Vikan - 27.03.1941, Blaðsíða 14
14
VIKAN, nr. 13, 1941
leggingu, því að kirkjan fagra í kumbalda-
legu umhverfinu hefði í sínum hreina,
foma stíl verið eins og lofsöngur gerður
úr steini.
Brunalyktin var mikil og Marguerite
hafði orð á því, hve einkennileg hún væri.
Hún var ekkert lík því, sem finnst, þegar
nýr viður brennur, heldur eins og reykelsis-
ilmur, blandaður lyktinni af eikartrjánum,
sem þarna voru sett fyrir 250 árum, eftir
fyrsta mikla brunann í London.
Og saman við þetta allt kom svo þefur
gamalla verzlunarskýrslna, en á töludálk-
um þeirra hefir brezka heimsveldið hafizt
í hundruð ára. Enginn rósailmur gat nokk-
urn tíma orðið eins dýr og þessi þefur,
sem barst að vitum manns, þegár London
brann. Hann fylgdi okkur, er við gengum
til bílsins.
Við reyndum aftur að komast til St.
Pauls kirkjunnar og urðum að skrönglast
yfir óteljandi brunaslöngur, sem lágu í grá-
um flækjum eins og risavaxnar makka-
ronilengjur. Við ókum hægt og námum oft
staðar. Umferðarstraumurinn kom eins og
ferlegt fljót á móti okkur. Þar ægði öllu
saman: brunabílum, slönguvögnum, dælu-
vögnUm og alls konar slökkvitækjum, sem
komu veltandi áfram á hjólum. Allt stefndi
þetta eins og óstöðvandi þung bylgja í átt-
ina til brunasvæðisins.
Nú beygjum við inn í trjágöng, þar sem
við getum skilið bílinn eftir. Brezka lög-
reglan stöðvar okkur ekki og blaðamanna-
kortin okkar mundu hafa rutt okkur braut
lengra, en við látum skynsemina ráða. Bíl-
stjórinn segist aldrei hafa séð neitt þessu
líkt og muni aldrei sjá það framar á æfi
sinni og spyr okkur, hvort okkur sé ekki
sama, þó að hann komi með. Auðvitað leyf-
um við það. Hann kemur því í humátt á
eftir okkur, en gætir þess, að halda sig
alltaf í tveggja til þriggja skrefa fjarlægð
fyrir aftan okkur.
Um leið og við komum út úr bílnum tök-
um við eftir, að það hefir hvesst. Vind-
hviða þrífur í pils Marguerite og þyrlar
upp pappírssneplum á götunni. Eg gríp í
hattinn minn til þess að hann fjúki ekki.
Ég hafði ekki kært mig um að fara með
stálhjálminn minn á frumsýninguna. Hefir
hann hvesst svona skyndilega? Við tókum
ekki eftir þessu fyrir fáum augnablikum.
Við beygjum inn á dómkirkjutorgið og
sjáum, að kirkjan sjálf er enn óskemmd.
Við sjáum varðmenn á þakinu rétt neðan
við turnhvelfinguna bera við rauðan him-
ininn eins og smáhnoðra. En húsaþyrping-
in að baki hennar stendur í ljósum logum
og húsin til hægri handar geta brostið í
bál á hverri stundu. Framhlið þeirra, sem
snýr að dómkirkjunni var ennþá dimm og
Ijóslaus, að undanteknum smáglömpum,
sem brá fyrir í stöku glugga.
Við göngum undir stiga og klöngrumst
yfir brunaslöngur til að sjá brunann í
götunni bak við dómkirkjuna.
Það er sóðalegt verzlunarhverfi, og á
meðan við stöndum fyrir framan skart-
gripaverzlun, sjáum við, okkur til mikillar
undrunar, að ljós er kveikt þar inni. Nei,
okkur hefir skjátlazt. Þar er lítil, hvít eld-
tunga, sem teygir sig út um vegginn and-
spænis glugganum og.lýsir upp alla búð-
ina. Á meðan við horfum á þetta, gægist
önnur eldtunga fram úr veggnum, og
þannig kom hver tungan á fætur annari,
þangað til veggurinn stóð allur í björtu
báli, þangað til silfur- og gullmunirnir í
sýningarkössunum glitra í flöktandi eld-
inum. Þetta er fátækleg búð, með ódýrum
skartgripum, sem fátæklingarnir hafa efni
á að verzla í, og þó örsjaldan. En það eru
giftingarhringir í gluggunum, hringir, sem
hermennirnir gefa stúlkunum sínum og
rammar, sem stúlkurnar kaupa til að
ramma inn myndir af hermönnum sínum.
Hér og þar í sýningarkössunum blossuðu
upp tindrandi björt Ijós, sem dóu fljótlega
út aftur. Það hlýtur að vera brennheitt í
þessari litlu búð. Blossarnir dansa um
búðarborðið. Ef til vill eru það gimstein-
arnir, sem eru að springa — þó sennilega
ekki gimsteinar, heldur ódýrar selloid-
greiður og burstar, sem fuðra skyndilega
upp.
I sýningarglugganum vinda leðurböndin
á armbandsúrunum upp á sig eins og
slöngur í hitanum. Hvar er maðurinn, sem
á þessa búð? Hvað gerir hann á morgun,
þegar hann sér þetta? Ef við brytum nú
gluggann til að bjarga einhverju af þessu
dýrmæta glingri hans, hvernig áttum við
þá að þekkja sauðina frá höfrunum? Við
stóðum því þarna kyrr á auðri götunni og
horfðum á glerið í sýningarkössunum
bresta og giftingarhringana bráðna í vax-
andi hitanum. Manni finnst þetta svo miklu
ömurlegra heldur en bruni litlu, fallegu
kirkjunnar, af því að engin von er til þess,
að efnað, guðrækið fólk leiti sér andlegr-
ar fróunar í að endurbyggja þessa búðar-
holu nákvæmlega eins og hún var.
Neðar í götunni kemur straumur af
fólki út úr kjallara. Það er þreytulegt og
fátæklegt útlits. Loftvarnamennirnir eru
að hjálpa því að bera pinkla sína og rúm-
föt. Það stendur eins og ráðvilt hjörð á
gangstéttinni. Marguerite gefur sig á tal
við mennina, og þeir segja henni, að fyrst
hafi þau öll verið í skýli fjórðung mílu í
burtu þaðan. En þá hefðu loftvarnamenn-
irnir komið og sagt þeim, að byggingin yfir
höfði þeirra væri að brenna, og að þau
yrðu að taka saman pjönkur sínar og flytja
sig í annað skýli. Þau höfðu aðeins verið
hér í eina klukkustund, þegar þeim var
sagt að flytja sig aftur. Þetta væri í þriðja
sinn, sem þau yrðu að flytja sig. Hvert
þau væru að fara núna? Það vissu þeir
ekki. En þó lét enginn æðrast í þessum
stóra, alvörugefna hóp.
Loftvarnamennirnir eru þreklegir, ró-
lyndir Lundúnabúar, þjakaðir af erfiði og
ábyrgð, en bornir uppi af því bjargfasta
stöðuglyndi, sem einkennir Bretann og við
höfum svo oft orðið vitni að í kvöld.
Þegar við gengum niður bogmyndaða
götu, tókum við eftir, að stríður vindur
blés í áttina að bálinu. Við krappa beygju
komum við að tvöfaldri röð af brunaliðs-
mönnum, sem sneru baki að okkur og
horfðu á himinhátt eldhaf. Við sáum á
merkjunum á krögum þeirra, að þeir voru
úr fjarlægu úthverfi borgarinnar. Þeir
hleyptu okkur í gegn, þó að þeir hristu
höfuðið yfir því, að kvenmaður skyldi
leggja í þetta, og vöruðu okkur við múr-
steinunum, sem sífelt voru að hrynja ofan
af húsaþökunum. Vindurinn fór vaxandi.
Hann þreif í hár Marguerite svo að það
stóð þráðbeint af enni hennar, og pils
hennar flæktust um hnén. Ég hélt hattin-
um föstum á höfðinu og streyttist á móti
þessum þunga loftstraumi, sem þaut niður
þessa þröngu götu til að fylla tómið, sem
myndaðist, þegar milljónir rúmmetra af
heitu lofti streymdu á hverri mínútu hátt
upp í himininn yfir brennandi borginni.
Búðargluggamir í þessari götu voru litl-
ir og húsin flest sjö hæðir. Eldurinn mjak-
aðist hægt en miskunnarlaust í áttina til
okkar. Hitinn frá bálinu í einu húsinu
tendraði eldinn í því næsta. Ofan við þung-
an eldþytinn heyrðum við- hjáróma brot-
hljóð í rúðum, sem voru að bresta uppi á
efstu hæðunum og hrynja niður eins og
stöðug skæðadrífa.
Upp úr eldhafinu þyrlaðist neistaflugið
eins og skýstrókar. Við enda götunnar
féllu þyngri neistarnir niður á lítið torg
fyrir framan lágreista kirkju. Þetta rólega
svif neistanna í tígulegum sveigum niður
á torgið var sú fegusta sjón, sem ég hefi
nokkru sinni séð.
Við vorum komin hættulega langt inn í
götuna og að baki okkar stóðu brunaliðs-
mennirnir og horfðu órólegir á eftir okkur.
En ég vissi, að þeir voru raunverulega að
horfa á Marguerite. Og þýðingarmikið at-
riði í mynd þessa stórfenglega kvölds var
sú staðreynd, að Marguerite var tiltakan-
lega falleg stúlka. Hún var berhöfðuð og
rauðgult hárið blakti í vindinum. Eitt af
því skemmtilegasta við að vera úti með
Marguerite, er, að menn líta allt af við
til að horfa á eftir henni — með aðdáun, en
þó virðingu. Hún er ekki þannig, að Itali
mundi leyfa sér að flauta á eftir henni,
en jafnvel Svíi mundi snúa sér við til að
líta á hana. Eitthvað í framkomu hennar
sýnir líka, að hún er hugdjörf.
Hugdirfska kvenna er ekki mikils metin
á friðartímum. Þær þurfa kannske á henni
að halda einu sinni á allri æfi sinni. Hrað-
ritunarkunnátta er óendanlega miklu nauð-
synlegri. En stríð breytir þessu, og hug-
dirfska — bjargfastur kjarkur — verður
þá einn af göfugustu kostum hvers manns
eða konu, og fólk, sem skortir það er þá
allt í einu orðið litilsvirði.
Brunaliðsmennirnir horfðu á Marguerite,
en hún leit niður eftir logandi strætinu og
virti fyrir sér skæðadrífu eldsneistanna.
„Þetta er mikilfenglegt," sagði hún. „Það
er eins og stórfenglegt tónverk. Þetta er
eldbylur. Mig langar til að hlaupa í gegn-
um hann.“
„Það er ekki skynsamlegt,“ sagði ég.
„Það er ekki skynsamlegt að vera bruna-