Vikan


Vikan - 13.02.1941, Blaðsíða 15

Vikan - 13.02.1941, Blaðsíða 15
VTKAN, nr. 7, 1941 15 BRÉFIÐ. Framh. af. bls. 7. Risa-áveita. og vita, hvort hún vildi ekki taka sig í sátt, þegar hann væri búinn að segja henni allan sannleikann. Um kvöldið fann Hallur það svo vel, hve hann saknaði Stínu mikið, hann fann ein- hvern tómleika í sál sinni. Hann beið í brennandi eftirvæntingu eftir að hitta hana aftur. Þegar hann hlustaði á Útvarpið, varð honum hugsað til þess, að nú væri hún stödd í glaumi og gleði borgarinnar. Ó, að hann skyldi ekki hafa farið með henni, hugsaði hann. — En nú trufluðu fréttirnar í útvarpinu hugsanir hans. ,,... Þetta voru fréttir frá Berlín. Þá eru næst innlendar fréttir. Það slys vildi til kl. rúmlega tvö í dag á farþegaskipinu ,,Bára“, er það var að koma til Reykja- víkur, að stúlka féll fyrir borð og drukkn- aði. Stúlkan hét Kristín Valbjörnsdóttir og átti heima í Reykjavík. Orsök slyssins er enn ókunn . . .“ Fólkið á Gili varð hljótt. Það leit hvert á annað án þess að mæla orð. Hallur ná- fölnaði. Hann gekk út og niður túnið á Gili. Hann settist niður í lyngi gróna laut í hvamminum rétt neðan við fossinn. Það veit víst enginn orsök slyssins nema ég, hugsaði hann og byrgði andlitið í höndum sér og grét. A mynd þessari er sýnd mikil stífla, sem gerð hefir verið nálægt Boulder City í Ameríku, vegna stórkostlegra áveitufyrirætlana. Nýlega voru vatnslokur stíflunnar rejmdar og fóru þá um þær 225 milljónir lítra á mínútu og hækkaði yfirborð Colorado-fljótsins um eitt fet. Allt í gamni... — Af hverju er nefið á þér svona rautt, frændi ? — Það er af því, Pétur minn, að örlögin hafa leikið mig svo illa. — Og hefir það allt lent á nefinu, frændi? — Þú kvænist konu, sem hefir 10 þús. kr. í tekjur á ári og svo ætlarðu að telja mér trú um, að það sé af ást! — Já, ég elska peninga! Svör við spurningum á bls. 4: 1. Hann var gerður ,,af dyn kattarins og af skeggi konunnar og af rótum bjargsins og af sinum bjamarins og af anda fisksins og af fugls hráka,“ eins og segir í Snorra-Eddu. 2. 3. október 1935. 3. Það er hebreska og þýðir: Faðir hinna mörgu. 4. Skúli Guðmundsson. 5. Æsir gerðu fjötur, er þeir kölluðu Læðing og létu Fenrisúlf reyna afl sitt við hann. Úlf- urinn braut fjöturinn og leystist þannig úr Læðingi. 6. Zarco, Portúgali, í byrjun 15. aldar, og gaf henni nafnið Madeira (Trjáeyjan), af því að hún var mjög víði vaxin. 7. 7. júlí 1937. 8. Hann var lögmaður og skáld, f. 1667, d. 1727, og er sagt, að hann hafi 5 ára gamali ort þessa vísu um hundinn Gaufara; Gaufari situr gólfi á, j gantalegur er að sjá, ' klórar upp úr krásir smá, kynja stór er hundurinn sá. 9. 17. júni 1940. 'J / 10. Bankok.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.