Vikan


Vikan - 27.03.1941, Blaðsíða 4

Vikan - 27.03.1941, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 13, 1941 hinir þrír ferðalangar, er nú röltu heim traðirnar með bakpokana sína, hugsandi um það eitt, hvort þeir fengju eitthvað i svanginn á þeim fræga Stað. Á Staðarstað er nýbyggt steinhús og búa tveir á jörðinni, presturinn, Guðmund- ur Helgason, ungur maður, vígður til prestakallsins fyrir tveimur árum, og Júlíus Þorkelsson, nýfluttur úr Reykjavík; hafði stundað þar símavinnu. Við báðum um mat hjá bóndanum og var hann fúslega í té látinn. Við höfðum ákveðið að ganga í kirkju og hlýða messu hjá klerki, því messusunnudagur var á Staðarstað, en til kirkju kom aðeins ein rugluð kerling, sem flakkað hefir um Staðarsveit í 30 ár, og svo við. Presti hefir víst ekki þótt ómaks- ins vert að messa yfir einni brjálaðri kerl- ingu og þremur trúleysingjum, svo hann hélt sig í stofu sinni og þangað heimsótti ég hann, er við höfðum matazt. Séra Guð- mund þekki ég frá því er hann var í skóla. Hann var þá róttækur sósíalisti. Nú barst ekki talið að pólitík, en ég tjáði honum, að mér hefði leikið forvitni á að sjá hann og heyra í prédikunarstóli kirkju sinnar, en fólkið virtist hafa öðru að sinna, en að hlýða á hans góðu kenningu. ,,Það er víst veðrið, sem hamlar fólkinu," sagði prest- ur. Mér flaug í hug, að það væri í raun og veru sorgleg sóun á mannlegum kröftum, þegar ungir efnismenn eyddu beztu árum æfi sinnar við svo ófrjótt starf sem prests- starfið er. Kennisetningar kirkjunnar finna ekki lengur þann hljómgrunn í hug- um fólksins, sem áður var; og því minni sem menning þess vex. En ég minntist þess jafnframt, að meiri hluti íslenzkra presta hafa, sökum al- mennrar menntunar sinnar, reynzt menn- ingarfrömuðir í sveitum landsins, og með þá ósk í huga að svo megi verða um vin minn, séra Guðmund Helgason, kveð ég hann og held af stað lengra vestur, í átt- ina til Jökulsins, Næsti bær er við komum á, seinni hluta dagsins, heitir Vatnsholt. Við vorum orðn- ir göngumóðir og hugðumst að fá okkur þar svaladrykk. Bóndinn, gráskeggjaður og skarpleitur karl með glettnisleg augu kom til dyra, er við börðum. Dóttir hans, ung og falleg heimasæta, bar okkur mjólk fram í dyr. Bóndi var skrafhreyfinn og þótti okkur gaman að tala við hann. Eftir að hafa drukkið mjólkina stakk bóndi upp á því að við gengjum til stofu og hvíldum okkur meðan kvenfólkið hitaði kaffisopa. Er til stofu kom leysti bóndi frá skjóðunni um sig og sína hagi — það sama urðum við auðvitað að gera. — Við fengum að vita að við vorum gestir óðalsbóndans Jóns Ólafs Stefánssonar, ættuðum úr Húnavatnssýslu, náfrænda Magnúsar prófessors Jónssonar. Hann fluttist að norðan til Bjarnarhafnar, þar sem hann bjó um hríð. Sagði hann okkur margar skemmtilegar sögur um viðureign sína við Thor Jensen og fleiri valdamikla fjármálamenn í Reykjavík. Mátti skilja, að þeir háu herrar hefðu lítið gull sótt í greipar þessum brúnahvassa Norðlingi. Við ræddum allmikið um bú- skap við Jón. Það sem bændastéttina sér- staklega vantar, sagði bóndi, er bústofns- lánadeild. Hún hefir að vísu verið stofnuð með lögum, en í henni hefir aldrei verið einn einasti eyrir! Það er gagnslítið að veita bændum lán til ræktunar og húsa- bygginga, ef svo bústofninn vantar! Fínu mennirnir í Reykjavík, sem telja sig leið- toga okkar bændanna, hafa í þessu, eins og svo mörgu öðru, byrjað á öfugum enda. Þetta þótti okkur viturlega mælt; og ef til vill er þarna fundin aðalorsökin fyrir flótta unga fólksins úr sveitunum. Það vantar lánsstofnun, sem veitir hagkvæm lán til kaupa á bústofni, svo ungt fólk geti reist bú í sveitum. Austanvert við Búðaós stendur nýbýli, sem nefnt er Ós. Þangað komum við um kvöldið og hittum að máli bóndann, Bjarna Finnbogason. Til hans voru komnir nokkr- ir vinir hans úr Reykjavík og voru menn við skál. Við höfðum gleymt myndavélinni okkar í Vatnsholti og hófum nú máls á því við bónda að hann sendi strák eftir henni eða lánaði einum okkar hest til að ríða inn að Vatnsholti eftir myndavélinni, því án hennar vildum við ekki vera. Bóndi reyndi að sannfæra okkur um, að okkur gæti ekki verið það neitt áhugamál að fá vélina. Við reyndum að sannfæra hann um hið gagnstæða. I þessu stappi stóð alUanga stund, en loks varð það að samningum að bóndi léti sækja vélina snemma næsta morgun og kæmi henni til okkar að Búð- um, en þar höfðum við ákveðið næturstað. Því næst fengum við lánaðan pramma hjá Bjarna og rerum yfir ósinn. Á Búðum var okkur sagt að því miður væri hvorki hægt að veita okkur húsaskjól né mat. Það þótti okkur þunnar trakter- ingar. En nú var ekki í annað hús að venda, of langt til næstu bæja, sem von gat verið á gistingu og við all-þreyttir eftir fyrsta göngudaginn. Það vildi okkur til happs, að við höfðum meðferðis lítið tjald, benzínprímus, te og svolítið nesti. Við tjölduðum í fallegri laut skammt frá bæn- um og var leyft að fá hey í tjaldið úr sæt- um, er stóðu á túninu, en það hey var bæði blautt og fúlt eftir langvarandi óþurrka. Við þetta varð þó að notast, en ekki hugðum við gott til næturinnar. Úr þessu rættist þó von bráðar. Bændurnir (það er margbýli á Búðum), sem reyndust okkur að vera allra viðfeldnustu menn, komu með sængurföt og mjólk til okkar í tjaldið. Við hituðum okkur svo te og átum kex og súkkulaði. Þarna í tjaldinu á Búðum tókum við upp þann sið, er við héldum allt ferðalagið. Við lásum húslestur að gömlum og góðum íslenzkum sveitasið. Húspostillan var Fegurð himinsins eftir H. K. Laxness. Venjulega las Árni og tók þá stundum málróm höfundarins að láni. Árni er mesta hermikráka og mættu þeir vara sig Bjarni Björnsson og Gísli rakari, ef hann færi að keppa við þá í þeirri list. Næsta dag var blíðskapar veður, glamp- andi sólskin og logn. Við skoðuðum okkur um á Búðum áður en við hófum göngu okkar. Búðir eru gamalkunnur verzlunar- staður. Nú er þar engin verzlun og hið gamla verzlunarhús í mestu niðurníðslu, með brotnar rúður og ryðbrunnið þak. Þar sem áður bjuggu ókunnugir kaupmenn eiga nú heima tveir eða þrír smábændur, er draga fram lífið á afurðum túnblett- anna, sem ræktaðir hafa verið þarna í hraunjaðrinum. Frá Búðum lá leið okkar um Búðahraun. Þar sáum við rjúpur með tíu ungum. Sú sjón snart hjarta okkar eins og ástrík vinarkveðja frá þessu fagra en hrjúfa um- hverfi. Jón sagði, að þetta væri það feg- ursta, sem hann hefði séð á sumrinu, og lengi á eftir gekk hann hugsandi með hausinn niðri á bringu. Við Árni skotruð- um til hans augunum við og við, en þorð- um ekki að trufla hann. Við sáum að heilagur andi skáldskaparins var yfir hon- um. Sjálfsagt eigum við eftir að lesa í ljóðabók hans kvæðið um rjúpumóðurina í Búðarhrauni. Fyrir ofan Búðarhraun, uppundan fjall- inu, stendur bærinn Öxl. Þar bjó Björn, sem talinn er hafa verið mesti morðvarg- ur, er uppi hefir verið á íslandi. Hann var svo forhertur djöfulsins þénari, segir þjóð- sagan, að hann var hættur að sjá sólina skína. Um miðjan dag komum við að Hamra- endum í Breiðuvík. Þar búa öldruð hjón með uppkomnum börnum sínum. Bóndinn heitir Sigmundur Jónsson, en konan Mar- grét Jónsdóttir. Þau eru Mýrdælsk, en fluttust að austan skömmu eftir að þau giftu sig og hafa lengst af búið á Hamra- endum, eða 41 ár. Þarna sá ég bezt búið á Snæfellsnesi. Þegar Sigmundur kom að jörðinni voru hús öll niðurnídd, en túnið kargaþýft og fengust af því 30 kaplar. Nú er þar reisulegt steinhús og búpeningshús þar eftir. Túnið stórt og hvergi þúfa í því. Það gefur nú af sé 300 kapla í meðal- ári. Auk þess eru á Hamraendum miklir matjurtagarðar. Þarna dvöldum við lengi dags í góðu yfirlæti. Fólk allt var á engj- um nema gömlu hjónin og gjafvaxta dótt- ir þeirra, er stóð okkur fyrir beina. Þetta var fríðleiks stúlka og auðsjáanlega hinn bezti kvenkostur. Höfðum við Árni uppi ráðagerðir um það, að biðja meyjar þess- arar Jóni til handa. Okkur þótti mál til komið, að sá drengur færi að staðfesta ráð sitt; og ekki ætti það að gera Jóni ráða- haginn ógirnilegri að eiga von á að setjast í búið hjá Sigmundi á Hamraendum! Af þessum ráðagerðum varð þó ekki að sinni. Þegar við fórum gekk Sigmundur á leið með okkur. Lék hann á als oddi og lét falla orð um það, að sér hefði þótt gaman að fá í heimsókn „svona kjafthýra stráka". Skammt fyrir austan Hamraenda er Kambur. Þar bjó á sínum tíma Björn Breiðvíkingakappi, sá er var í þingum við hina fögru húsfreyju að Fróðá, Þuríði, systur Snorra goða. Um það kvennafar má lesa í Eyrbyggja sögu. Framhald í næsta blaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.