Vikan - 13.03.1941, Síða 5
VIKAN, nr. 11, 1941
5
Ekkert okkar hafði fyrr komið í þessa
þröngu götu. Við vorum heldur ekki viss
um, hvernig okkur hafði borið þangað. Það
var einkennileg gata. Götusteinarnir voru
ósléttir, og háir húsveggirnir virtust slúta
fram og nálgast hvorir aðra yfir höfðum
okkar.
Það var að verða kvöldsett og við geng-
um spölkorn í skuggunum, sem sífellt voru
að lengjast. Það var byggt fyrir annan
endann á götunni og við áttum skammt
eftir ófarið þangað. Ef til vill var það ekki
nema eðlilegt, að menn hefðu flúið í hús
undan rigningunni. En þó að komin væri
nú uppstytta, var gatan mannlaus. Hurðir
og hlerar voru vandlega lokuð og ekkert
hljóð barst að innan. Ekkert heyrðist nema
dropafallið af þökum og gluggakistum, og
fótaskellir okkar við götusteinana. Hvar
var allt fólkið? Og hvar voru allir sigar-
ettustubbarnir ? Það var undarlegt. Það
sást ekkert rusl á götunni. Hún var tand-
urgljáandi eins og stofugólf. Engir sígar-
ettustubbar, enginn maður, það var undar-
legt.
En ég jafnaði mig, þegar Mark og Richie
klipu Grace, og hún fór að hlæja hásri
röddu, svo að axlir hennar og þung brjóst-
in hristust. Ég fór að klípa Midge. Hún
skrækti, og brátt vorum við farin að klípa
og hrinda hvert öðru, hlæja og kalla. Við
vorum rauð í framan og hreyfingar okkar
voru reikular og fálmandi. Mark tók utan
um Grace og reyndi að taka hana upp, en
hún var of þung og við hlógum þangað til
tárin runnu úr augunum á okkur.
Þá benti Richie allt í einu inn eftir göt-
unni og tók sig út úr hópnum.
„Ljósmyndari, ljósmyndari! “ kallaði
hann. „Við skulum láta taka mynd af
okkur.“
Það var í fyrsta skipti, sem við sáum
hann. Hann var lítill og grannur og stóð
í skugganum við enda götunnar. Við hlið
hans stóð ljósmyndavél á þrífæti. Við hlup-
um til hans og Richie hafði orð fyrir
okkur.
„Hvað kostar myndin?“ spurði hann.
Maðurin yppti öxlum. Svo tók hann tré-
flís upp úr vestisvasanum og fór að stanga
úr tönnunum. Hann var dökkur í framan
og loðinn á vöngum og með gamlan flóka-
hatt dregin niður að augum.
„Viltu ekki taka mynd?“ spurði Richie.
„Hvað ertu að gera hér, ef þú tekur ekki
rnyndir?"
Maðurinn tautaði eitthvað og glápti upp
í loftið.
„Hvað sagði hann?“ spurði Mark.
Richie leit um öxl.
„Hann sagðist vera að bíða eftir að það
dimmdi, svo að hann gæti farið heim.“
Það var bjánalegt svar. Þegar allt kom
til alls, var maðurinn þó ljósmyndari.
Myndavélin var gömul og begld. Grace
gekk að hliðinni á Richie.
„Segðu honum, að við viljum láta taka
af okkur myndirnar áður en skyggir
meira,“ sagði hún.
,Seg þú honum það,“ sagði Richie. „Hann
heyrir eins til þín eins og mín.“ Það fóru
einhver ónot um okkur öll. Hann hlaut að
hafa staðið þarna á meðan við vorum að
^lllll 1111111111111111111111 II lllllllllt Illllll llllll 1111111111III111111110,
Smásaga
I eftir LEE FALK. |
'4‘ 11111111111111111111 ■iiiiiiiiiii iii iii iii 1111111111111111111111111111111111 iii iii ii iii ii iiiiiiiiii'^
skrækja og klípa hvert annað. Hann stóð
upp við steinvegg, sem lokaði fyrir götuna.
„Það er of dimmt til að taka myndir,“
sagði ég.
„Já, við skulum koma,“ sagði Midge.
„Nei,“ sagði Richie. „Það er ekki of
dimmt. Af hverju eigum við að fara? Ég
vil fá mynd af mér.“
„Já, en það er bersýnilegt, að hann vill
ekki taka af okkur myndir,“ sagði Mark.
Ljósmyndarinn fleygði frá sér tréflís-
inni, lagði hendurnar aftur fyrir bak og
horfði framhjá okkur.
„Eigum við að lumbra á honum og brjóta
myndavélina hans?“ spurði Richie og leit
til mín.
„Ég hefi nú aldrei heyrt annað eins,“
sagði Grace. „Við erum ekki að biðja um
að gefa okkur. Auðvitað borgum við mynd-
irnar.“
Maðurinn leit á hana. Hann hleypti
brúnum og nú heyrði ég í fyrsta skipti
rödd hans. Hann var kverkmæltur og
stirðmæltur, en ég var ekki viss um, hverr-
ar þjóðar hann væri. Hann gat verið slaf-
neskur eða ef til vill germanskur, eða sam-
bland af hvoru tveggja.
„Hvaða peninga hafið þið?“ spurði hann.
Augun voru eins og mjó strik og það skein
í gulan efri tanngarðinn.
Richie tók smápeninga upp úr vasa sín-
um og hringlaði þeim í lófa sínum.
„Þetta eru ósviknir peningar. En við get-
um ekki beðið lengur. Hvað kosta mynd-
irnar?“
Maðurinn klóraði sér í hnakkanum og
náði sér í aðra tréflís.
„Fimm fyrir einn dollara. Sama þó að
það séu einn eða fleiri á myndinni,“ sagði
hann.
„Einn í einu,“ sagði Richie. „Þessar litlu
myndir taka okkur ekki öll.“
Maðurin gekk aftur fyrir myndavélina
og gaut til okkar augunum. Svipur hans
var eins ógeðfeldur og framkoma hans.
„Hver er fyrstur?“
Richie hikaði, leit svo á Midge og mig.
„Komdu, Midge, þú verður fyrst.“
Hún hristi höfuðið og ýtti mér fram.
„Nei, Bert, far þú fyrst.“
Hún var bersýnilega hrædd við ljós-
myndarann, þó að það væri ástæðulaust,
því að við Richie vorum engir væsklar. Ég
gekk fram fyrir myndavélina. Maðurinn
gaut augunum til mín yfir kassann og
spýtti svo upp á vegginn.
„Jæja, láttu það ganga svolítið,11 sagði
ég og það var glímuskjálfti í mér, eins og
hann hefði byssu falda í kassanum.
„Hve mörg?“ tautaði hann.
„Bara ég, asninn þinn,“ sagði ég óþolin-
móður.
Hann brosti, en það var hvorki glettni né
kæti í brosinu.
„Hve mörg?“ endurtók hann, með sama
undarlega kverkhljóðinu, sem virtist eins
og gleypa orðin.
Rockefeller-blóð handa
Bretum.
Winthrop Rockefeller, sonur
John D. Rockefeller, yngri, læt-
ur taka sér einn pela af blóði,
sem á að nota við aðgerðir á
særðum, brezkum hermönnum.
Meira en 11,000 menn og konur
i New York hafa látið taka sér
blóð handa Bretum.