Vikan - 06.03.1941, Qupperneq 13
VIKAN, nr. 10, 1941
13
Þrjár konur
— og þorpari.
Framhald af bls. 4.
„Einmitt það? Spyrjið hann, hvers vegna
hann hafi farið til Evrópu.“
,,Þér viljið þá ekki láta bréfin af hendi?“
„Nei, það getið þér reitt yður á.“
„Paul sagði svo sem, að það þýddi ekki.
En ég sagði, að ég skyldi ná þeim.“
„Paul hafði rétt fyrir sér,“ sagði Bella.
„Það er bara leiðinlegt, að hann skyldi
ekki þora að koma sjálfur.“
Þá greip ég fram í. Ég gat ekki stillt
mig lengur. Ég hafði mikla samúð með
ungu stúlkunni. Hún var svo ung og svo
hjálparþurfi.
„Ungfrú Cassidy,“ sagði ég, „gerið svo
vel að láta hana hafa bréfin.“
„Af því að hún kemur hingað og biður
um þau,“ sagði hún. „Eruð þér frá yður?“
Ég reyndi að beita hana brögðum .. það
var hálf lúalegt, það skal ég viðurkenna,
en ég kenndi í brjósti um Jane, og því sagði
ég:
„Ungfrú Cassidy, þér kærið yður víst
ekki um, að sagan um Rivers-Chailey ber-
ist út — hvers vegna hann byrjaði að
drekka? Ég á við þann hluta af sögunni,
sem enginn annar þekkir.“
Augu Bellu urðu stór og hörkuleg og
varir hennar skulfu.
„Það var ekki mér að kenna, hvað sem
hver segir,“ sagði hún.
„Nei,“ sagði ég, „en Trush Ancott var
víst ekki algerlega saklaus? Viljið þér, að
ég segi sannleikann ?“
Það varð löng þögn. Svo sagði Bella:
„Nú, það á að neyða mig til að afhenda
bréfin ?“
„Nej,“ sagðf ég. „Það er aðeins kaup
kaups.“
Hún náfölnaði. Ég sá, að orð mín komu
illa við hana.
„Gott og vel,“ sagði hún. „Eins og þér
viljið. En þér skuluð ekki halda, að ég
hafi neitt að óttast.“ Hún gekk að peninga-
skápnum, opnaði hann og tók út bréfa-
pakka sem bundið var um með seglgarni.
„Gerið svo vel, sagði hún við Jane, „og
guð hjálpi yður, ef þér eruð eins ástfangin
í Paul Trenley og stúlkan, sem þessi bréf
eru til.“
„Ég er ekki ástfangin í Paul,“ sagði
Jane. „En ég þakka yður fyrir.“
„Þér skuluð ekki þakka mér, heldur
þessum manni þarna,“ sagði Bella. „Og
farið svo bæði og komið aldrei hingað
aftur.“
Við gerðum eins og okkur var sagt, og
þegar við gengum í gegnum salinn, sá ég,
að augu Costigans loguðu af forvitni, og
hann gaf mér merki um að koma til sín.
En ég hristi höfuðið og fór út. „Nú skal
ég fylgja yður heim, ungfrú Minnis,“ sagði
ég. „Það er ekki vert, að þér séuð einar
á ferð svona seint.“
„Mér mundi þykja vænt um að mega
kynna yður fyrir Paul,“ sagði hún. Við
gengum fram hjá nokkrum húsum, unz við
komum að litlu veitingahúsi, og við fórum
þangað inn. Þar voru fáir gestir. Hún gekk
fyrir að borði, sem var úti í horni. Þar sat
ungur maður. Hann reykti sígarettu, las
blað og var með rauðvín á borðinu fyrir
framan sig. „Þetta er Paul Trenley," sagði
hún. „Paul, þetta er vinur minn, Measure
skipstjóri.“
Paul Trenley var fríður maður sýnum,
snyrtilega klæddur, en ekki geðfelldur.
Hann var maður þeirrar tegundar, sem
hanga í kaffihúsunum og bíða eftir tæki-
færum; ef til vill stúlku, sem hægt var að
fá lánaða hjá peninga. Hann var munn-
stór, augun stór og tindrandi, hárið dökkt.
Röddin var mjúk og bros lék um varir
hans. Ég hefi aldrei getað fellt mig við
svona menn. Mér varð strax Ijóst, hvernig
maður hann var. Hann var einn þeirra
óþokka, sem konur dást að.
Landlaus sendiherra. Pólska sendisveitin í
London hefir tilkynnt, að Jan Ciechanowski
hafi verið útnefndur sendiherra í Bandaríkj-
unum fyrir pólsku stjórnina, sem nú er land-
flótta og hefir aðsetur í London. Hann var
pólskur sendiherra í Washington á árunum
1925 til 1928 og tekur nú við af Jerzi Potocki
greifa, sem sagt hefir af sér.
Heinrich Peter Fassbender, tuttugu og
þriggja ára gamall, játaði fyrir rétti í Chica-
go, að hann hefði verið njósnari fyrir þýzku
leynilögregluna bæði í Belgíu og á Spáni. áður
en hann kom til Bandaríkjanna. Hann fékst
þó ekki til að leysa frá skjóðunni, fyrr en
honum hafði verið lofað, að hann yrði ekki
framseldur Þjóðverjum.
Hann lét eins og hann sæi mig ekki.
Hann greip um hönd Janes og sagði:
„Fékstu bréfin?“
Hún hló. Bláu augun hennar ljómuðu
og hún brosti til hans.
„Auðvitað fékk ég þau, Paul! Ég sagði
það líka.“ Hún losaði hönd sína og tók
bréfaböggulinn upp úr töskunni. „Hér eru
þau, Paul,“ sagði hún. „Öll?“ Hún hnykl-
aði brúnirnar. „Það vona ég að minnsta
kosti.“
Paul losaði iim böggulinn og athugaði
innihald hans. „Það ber ekki á öðru, Jane
— þú ert ágæt. Þú ert hreinasta perla!“
Hann kyssti hana og hún stokkroðnaði.
Ég horfði á hana og var þess fullviss, að
hún hafði sagt Belle Cassidy ósatt. Hún
var ástfangin af Paul Trenley. Ég kenndi
í brjósti um hana.
Nú sýndi Paul Trenley loks það lítillæti
að veita því eftirtekt, að ég var nær-
staddur.
„Góða kvöldið, skipstjóri — hvað hétuð
þér annars? Já, nú man ég það, Measure.
Fáið ykkur sæti bæði og í glösin.“
Ég hafði ekki minnstu löngun til þess
að setjast þarna, en Jane lagði hönd sína
á handlegg mér og ég var eiginlega seztur
áður en ég vissi af. Paul Trenley hellti í
glösin og lék á als oddi.
„Jane, elskulega stúlkan mín, þína skál!
Skipstjóri, við drekkum skál elskulegustu
stúlkunnar í heiminum — Jane Minnis.“
Við drukkum. Veslings Jane var blóð-
rauð í framan og utan við sig. „Paul,“
sagði hún, „það er skipstjóranum að
þakka, að ég fékk bréfin.“
Paul Trenley hneigði höfuðið lítillega í
áttina til mín.
„Og nú getur þú kvænzt Maureen, Paul,“
sagði Jane.
„Jane,“ sagði hann, eins og ég væri alls
ekki viðstaddur, „þú mátt ekki halda, að
það hafi verið neitt sérlega háskalegt í
þeim.“
„Nei, því hefi ég aldrei trúað.“
„Þegar maður er ástfangin,“ hélt Paul
áfram, „eru ýms orð látin flakka, sem ef
til vill hefði ekki átt að skrifa og það hefn-
ir sín, er maður síðar kemst á snoðir um,
að sú kona, sem skrifað var til, ekki var
þeirra verð, og þar að auki ætlar að nota
sér það, sem skrifað hefir verið, til þess
að hindra það, að maður geti kvænzt
stúlku, sem maður elskar.“
Jane hleypti brúnum. „Þetta skil ég
ekki,“ sagði Jane. „Ef kona elskar mann
innilega, ætti að þurfa meira en nokkur
ástarbréf til annarrar konu til þess, að hún
neitaði að giftast honum. Maureen er ekki
svoleiðis, Paul.“
Paul Trenley greip hönd hennar. „Kæra
Jane mín,“ sagði hann, „skilur þú það ekki,
að það er ekki Maureen, sem ég ætla að
kvænast. Það ert þú!“
Aumingja Jane rak upp stór augu, eins
og hún vissi ekki, hvaðan á sig stæði veðrið,
og ég sá, að hún var nærri farin að gráta.
„Er . . . er það ég, sem þú ætlar að kvæn-
ast, Paul?“