Vikan


Vikan - 27.03.1941, Blaðsíða 3

Vikan - 27.03.1941, Blaðsíða 3
VIKAN, nr, 13, 1.941 3 Fótgangandi um Snœfellsnes sumarið 1940. „Ef þú hefir sumarkvöld verið í Vík, þá veit ég hvað hugur þinn fann, þér sýndist hún fögur, þér sýndist hún rík, er sólin við Jökulinn rann.“ Svo kvað hinn hugljúfi skáldsnillingur Þorsteinn Erlingsson. Eg minnist sérstak- lega einnar kvöldstundar, er þessar ljóð- línur úr ,,Jörundi“ endurómuðu í huga mínum og snurtu mig eins og hönd á hjart- kærum vini, sem kemur á fund manns eftir langa f jarveru. Ég var þá nýkominn frá Kanada, frá hinum viðlendu sléttum Nýja-lslands, þar sem engin fjöll hvíla islenzkt auga. Það var eitt af þessum óviðjafnanlega fögru íslenzku síðsumarkvöldum. Ég stóð upp við Skólavörðuna — sem nú er jöfnuð við jörðu — og horfði til vesturs. Snæfells- jökull baðaði sig í „himinblámans fagur- tærri lind“, sem blönduð var gulli kvöld- sólarinnar. Hann stóð þarna kaldur, hár og tígulegur útvörður íslenzkra fjalla. Á bak við hann hinn fagri Snæfellsnesfjall- garður eins og þéttskipuð sveit, er fylgir foringja sínum. Svo tóku við f jöllin hvert af öðru: Akrafjall, Skarðsheiði, Esjan — allur fjallahringurinn suður á Reykjanes, þar sem Keilir lyfti höfði sínu upp í heið- ríkju kvöldhiminsins og brosti til stóra bróður síns í vestri. Ég gat ekki varist því að bera þessa sjón saman við Kanadisku slétturnar, — og fegurð Islands varð mér allt í einu — ekki utan að lærð kenning úr ættjarðarkvæðum — heldur Ijóslifandi veruleiki. Eftir Andrés Straumland. þrátt fyrir það sást ekki óánægjusvipur á nokkru andliti. Allir virtust vera að fara í sumarfrí og hafa varpað frá sér öllum áhyggjum hversdagslífsins — jafnvel ótt- anum við þýzka loftárás á Reykjavík. — Árni skálmaði um þilfarið og varpaði gam- anyrðum á báða bóga. Myndavélin — sem hann var nærri búinn að gleyma — dingl- ar við hlið hans eins og virðulegur vottur um að hér fari „up to date“ ferðamaður. Allt í einu tek ég eftir því, að hann er kominn í ákafar samræður við gamlan kunningja minn. Þeir ræða um ofbeldi stór- þjóðanna gegn smáþjóðunum og smásam- rúm laust. Við snöruðum á okkur bakpok- unum og þrömmuðum af stað til næsta bæjar. Heitir sá bær Hofstaðir. Þangað var ferð Eggerts Ólafssonar heitið, er hann ýtti í hinsta sinn frá „kaldri skor“. Við komum þangað eftir röska hálfrar klukku- stundar göngu. Lagleg unglingsstúlka kom til dyra, er við börðum, en kvað las- leika svo mikinn á bænum, að ekki væri hægt að veita okkur næturgreiða. Við snér- um vonsviknir á burtu. Næsti bær fyrir vestan Hofstaði heitir Lágafell. Bæirnir eru reyndar tveir, Syðra- og Ytra-Lágafell. I túninu á Syðra-Lága- felli mættum við dreng, er teymdi tvo hesta. Nú, já, já, hugsuðum við, gestir fyr- ir! Það reyndist líka svo; en bóndinn, glað- legur náungi, sagði okkur, að við yrðum áreiðanlega hýstir á Ytra-Lágafelli, en á milli bæjanna er aðeins 5—10 mín. gang. Á Ytra-Lágafelli býr Sara Magnúsdótt- Snæfellsjökull er bernskuvinur minn; þ. e. a. s. hann blasti við augum mínum öll uppvaxtarár mín í Skáleyjum. En það verð ég að' viðurkenna, að frá engum stað nýtur fegurð Jökulsins sín betur en héðan úr Reykjavík. Snæfellsjökull er ofinn inn í bernskuminningar mínar sem hið fjar- ræna takmark fullorðinsáranna. Þegar ég var að alast upp vestur á Breiðafirði var þar enn sú skipun á atvinnuháttum að farið var á vetrum til útróðra „undir jökli“, eins og það var kallað. Var það karlmannlegt starf og ekki öðrum hent en röskum mönnum, sem hertir voru orðnir í fangbrögðum við Ægi. Það var draumur okkar bræðranna að verða einhvern tíma svo miklir menn og vaskir, að geta róið undir Jökli. Sá draumur rættist ekki. At- vinnuhættirnir breyttust og leiðir okkar lágu annað. En seiðmagn Jökulsins hvarf ekki úr huganum, og allt frá æskuárum mínum hefir mig langað til að heimsækja þessar byggðir, sem eru í raun og veru svo sögu- ríkar fyrir okkur Breiðfirðihga. Þar hafa feður okkar margra og forfeður háð sitt þunga stríð við hið ótrygga haf, og sumir hlotið sitt hinsta hvílurúm í briminu við lendingarnar undir Jökli. # Það var loks síðastliðið sumar, að ég lét verða af því að heimsækja Snæfellsnesið í sumarfríinu mínu. Við vorum 3 saman, er lögðum af stað í þessa ferð, laugardaginn 3. ágúst. Félagar mínir voru, Jón bróðir minn og Árni Einarsson, afgreiðslumaður Þjóðviljans. Og nú hefst ferðasagan. Klukkan var 2, er Laxfoss lagðifrálandi, hlaðinn farþegum. Það var hellirigning, en an fær samtalið á sig diálektiskan heim- spekiblæ. „Það er ekkert ranglæti til nema það, sem við sköpum okkur sjálfir,“ hróp- ar Árni. „O, ekki segi ég það nú kann- ske, ekki vil ég viðurkenna að það sé okkur að kenna, að helvítis Bretinn hefir hertek- ið landið.“ „Þegar ég segi ,.okkur“, þá á ég ekki endilega við okkur Islendinga, ég á við okkur mennina,“ segir Árni. „Og svo er þetta með hertökuna, hún er aðeins ranglæti frá sjónarmiði okkar Islendinga. Það er ekkert absolut ranglæti til, ekkert absolut réttlæti, ekkert absolut gott. eng- inn absolut sannleikur.“ Ég blandaði mér nú í samtalið. Maðurinn, sem Árni talaði við, var séra Sigurður Lárusson í Stykkis- hólmi. Ef til vill var samtalið að sveigjast á hættulegar brautir. Ég kynnti þá, og eftir að hafa átt fjörugar samræður við séra Sigurð enn um stund skildi hann við okkur, og lét í ljósi þá ósk, sína að skiln- aði að við litum inn til hans, er við kæm- um til Stykkishólms. Því miður höfðum við ekki tækifæri til að notfæra okkur þetta góða boð. Séra Sigurður er með allra skemmtilegustu mönnum heim að sækja. Það segir nú ekki af ferðum okkar fyrr en um kvöldið að við komum akandi í bíl frá Borgarnesi að veitingaskála þeim, er Vegamót nefnist, en þar skiptast leiðir. Liggur annar vegurinn til norðurs um Kerlingarskarð til Stykkishólms, hinn vest- ur Staðarsveit, yfir Fróðárheiði til Ólafs- víkur. Áætlunarbíllinn sem við vorum með fór ekki lengra og við höfðum ákveðið að taka okkur náttstað á Vegamótum. En nú byrjuðu okkar fyrstu erfiðleikar — sem raunar voru ekki annað en skemmtileg til- breyting á ferðalaginu — það var ekki hægt að hýsa okkur. Nei, því miður, ekkert ir, ekkja eftir Ehas bónda Magnússon, sem dáinn er fyrir tveim árum. Var Sara seinni kona hans. Hún á mörg börn á unga aldri og minnir því ekkert á nöfnu sína, sem við lærðum um í biblíusögunum. Hjá þessari ágætis konu nutum við gestrisni eins og hún þekkist bezt í sveitum þessa lands. Sér- staklega fannst Árna mikið til um kaffið hjá Söru; en Árni er kaffimaður mikill og var sá háttur hans á ferðalaginu, að í hvert skipti, sem reykjarlykt lagði á móti okkur frá bæjum, þá þefaði hann í áttina til bæjarins, setti upp spekingssvip og sagði: „Finnið þið ekki kaffilykt, strákar?“ Við risum seint úr rekkju á sunnudags- morguninn, og eftir að Jón og Árni höfðu drukkið nokkra bolla af góða kaffinu hennar Söru og ég hvolft í mig fleytifullu rjómaglasi, kvöddum við húsfreyju og börnin hennar og héldum af stað. Nú var rigningunni létt og komið norð- an rok. Við þrömmuðum eftir veginum og höfðum vindinn á hlið. Staðarsveitin blasti nú við okkur; all búsældarleg sveit að sjá með vel húsuðum bæjum. Við höfðum bæ- ina á aðra hlið, en á hina sendna strönd- ina með hvítfvssandi brimfalda. Þetta er hafnlaus strönd, en þó hefir sjórinn oft gefið Staðsveitungum góða björg í bú því nægur fiskur er þar fyrir landsteinum og því auðvelt að ná í hann, ef komizt verður frá landi. Um hádegi komum við að Staðastað, er til forna hét Staður á Ölduhrygg. Þar er prestssetur og hefir verið svo um langan aldur. Þar var Marteinn Einarsson Skál- holtsbiskup handtekinn árið 1549 af þeim sonum Jóns biskups Arasonar, Ara og Birni. Hafa það án efa verið vígalegri menn sem þá snöruðust í hlaðið á Staðarstað, en

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.