. varg. — 19. fóm. — 20. fól. — 21. skati. — 23. flös. — 24. bull. — 25. ólga. — 26. Gröm. — 27. vani. — 28. kál. — 29. geit. — 30. lind. — 32. nr. — 33. seið. — 34. híma. — 35. fæ. — 36. stig. — 37. hönd. — 38. lön. — 39. rótin. — 41. vala. — 42. göng. — 43. flag. — 44. mall. — 45. vagn. — 46. löng. — 47. sund. — 48. saug. — 50. óf. — 51. mang. — 52. barr. — 53. al. -— 54. hagi. — 55. kæft. — 56. ský. — 57. kólga. — 59. megn. — 60. skar. — 61. utan. 62. reið. — 63. skór. — 64. Ráðaleysisnefnd. Lóðrétt: 1. Framsóknarflokkur. — 2. löð. — 3. óð. — 4. torg. — 5. öli. — 6. nd. — 7. tjón. — 8. rós. — 9. út. — 11. Mæri. — 12. ljós. — 13. hæll. — 15. fata. — 16. þröm. — 17. bóli. — 18. vagl. — 19. flyt. — 20. fund. — 22. klár. — 23. frið. — 24. bana. — 26. geir. -— 27. vind. — 29. gein. — 30. líma. — 31. væng. — 33. stig. — 34. höll. — 35. fönn. —36. stag. — 37. hald. — 38. lögg. — 40. Ólöf. — 41. vang. — 42. gaur. — 44. muni. — 45. vart. — 47. saga. -— 48. safn. — 49. hlýr. — 51. magna. — 52. bæði. — 53. akam. — 54. hlað. — 55. keis. — 56. skóf. — 58. ótá. — 59. mey. — 60. ske. — 62. Re. — 63. S.N. Úr sögu uppfinninganna; Gleraugun. A rabiskur rithöfundur talar þegar á elleftu öld um gleraugun. Frægur menntamaður enskur, Roger Bacon (d. 1294), talar víða um þau í ritverkum sín- um. Hann var Franciscanamunkur, lærð- ur mjög og í mörgu merkismaður. Sam- tíðarmenn hans kölluðu hann Doctor mira- bilis (Dásamlega doktorinn), og það er fróðlegt að sjá það, hvernig hann hefir á hinum myrku miðöldum séð fyrir ýmsar mikilvægar framfarir og uppfinningar, sem ekki hafa orðið að veruleika fyrr en nú á síðari tímum. Það er sagt, að hann hafi þekkt púðrið og segulnálina. Hann sá það fyrir, að vagnar mundu geta hreyfzt án þess að hestum væri beitt fyrir þá. Hann þóttist viss um, að mönnum mundi ein- hvern tíma takast að búa til flugvélar, og hann trúði því, að jörðin væri hnöttótt. Á þeim tímum, þegar Bacon var uppi, voru slíkar hugmyndir álitnar villutrú, og illa hefði farið fyrir honum, ef Clemens páfi IV. hefði ekki haldið yfir honum hlífiskildi. En þegar páfinn dó, var Bacon settur í fangelsi og hafður í haldi í 14. ár. Hann andaðist nokkrum mánuðum eftir að hann var látinn laus. Það er reyndar talið vafasamt, að hægt sé að telja Bacon hinn raunverulega upp- finnanda gleraugnanna. Venjulega er ann- ar maður látinn njóta þess heiðurs. Hann hét Salvino degli Armati og átti heima í Florens um 1300. En árið 1482 er talað um gleraugnasmiði í Núrnberg í Þýzka- landi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.