Vikan - 27.03.1941, Blaðsíða 5
YIKAX. nr.. 13., 1941
5
N ýárS'játning.
Smásaga eftir Hermann Sudermann.
Guði sé lof, elskulega frú, að ég má
pnn eimi sinní setjast við hlið yðar
og tala við yður í næði. Hátíða-
annimar eru liðnar hjá og þér hafið dáht-
inn tíma afgangs handa mér aftur.
Ó, þessi jólatími! Ég held, að hann hafi
verið fundinn upp af einhverjum illum önd-
um aðallega til þess að stríða okkur, aum-
ingja piparsveinunum, til þess að sýna
okkur, hve fátæklegt þetta heimilislausa líf
okkar er. Það, sem er gleðiefni fyrir aðra,
er kvöl fyrir okkur. Ég veit auðvitað, að
við erum ekki allir algerðir einstæðingar,
— við getum líka haft gleði af að gleðja
aðra og sú gleði er aðalþátturinn í hátíða-
gleðinni. En ánægjan við að taka þátt í
annarra gleði er blönduð sumpart ótrú á
sjálfum sér og að sumu leyti þessari sáru
þrá, sem ég vil kalla — til aðgreiningar
frá heimþrá — „hjónabandsþrá“.
Þér spyrjið, hvers vegna ég hafi ekki
komið til yðar til að útausa hjarta mínu
fyrir yðar vorkunnlátu sál, — þér, sem
getið gefið eins mikið af samúð og aðrar
af yðar kyni verja í hinar illgirnislegu
títuprjónsstungur sínar. Það er ástæða, til
þess. Þér munið eftir hvað Speidel segir í
„Einmana spörfúglar", fallegu bókinni,
sem þér senduð mér á þriðja í jólum, með
fullum skilningi á hugarástandi mínu.
„Hinn sanni piparsveinn,“ segir hann,
„kærir sig ekki um þægindi. Ef hann er
einu sinni orðinn óhamingjusamur, þá ósk-
ar hann þess, að njóta óhamingju sinnar
til fullnustu.“ Pyrir utan þennan „einmana
spörfugl", sem Speiðel lýsir í bók sinni, er
önnur tegund piparsveina, hinn svo kallaði
,,fjölskyldu-vinur“. Ég á ekki við þá, sem
stunda þá iðju, að eyðileggja heimilin, sem
setjast niður við heimilisarininn, með högg-
ormsleiftrið í auganu. Nei, ég á við góða
frændann, fyrrverandi skólabróður pabba,
sem hossar bömunum á kné sér, meðan
hann les ritgjörðirnar í trúarritunum fyrir
mömmu og sleppir úr öllu því, sem vara-
samt er.
Ég þekki menn, sem fórna öllu lífi sínu
fyrir fjölskyldur, sem þeir eru í vinfengi
við — menn, sem lifa ástríðulausir við hlið-
ina á indælli konu, sem þeir tilbiðja í leyni
í hjarta sínu.
Þér efist um það? Æ, það er þetta orð,
,,ástríðulausir“, sem yður ekki líkar? Það
er sjálfsagt rétt hjá yður. Jafnvel í djúpi
hins rólegasta hjarta liggur einhver æst
ástríða falin, en — skiljið þér mig rétt —
hún liggur í hlekkjum. Mig langar t. d. til
að segja yður frá samtali, sem fór fram í
fyrradag, á gamlárskvöld, milli tveggja
gamalla, mjög gamalla manna. Það er mitt
leyndarmál, hvernig ég fékk að vita um
þetta samtal og ég bið yður fyrir, að láta
það ekki fara lengra. Má ég þá byrja?
Gerið yður í hugarlund, eins og ramma
utan um sögu mína, herbergi, þar sem hátt
er til loftsins, með húsgögnum eftir gam-
alli tízku, upplýst með óþægilega björtum
hengilampa með grænni hlíf, líkum þeim,
sem foreldrar okkar notuðu áður en stein-
olíuljósið kom. Ljóshringurinn frá lamp-
anum fellur á borð með hvítri ábreiðu, á
honum standa ýms efni, sem ætluð eru í
nýárs-púns, og nokkrir dropar af steinolíu,
sem lekið hafa ofan á borðið og eru áber-
andi á miðju borðinu.
Þessir tveir gömlu menn mínir sátu í
hálfgerðum skugga frá grænu lampahlíf-
inni, báðir hrörnandi rústir frá löngu liðn-
um dögum, bognir og skjálfandi og horfðu
fram undan sér með daufu augnaráði, sjón-
daprar elli. Annar þeirra, húsbóndinn, var
sýnilega gamall hermaður, það sást strax
á, hve vandlega hálsbindið var bundið, á
oddklippta skegginu og hermannlegu auga-
brúnunum. Hann heldur um handfangið á
ruggustólnum sínum, eins og hann væri
hækja. Hann er hreyfingarlaus, nema hvað
kjálkarnir ganga upp og niður stanzlaust,
eins og hann sé að tyggja. Hinn, sem situr
rétt hjá honum í legubekknum, er hár,
grannur maður, með mjóar herðar, en enn-
ið er hátt og hvelft eins og á djúphyggju-
manni. Hann sendir við og við frá sér
þunna reykjarstróka úr langri pípu, sem
er rétt dautt í. Innan um allar þúsund
hrukkurnar á rakaða, magra andlitinu
hans, leynist rólegt, ástúðlegt bros, bros;
sem að friður undirgefninnar getur gefið
ásjónu ellinnar.
Þeir þögðu báðir. Það var alger þögn í
| Vitið pér pað?
1 1. Hvenær réðust Þjóðverjar inn í Pól- E
iand og hvenær sigruðu þeir Pólverja? |
1 2. Hvað heitir stærsta borgin í Júgó- i
| slavíu ? =
E 3. Hver var varaþingmaður Péturs heit- É
ins Halldórssonar borgarstjóra ?
É 4. Hvar er brezka Honduras ?
1 5. Hvað er Gibraltarsund breitt?
| 6. Hve stórt er flatarmál’ húðarinnar á =
meðalstórum, fullvöxnum manni?
É 7. Hvað sýnir kvikmyndavélin margar i
É myndir á sekúndu?
É 8. Á landamærum hvaða landa er Brenn- |
E erskarð ?
= 9. Hve hratt hleypur hérinn?
É 10. Eftir hvem er smásagnasafnið „Fornar E
ástir“ ? |
É Sjá svör á bls. 15. E
</i|llllllllllllllllllllllllllllllll 111111111111111111111111 lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll'1''
herberginu, nema þegar sprakaði í lamp-
anum og tóbakssósan snörlaði í pípunni.
Þá heyrðist hás veggklukka slá ellefu ein-
hvers staðar inni í rökkrinu í herberginu.
„Um þetta leyti fór hún alltaf að búa
til púnsinn," sagði maðurinn með háa enn-
ið. Röddin var mjúk og titraði dálítið.
„Já, það var um þetta leyti,“ endurtók
hinn. Hann var harður í röddinni, eins og
skipunartónninn væri enn í henni.
„Ég hélt ekki, að það yrði svona eyði-
legt án hennar,“ sagði sá, sem fyrst talaði,
aftur.
Húsbóndinn kinkaði kolli og kjálkarnir
hreyfðust.
„Hún bjó til nýárs-púns handa okkur
fjörutíu og fjórum sinnum,“ hélt vinur
hans áfram.
„Já, alltaf síðan við fluttum til Berlínar
og þú varzt vinur okkar,“ sagði gamli her-
maðurinn.
„í fyrra um þetta leyti vorum við öll
svo glöð saman,“ sagði hinn. „Hún sat
þarna í hægindastólnum og var að prjóna
háleista handa elzta barninu hans Páls.
Hún kepptist við og sagðist mega til að
ljúka við þá fyrir klukkan tólf. Og hún
lauk við þá. Svo drukkum við púns og töl-
uðum ósköp rólega um dauðann. Og tveim
mánuðum seinna báru þeir hana út héðan.
Ég hefi skrifað þykka bók um „Ódauðleika
hugsjónarinnar". Þú hafðir aldrei neinn
áhuga fyrir henni, — ég kæri mig heldur
ekkert um hana núna, síðan konan þín dó.
Mér er alveg sama um hugsjón alls al-
heimsins núna.“
„Já, hún var góð kona,“ sagði maður
hinnar dánu konu. „Hún sá vel um mig.
Þegar ég átti að fara út til heræfinga
klukkan fimm á morgnana, þá var hún
alltaf komin á fætur á undan mér, til að
gefa mér kaffi. En hún hafði líka sína
galla, auðvitað. Þegar hún fór að tala um
heimspeki við þig — hm!“
„Þú skildir hana aldrei,“ sagði hinn lágt
og munnvik hans skulfu af niðurbældri
gremju. En hann horfði lengi á vin sinn
með mildu og sorgbitnu augnaráði, eins
og leynd sök hvíldi á sál hans.
Eftir aðra þögn, byrjaði hann:
„Franz, það er dálítið, sem mig langaði
til að segja þér; nokkuð, sem ég hefi lengi
haft áhyggjur af, — dálítið, sem ég vil
ekki að fari í gröfina með mér.“
„Jæja, láttu það fara,“ sagði húsbónd-
inn og tók upp löngu pípuna, sem stóð við
stólinn hans.
„Það var einu sinni — dálítið — á milli
mín og konunnar þinnar.“
Húsbóndinn lét pípuna falla úr hendi
sér og starði á vin sinn stórum augum.
„Vertu ekki að gera að gamni þínu,
doktor,“ sagði hann loksins.
„Það er hrein alvara, Franz,“ svaraði
hinn. „Ég hefi borið það með sjálfum mér
þessi síðustu fjörutíu ár, en nú er kominn
tími til að játa það fyrir þér.“
„Ætlarðu að halda því fram, að konan
mín sáluga hafi verið mér ótrú?“ sagði
eiginmaðurinn byrstur.