Vikan


Vikan - 27.03.1941, Blaðsíða 12

Vikan - 27.03.1941, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 13, 1941 æfi minni hefi ég flúið nokkurn mann, og fjand- inn hafi það, að ég láti orðstír Vincent hafa þau áhrif á mig, að ég leggi niður rófuna og flýi!“ „Jæja, Mick. Mér datt svr sem í hug, að það mundi vera vonlítið að telja yður hughvarf. Verð- ið þér líka reiður, ef ég þakka yður fyrir allt það, sem þér hafið gert fyrir mig síðan í gær?“ „O, sei, sei. Það er ekki annað en mitt venju- lega starf. Gleymið ekki, að mér er borgað fyrir það.“ Clare leit niður fyrir sig. Ef Mick hefði séð í augu hennar, hefði hann kannski iðrast þessarra síðustu orða sinna. „Nú, þér eruð liklega vanur að fást við svona mál,“ sagði hún stillilega. „En ég þakka yður nú samt sem áður.“ „Eigum við nú ekki heldur að koma niður í borðsal og fá eitthvað að borða áður en allur matur er búinn. Eruð þér ekki orðin svöng?“ „Jú, en hvernig á ég að borða með hanzkana á höndunum ? Og hvað verður um giftingu okkar, ef mig vantar hringinn?" Mick dró signethring af hendi sér og fékk henni. „Setjið hann upp og látið steininn snúa inn að lófanum. Já, svona! Þetta er hreint ekki svo af- leitt. Nú skulum við koma niður.“ Mörg forvitin augu litu til þeirra, þegar þau komu niður í forstofuna. Það leit helzt út fyrir, að allt starfsfólk hótelsins hefði heyrt um þessa undarlegu gesti, sem komið höfðu rétt fyrir dög- un, og annar særður í andliti. Mick gekk yfir að afgreiðsluborðinu og sagði dyraverðinum, að þau ætluðu að fara undir eins og þau væru búin að borða. „Þá hefðuð þér átt að tilkynna það fyrir klukk- an tólf.“ „Já, og ég hefði átt að veðja á hestinn, sem sigraði á Derby-veðreiðunum í maí. En ég gerði það ekki heldur.“ Þau fóru inn í borðsalinn. Það var nýbyrjað að bera fram morgunverðinn. Hinir gestimir litu á þau, og tóku eftir því, hvað þau voru glaðleg. En þeir vissu ekki, að þau voru eftirsóttust allra í Englandi! Klukkan rúmlega tvö fóru þau af stað. Clare greip í handlegginn á Mick, þegar hann ætlaði að setjast við stýrið. „Ég er búin að sofa meira en þér. Lofið mér að aka.“ „Kemur ekki til mála, barnið mitt. Ég mundi vera með lífið í lúkunum. Nei, setjist nú niður og njótið sólskinsins. Nú er ég fullfrískur og endur- nærður.“ „Já, þér lítið ágætlega út, Mick. Eftir viðburði riæturinnar hefði ég helzt haldið, að þér munduð vera liðið lílt í dag.“ Mick flautaði um leið og bíllinn rann rólega af stað. Mótlætið hafði aldrei lengi áhrif á skap hans'í einu. Clare fann, að sjálfstraust hans og ákafi höfðu svo mikil áhrif á hana, að taugar hennar voru nú alveg rólegar og þreytan alger- lega horfin. „Lofið mér nú að aka,“ sagði hún aftur, þegar þau nálguðust smábæ einn. „Þér getið fengið yður blund á meðan.“ „Nei, .kæra ungfrú. Þetta er mín veizla og ég held áfram að vera veitandinn, þangað til gestir mínir bjóða góða nótt. Nú ökum við inn á aðal- götuna í Bedford. Takið eftir iðandi mannfjöld- anum og ys og þys umferðarinnar." VIPPA-SÖGUR Hvernig Vippi varð fii. ----- Bamasaga eftir Halvor Asklov. - Pabbi hans Vippa litla er skáld, eins og ég raunar hefi sagt ykk- ur áður í einni sögunni um hann. Og nú kemur hérna fyrsta sagan um hann Vippa, sagan um það, hvemig hann varð til. Þið vitið það auðvitað, að til er land, sem heitir Danmörk. Hún er svo langt í burtu frá Islandi, að skip- in okkar em rúma fimm sólarhringa að sigla þangað, þó að þau fari beina leið. Islendingar hafa í margar aldir verið í nánu sambandi við Danmörku, og þótt þeir hafi verið sjálfstæð þjóð siðan 1918, hefir verið sami konungur yfir báðum ríkjunum. En stríðið, sem nú geisar, hefir breytt mörgu, að minnsta kosti í svip. Danmörk hefir verið hemumin, eins og Island, en það er önnur þjóð, sem það gerði, og þess vegna er öllu sambandi slitið fyrst um sinn á milli landanna. Þegar þessir atburðir gerðust, var Gullfoss, fallega skipið okkar, sem öllum Is- lendingum þykir vænt um, statt úti í Kaupmannahöfn, höfuðborginni í Danmörku og er þar enn, af því að hann hefir ekki getað komizt heim. Pabbi hans Vippa er danskt skáld og við höfum því fengið sögurnar um hann frá Danmörku, en vegna striðs- ins getur svo farið, að við hættum að geta birt þær. En nú á að segja frá því, hvemig Vippi birtist skáldinu. Danmörk er fallegt land, þótt það sé fjallalaust og að mörgu leyti ólíkt Islandi. 1 einni sveitinni þar voru mörg lítil og snotur hús. Dyrnar á þeim voru grænar, gluggatjöldin rauðröndótt og blómsturpottar í gluggunum. Upp með vegginum á einu af þessum litlu húsum uxu ljós- rauðar vafningsjurtir — og þar átti maðurinn heima. Hann var einn og eyddi tímanum með því að matreiða og halda öllu hreinu, en mestur tími hans fór þó í það að skrifa. Hann lauk við hverja pappírsörkina á fætur annarri og af þvi að hann skrifaði svona mikið, kölluðu nábúamir hann ,,skáldið“. Kvöld eitt sat skáldið í rökkrinu og hugsaði um það, hvað hann ætti Hann setti fótinn í blómsturvasa, svo að hann féll á gólfið og mölbrotnaði. að skrifa. Allt í einu datt honum það í hug og ætlaði að grípa blýantinn, sem hann hafði geymt bak við eyrað. En hann missti blýantinn á gólfið, og þegar hann beygði sig til þess að ná í hann, heyrði hann eitthvað þrusk rétt hjá sér. „Uss! Burt með þig!“ sagði maðurinn, því að hann hélt, að þetta væri mús, sem komizt hefði inn í húsið. Hann hélt áfram að leita að blýantinum, en gat ekki fundið hann og ætlaði að fara að kveikja, þegar eitthvað kom við hendina á honum í myrkrinu. „Ég skal taka þig í karpúsið!" sagði maðurinn reiðilega, og náði tökum á einhverju lifandi, sem sprikl- aði í höndunum á honum og reyndi að losna úr greipum hans, en skáldið hélt fast utan um feng sinn. „Þetta er þá ekki mús!“ sagði hann undrandi við sjálfan sig, er hann virti fyrir sér veruna, sem hann hélt á. Það var mannsbam, en pínulítið. ,,Hver ert þú?“ spurði skáldið. „Hver er ég?“ svaraði snáðinn skrækróma. „Sérðu það ekki? Ég er drengur." „Hvers vegna kemurðu til mín?“ hélt skáldið áfram. „Hvar ætti ég að vera annars stað- ar?“ spurði litli drengurinn og var auðheyrilega móðgaður. „Ég er sonur þinn, en ef þú heldur áfrað að kreista mig svona, verður ekki langt þangað til þú gerir út af við mig.“ „Sonur minn!“ sagði maðurinn og virtist ekkert hrifin. „Jæja! Á ég þá svona afkvæmi ?“ „Þetta eru dálaglegar móttökur,“ sagði drengurinn vonsvikinn. „Þykir þér þá ekkert vænt um mig?“ „Ekki segi ég það!“ sagði skáldið. „Þú hefir svo sem ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði drengurinn. „En það er öðru máli að gegna um mig, ég hefði alveg eins viljað eiga annan föðut\“ Þetta var auðvitað ekki fallega sagt, af svona litlum dreng, en hann skorti líka allt uppeldi. „Heitir þú nokkuð?" spurði skáldið. „Ég heiti Vippi — og nú vil ég fara að sofa, því að ég er syfjaður." Skáldið kveikti í pípunni sinni. Síð- an náði hann í tóman vindlakassa, bómull og vasaklúta og útbjó þægi- legt rúm handa litla snáðanum. En þegar Vippi var nýlagstur út af, tók hann að hrópa: „Ég er svangur! Ég er svangur!“ „Ligðu nú rólegur!” sagði pkáldið. „Ég ætla að búa til velling handa þér, þvi að fyrst þú ert sonur minn, ætla ég vissulega að hirða vel um þig á allan hátt.“ Og maðurinn fór fram í eldhúsið og kveikti upp í eldavélinni. Skömmu síðar heyrði hann mikinn hósta, hnerra of skirpur innan úr stofunni og flýtti sér þangað. Vippi var aumur á að líta og hrópaði: „Mér er illt í maganum! Mér er illt í maganum!" „Þú hefir tekið pípuna mína,“ sagði skáldið. u,,Það mega litlir drengir aldrei gera. Það var von, að þú yrðir veikur.“ Vippi hóstaði og hrækti og var oröinn rauður í framan. ,,Ó, mér líð- ur svo illa!“ hrópaði hann. „Æ, mér er svo illt í maganum!" „Reyndu nú að stilla þig, drengur minn, ég ætla að ná í lækni.“ Svo hljóp skáldið út í rigninguna, hatt- laus og kápulaus. En þegar læknirinn kom, var Vippi svo óþekkur, að hann var í vandræð- um með strákinn. Og er læknirinn sagði, að Vippi ætti að liggja í rúm- inu heilan mánuð, þá var stráksa nóg boðið. „Nei, ég vil það ekki!“ hrópaði hann og rauk upp úr vindlakassan- um, þaut eftir borðinu, renndi sér niður borðfótinn og klifraði upp á bókahilluna. „Komdu niður, annars verðurðu meira veikur!" sagði skáldið og ætl- aði að grípa son sinn, en Vippi spark- aði þá í blómsturvasa, sem féll á gólf- ið og mölbrotnaði, og náði i glugga- tjöldin og klifraði upp eftir þeim, alveg eins og fluga. Skáldið fór upp á stól, en náði ekki í Vippa. Nú kom læknirinn til skjalanna, en hann var orðinn reiður stráknum. Læknirinn reiddi stafinn sinn á loft, en var svo óheppinn að reka hann í lampann, og ljósið slokknaði. Þeir kveiktu á eldspýtum og reyndu að finna Vippa, en það tókst ekki. Aftur á móti heyrðu þeir hláturinn í honum hér og þar í herberginu. Læknirinn fór, en skáldið leitaði að drengnum sínum fram eftir nóttunni. En hvað var orðið af Vippa? Hann hafði farið inn í ofninn, en sem betur fór var enginn eldur í honum. Þar húkti hann lengi og hefði auðvitað átt að biðja föður sinn fyrir- gefningar, en það datt honum alls ekki í hug. Hann var svona mikill óviti. Þegar hann var orðinn leiður á að hanga þarna, tók hann að klifra upp eftir reykháfnum, því að hann vildi komast út í heiminn, til þess að upplifa — og það hefir hann líka gert, eins og þið hafið séð á hinum mörgu sögum um hann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.