Vikan - 13.03.1941, Síða 12
12
VIKAN, nr. 11, 1941
legur. Cartwright er búinn að hringja til mín
þrisvar, fjórum sinnum, til að spyrja um, hvernig
gengi. Ég gat ekki gefið honum neinar upp-
lýsingar. Hvað kemur til, að þú hringir til mín
um þetta leyti nætur?“
„Jú, hlustaðu nú á pabbi." Mick talaði í þrjár,
fjórar mínútur og reyndi að skýra málið sem
gleggst. „Þannig er nú málum komið,“ sagði
hann að lokum. „Ég er á lögreglustöðinni í Ban-
bury, þar sem þeir eru allir fjórir vel geymdir.
Ég geri ráð fyrir, að Scotland Yard sjái um
afganginn. Sjálfur hugsa ég ekki um annað en,
hvað ég eigi að gera næst. En ég vil ekki tala
um það í símann. Það skeður margt undarlegt,
og Lefty Vincent og þorparar hans hafa góða
heym, ráð undir rifi hverju og nóga peninga."
„Mér er ekkert um, að við skyldum taka að
okkur þetta mál, drengur minn,“ sagði faðir
hans. „Ef ég hefði vitað, að þú þyrftir blátt
áfram að aka með dauðann á hælunum, mundi
ég aldrei hafa tekið það að mér. Cartwright
hefði líka eins getað snúið sér eitthvað annað.“
„Ég er ekki á sama máli, pabbi,“ sagði Mick.
Hann bætti því ekki við, að hann væri einmitt
að horfa á Clare Furness.
„Jæja, þú ert nú allt af svo þrár, að það þýðir
ekkert að stæla við þig. En ég þlakka til, þegar
ég sé þig aftur hérna á skrifstofunni og málinu
er lokið. Farðu nú varlega, Mick,“
„Því skal ég lofa. En ég þarf að biðja þig að
gera dálitið fyrir mig, sem er mjög áriðandi.
Þú veizt auðvitað bezt sjálfur, hvernig bezt er
að gera það, en ég mundi ráða þér til að gera
það í samvinnu við Seotland Yard. Þeir hljóta
að hafa eins mikinn áhuga fyrir þvi og við. Ég
veit, að þú verður hissa, þegar þú heyrir það.
Maðurinn, sem stjórnar þessu öllu fyrir Lefty
Vincent er Spider Harrison. Hvernig lízt þér á?“
„Það er ótrúlegt, Mick. Ég er hræddur um, að
einhver hafi logið þessu að þér. Spider er allt of
lítilfjörlegur til að geta tekið að sér svona verk.“
„Já, en það hlýtur nú samt að vera rétt, pabbi.
Ég hefi nefnilega heyrt það, ekki úr einni átt,
heldur tveimur. Og hvorugur vissi, að hinn hefði
sagt mér það. Þeir voru báðir vissir í sinni sök.
Sem sagt, ef þessar upplýsingar eru réttar, og þú
getur brugðið fæti fyrir Harrison, held ég, að við
getum leikið á Lefty Vincent. Hann veit auðvitað
ekkert, hvað skeður á meðan hann er á leiðinni
yfir hafið, og þegar hann kemur hingað, vantar
hann allar upplýsingar. Hvað finnst þér?“
„Ég á bágt með að trúa þessu, Mick, en ég
skal klæða mig undir eins núna og fara upp á
lögreglustöð. Ef þetta reynist vera rétt hjá þér,
skal ég koma Harrison fyrir, þar sem hvorki
Vincent né nokkur af þorpurum hans geta fundið
hann. Ég held ég viti, hvar við getum náð honum,
nema ef Moffit litli hefir sagt honum eitthvað,
og hann þá talið ráðlegast að koma sér fyrir á
öruggum stað. Var það nokkuð meira, Mick, því
annars vildi ég helzt komast sem fyrst af stað.“
„Aðeins eitt að lokum, pabbi. Stúlkan hefir lát-
ið i ljósi þá skoðun, að London muni vera örugg-
asti felustaðurinn fyrir hana, af því að hún sé
algerlega óþekkt þar. Ég hefi hugsað mikið um
þetta, og ég hefi komizt að þeirri niðurstöðu, að
það muni ekki vera fjarri lagi. Stærð borgarinn-
ar og fólksfjöldi gera það að verkum, að auðveld-
ara er að felasigþar en viðasthvarannarsstaðar.“
VIPPA-SÖGUR
Vippi í höndum rœningja.
----- Bamasaga eftir Halvor Asklov. -
VIPPI vaknaði af værum svefni
um miðja nótt. Að visu virtist
allt með kyrrum kjörum í húsinu, en
þó fann hann það á sérj að eitthvað
óvenjulegt var á seyði því að gustur
var í herberginu.
Dyrnar út að svölunum hljóta að
hafa hrokkið upp, hugsaði Vippi
litli. En þetta var þó eitthvað undar-
legt, því að Madsen kvikmyndastjóri
var vanur að sjá um það sjálfur, að
þessar dyr væru vel lokaðar.
„Ekki dugir að láta þetta halda
fyrir sér vöku,“ sagði Vippi við sjálf-
an sig. „Hreint loft getur aldrei sak-
að mig.“ Síðan sneri hann sér á
hina hliðina og bjóst til að sofna
aftur í rúminu sínu, þegar hann sá
Ijósgeisla leika um herbergið og
hreyfast upp og niður, eins og verið
væri að leita að einhverju. Ljósið
staðnæmdist ekki fyrr en það skein
beint í augu hans.
„Hvers vegna varpið þér leitar-
Ijósi á mig, herra Madsen?" spurði
Vippi og varð að loka augunum
vegna ofbirtunnar. „Á ég að fara að
leika í kvikmynd núna um hánótt ? “
„Uss!“ Einhver rödd, sem hann
þekkti ekki, þaggaði niður í honum.
„Farðu í garmana þina, en flýttu
þér!“
„Á ég að klæða mig núna?" spurði
Vippi. „Þarf að taka myndir á nótt-
unum líka?“
,Auðvitað! Flýttu þér nú! Geturðu
fært þig í sjálfur?"
„Það er naumast! Eins og ég geti
ekki klætt mig sjálfur!" sagði Vippi
og þótti virðingu sinni misboðið með
svona spumingu. „Haldið þér ef til
vill, að ég sé smábam?"
„Þú ert að minsta kosti enginn
risi,“ sagði maðurinn og bældi niður
í sér hláturinn.
„Hann Madsen kvikmyndastjóri
hefir ekkert talað um þetta við
mig. . .“
Vippi gat ekki talað út, því að
maðurinn greip fram í fyrir hortum
og sagði:
„Þetta á að koma að óvörum!
Hafðu ekki hátt. Það er engin þörf á
því að vekja alla i húsinu."
„Hvers vegna kveikið þér ekki
venjulegt ljós?“ spurði Vippi.
„Þú hefir ekkert að gera við meira
ljós en þetta," svaraði maðurinn.
„Jæja! Sparið þér þá ljósið!“ Með-
an Vippi var að klæða sig í fötin,
tók hann að hugsa betur um þetta og
þótti það ærið grunsamlegt. „Mér
þykir það undarlegt, að þér komið
til að sækja mig svona um hánótt.
Má ég spyrja ..."
„Nei, þú mátt ekki spyrja, hvorki
um eitt né neitt," svaraði maðurinn
ógnandi röddu. Hann gekk nær
Vippa, og allt í einu kom pípa í ljós
og stefndi beint á vin okkar, sem var
forvitinn eins og fyrri daginn og
greip báðum höndum um pípuná og
spurði: „Hvað er nú þetta?" Og svo
gægðist hann inn í pípuna.
„Ertu vitlaus! Gættu þín! Komdu
ekki við hana! Veiztu ekki, , hvað
þetta er? Það er byssa!"
En Vippi hafði ekki hugmynd um,
hve hættulegt verkfæri þetta var, svo
að maðurinn varð óþolinmóður og
tók Vippa og flýtti sér út með hann,
ekki venjulega leið, heldur niður
stiga, sem reistur hafði verið upp að
svölunum. Skammt frá húsinu beið
bifreið.
„Allt í lagi, Georg!" sagði maður-
inn, sem sótt hafði Vippa, við bíl-
stjórann. Þeir óku af stað í mesta
flýti, en Georg sagði: „Þú ert ekki
lengi að því, sem lítið er, Steve!"
Það var aðdáunarhreimur í röddinni.
„Það gekk eins og í sögu!“ sagði
Steve og var heldur en ekki hreyk-
inn af sjálfum sér. „En að hverju
ert þú að hlæja?“ spurði hann í geð-
ilskutón, af því að Vippa fór allt í
einu að skellihlæja.
„Það er svo broslegt að sjá yður
með þennan klút fyrir andlitinu. Eig-
um við kannske að fara á grímudans-
leik ?“
„Á þetta að vera fyndni?" rumdi
í Steve, um leið og hann tók af sér
klútinn, sem hulið hafði allt andlit
hans nema augun.
„Hvaða hlutverk leikið þér í kvik-
myndinni?" spurði Vippi.
„Hlutverk í kvikmyndinni ?“ spurði
bílstjórinn glottandi. „Veiztu ekki i
höndum hvaða þorpara þú hefir
Vippi stökk upp á höndina á bílstjór-
anum og beit hann.
lent?“ En Vippi litli var svo saklaus,
að hann skildi þetta ekki.
„Já, þetta gekk betur en ég bjóst
við,“ sagði Steve. „Ég þurfti ekki
einu sinni að brúka byssuna." Hann
stakk skammbyssunni í vasann.
„Hvers virði er nú þetta kríli?"
spurði bílstjórinn.
„Honum verður ekki skilað aftur
gegn minna en 10 þús. dollara lausn-
argjaldi."
Georg skellti með fyrirlitningu í
góm. „Eg skil varla, að þessi pott-
ormur sé svona mikils virði," sagði
hann.
„Blöðin segja, að hann muni verða
frægasti leikarinn á þessu ári,“ sagði
Steve, „svo að kvikmyndastjórinn,
uppeldisfaðir hans, kemur til með að
borga það, sem upp verður sett, til
þess að fá hann aftur."
„Hvað eruð þið að tala um?“
spurði Vippi. „Þig varðar ekkert um
það,“ svöruðu mennirnir.
„Víst varðar mig um það! Af
hverju á kvikmyndastjórinn að borga
peninga fyrir mig ? Ég er ekki til
sölu.“
En nú leið ekki á löngu, þar til
Vippi fór að skilja, hvað hér var um
að vera, og þá var eins og honum
rynni kalt vatn milli skinns og hör-
unds. Hann hafði verið svo auðtrúa
fífl að láta þessa þorpara ginna sig
í gildruna. Mennirnir voru ekki leik-
arar. Þeir voru vondir menn, sem
höfðu rænt honum og ætluðu að kúga
peninga út úr kvikmyndastjóranum.
Vippi heimtaði að fá að fara út úr
bílnum, en þorpararnir hlógu að
honum. Þetta skal ég launa ykkur!"
sagði hann fokvondur.
Þeir óku fyrir horn og í sömu and-
rá stökk Vippi upp á hönd bílstjór-
ans og beit hann. Bílstjórinn æpti af
sársauka og sleppti snöggvast stýr-
inu, svo að bíllinn hentist upp á
gangstéttina og nam þar staðar rétt
við tærnar á lögregluþjóni, sem varð
heldur byrstur á svipinn.
Steve greip Vippa og stakk honum
í vasa sinn, svo að lögregluþjónninn
sæi hann ekki.
Mennirnir tveir kepptust við að af-
saka þetta framferði sitt, en lög-
regluþjónninn spurði þá hverrar
spumingarinnar á fætur annari.
Alít í einu heyrðist skot inni I
bílnum!
Lögregluþjónninn flautaði á hjálp
og skipaði mönnunum að rétta upp
hendurnar og þeir þorðu ekki annað
en hlýða. Þeir reyndu að sannfæra
lögregluþjóninn um það, að þeir
hefðu alls ekki skotið úr byssu og í
þetta skipti höfðu þeir á réttu að
standa. Vippi hafði lent í sama vasa
og byssan og farið að eiga við gikk-
inn og þá reið skotið af, en sem betur
fór varð engin fyrir því.
„Þið komið með mér á lögreglu-
stöðina. Það er bannað að bera á
sér skotvopn," sagði lögregluþjónn-
inn.
Þorparamir voru dauðhræddir.
Þeir óttuðust, að Vippi kæmi upp úr
vasanum og þá hefðu þeir engar af-
sakanir og það mundi komast upp,
að þeir höfðu rænt drengnum.
En Vippi hreyfði sig ekki í vas-
anum. Hann féll í yfirlið, þegar
skotið reið af og hafði þess vegna
. ekki hugmynd um, er hann fór með
Steve og Georg á lögreglustöðina.