Vikan - 13.03.1941, Qupperneq 13
VIKAN, nr. 11, 1941
13
Björn Guðmundsson:
Þegar veturinn ríkti.
\
Ef við lítum yfir sögu okkar Islendinga,
sjáum við á ýmsum stöðum talað um harða
vetur, sem stundum komu með skömmu
millibili. Stundum hafa þeir komið hver á
eftir öðrum og ekki einu sinni teljandi
sumar á milli. Það voru ekki fellisvetur,
heldur fellisár. Þá var aðstaða manna til
að mæta slíkum vetrum öll önnur en hún
er nú. Þá var ekki á annað að treysta en
heybirgðirnar og þótti því flestum vissast
að tefla ekki á neina tvísýnu með ásetn-
ing að haustinu. Gömlu mennirnir vissu,
hve norðarlega á hnettinum þeir voru
staddir og hvers þeir máttu vænta af
óblíðri vetrarveðráttu, þegar Fjallkonan
var í sínum versta ham. Þeir höguðu sér
líka að öllum jafnaði eftir því, sem reynsla
liðinna ára hafði kennt þeim. Forsjálni
bóndans og starfsþol höfðu mikið gildi
fyrir hann. Hann vissi það, að framtíð
hans og fjölskyldunnar allrar gat oltið á
því, hvort hann dugði vel eða illa í hinni
hörðu lífsbaráttu. En þegar tveir harðir
vetur og grasleysis- og kuldasumar á milli
herjuðu á garð bóndans, varð eðlilega fátt
um varnir. Þá dugði skammt forsjálni
hans og dugnaður. Þá var bjargarleysi
fyrir dyrum og ekki um aðra leið að velja
en að slátra búpeningnum ,eða láta hann
falla að öðrum kosti. En fáir höfðu brjóst
í sér til þess að horfa á slíkt. Sál fjár-
mannsins var oft svo nátengd sauðarsál-
inni, að þjáningar fjárins voru þjáningar
sauðamannsins. Hann fylgdist allnákvæm-
lega með líðan þeirra.
Oft mun það hafa verið þannig, að þegar
heybirgðir voru gengnar til þurrðar, var
orðið mjög þröngt í búi með föng handa
heimilisfólkinu og skortur fyrir dyrum.
Nú er aðstaðan önnur, að því leyti, að
hægara er að ná í ýmis konar fóðurbæti
til þess að spara heyin eða jafnvel til að
koma alveg í staðinn fyrir þau. Fyrir
nokkrum áratugum var ekki um slík bjarg-
ræði að tala.
Á síðari áratugum hefir ekki verið mik-
ið hér um harða vetur. Veturinn 1918 þótti
kaldur. Þá var frostið stundum 30—40
stig C. Okkur mundi þykja það nokkuð
mikill kuldi núna. Veturinn 1935—’36 mun
tvímælalaust hafa verið með mestu snjóa-
vetrum, sem komið hafa um langt skeið.
Hann mun líka verða þeim minnisstæður,
er þá voru á Norður- og Austurlandi.
Sumstaðar settist hann að um veturnætur
eða jafnvel fyrr, en á öðrum stöðum ekki
fyrr en um jól. Þessi harðindi héldust svo,
mjög undantekningarlítið, fram á sumar.
Það var jafnvel komið fram í þriðju viku
sumars, þegar kallast mátti sæmilega autt
á láglendi. Svo var gaddurinn óhemju
mikill og seinn til að fara, eins og skamm-
degisgaddur er vanur að vera. Mátti heita
að slétt væri af öllu, jafnvel árgilin voru
full af gaddi. Allt var yfir að sjá sem ein
snjóhvít hjarnbreiða, með steinum upp úr
hér og þar. Víða voru þess dæmi, að lág
og gömul bæjarhús færu allt að því í kaf
og ganga varð niður margar snjótröppur,
til þess að komast að dyrunum. Sumstaðar
var jafnvel farið út og inn um gluggana,
af því að ekki þótti tiltækilegt að halda
við opnum gangi að dyrunum. Þegar nokk-
uð leið á veturinn urðu sumir heylausir
fyrir sauðféð, og margir þegar kom fram
á útmánuðina. Það mátti þó heita gott,
hversu menn stóðu sig í þessum harða
bardaga, þegar tekið er tillit til þess,
hvernig menn voru undir hann búnir. Hey-
skapartíð hafði verið sæmileg, einkum um
miðbik sláttarins og fram undir sláttar-
lokin. Þá komu óvenjulega miklar rign-
ingar á Austur- og Norðurlandi, sem máttu
heita látlausar í 6 daga samfleytt. Ollu
þær miklum vatnavöxtum og skriðu-
hlaupum, er spilltu túnum, engjum og
beitilöndum manna. Þó var það hvergi
nærri aðalatriðið. Hitt var meira vert, að
rigningin og eftirfarandi langvarandi
óþurrkar gerðu það að verkum, að ekki
var unnt að halda áfram við heyskapinn.
Þar að auki ollu þær miklu tjóni á þeim
heyjum, sem búið var að þurrka, ef þau
voru ekki í ramlega járnvörðum hlöðum.
En víða vantar mikið til ennþá, að þær
séu til nema yfir lítinn hluta af heyjaforða
manna í sveitum austanlands. Hinn gamli,
þjóðlegi útbúnaður stenzt ekki slík ósköp,
þegar allar flóðgáttir himinsins ljúkast
upp. Þá vilja þau leka, torfþökin, sem
prýtt hafa hús okkar frá því er fyrst var
reist hér byggð og til skamms tíma. En
nú eru járnþökin sem óðast að útrýma
þeim, vegna sinna miklu yfirburða, þótt
þau séu naumast eins hlý.
Heyfyrningar frá undanfarandi vetri
voru víðast hvar litlar, og það sem til var
af heyi, var ekki gott, því að sumarið 1934
var með allra mestu óþurrkasumrum, sem
komið hafa á Austurlandi um langt skeið.
I sumum sveitum komu aðeins örfáir
þurrkdagar allan heyskapartímann. Víða
þurfti heyið að liggja 6—10 vikur frá því
að það var slegið og þangað til hægt var
að koma því inn. Þá var ekki fengizt um,
þótt það væri ekki skrælþurrt. Má því nærri
geta, hvernig fóður þetta hefir verið.
Enda komust bændurnir að því fullkeyptu
að fóðra á því.
Þetta er þá í stuttu máli forsaga þess-
arra harðinda, sem komu mörgum bónd-
anum á vonarvöl. Þegar hey manna voru
mjög að þrotum komin, var hafizt handa
með útvegun fóðurbætis, til þess að bjarga
við bústofninum. Það þurfti skjótra úr-
ræða við, þar sem heyin voru svo til
þurrðar gengin. En mönnum var það Ijóst,
í hvert óefni var komið, og brugðust vel
við hjálparbeiðninni. Einkum mun það hafa
verið að þakka ötulli og óhvikulli baráttu
þeirra Steingríms Steinþórssonar, búnaðar-
rrtálastjóra og Páls Zophóníassonar að fóð-
urbætirinn kom í tæka tíð til að bjarga bú-
stofni manna á Héraði og í Vopnafirði.
Að vísu var til allmikið af fiskmjöli í land-
inu og var tekið fyrir útflutning á því. En
það var bara hvergi nærri nóg til þess að
fullnægja þörfum manna og hinni miklu
eftirspurn. Það þurfti líka að kaupa mikið
af korni frá útlöndum, og það kostaði ærið
fé. En um það mátti vitanlega ekki fást,
þar sem bústofn f jölda bænda var í veði.
Flestar sveitir höfðu birgt sig upp með
eitthvað af fóðurbæti um haustið, en þær
birgðir gengu skjótt upp, þegar þurfti að
spara heyið. Þó að það tækist að koma
fóðurbætinum á tilsettar hafnir í tæka tíð,
var það oft miklum erfiðleikum bundið
fyrir menn að ná honum heim til sín. Þá
átti víða eftir að flytja hann um langan
veg á snjóbílum og sleðum. Ferðir þessar
kostuðu mikið erfiði og þrautseigju og
tóku oft marga daga.
Af Fljótsdalshéraði lá leið manna um
Egilsstaði á Völlum og yfir Fagradal til
Reyðarfjarðar. Þá var fastur gististaður
manna á Egilsstöðum. Var þar vel að
ferðamönnum búið og þeim sýnd hin mesta
gestrisni og reynt að greiða fyrir þeim á
ýmsan hátt. Þess var líka full þörf eftir
15—20 klukkustunda útivist, með korn-
æki uppi á Fagradal, í ófærð og slæmum
veðrum. Enda komust menn oft í hann
krappan og fengu sig fullreynda. En með
þrautseigju og þohnmæði sigruðust menn
á erfiðleikunum. Þrátt fyrir uggvænlegar
horfur, tókst að koma í veg fyrir felli og
mátti segja að útkoman væri dágóð, þar
sem mjög lítil vanhöld urðu á skepnum
um vorið.
Þegar við hugleiðum þetta, hlýtur ósjálf-
rátt að vakna hjá okkur spurningin: Hvað
hefði annar eins vetur og þessi þýtt hjá
okkur fyrir nokkrum áratugum? Því er
fljótsvarað. Hann hefði haft í för með sér
gerfelli á harðindasvæðinu. En hann er
aðeins ofurlítið sýnishorn af mörgum slík-
um eða verri vetrum, sem komið hafa hér
á landi. Áður fyrr voru bara engin ráð til
að verja bústofninn falli, þegar heyið
þvarr. En jafnaðarlega settu menn þá
betur á og tefldu lítt á tvísýnu. En öllum
má ofbjóða. Og þegar heyleysi var fyrir
dyrum, var ekki nema um tvennt að velja:
niðurskurð eða að láta skepnurnar verða
hungurdauða. Hvort. tveggja voru harðir
kostir. Má nærri geta, að íslenzkum bænd-
um hefir ekki verið hlátur í hug á slíkum
stundum. Oft var það líka, að matarforði
handa mönnunum var orðinn naumur,
þegar þrotin var björg fyrir búpeninginn.
Fylgdist það oft mikið að.
Hvílíkur fögnuður hefir fyllt hjörtu f jár-
mannanna, er þeir sáu ósk sína um hláku