Vikan - 27.03.1941, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 13, 1941
„Skammastu þín, Franz,“ sagði vinur
hans með mildu, sorgmæddu brosi.
Gamli hermaðurinn tautaði eitthvað og
kveikti í pípu sinni.
„Nei, hún var eins hrein og guðs engl-
ar,“ hélt hinn áfram. „Þú og ég vorum þeir
seku. Hlustaðu á mig. Það eru núna f jöru-
tíu og þrjú ár síðan; þú hafðir nýlega ver-
ið skipaður höfuðsmaður hér í Berlín og
ég kenndi við háskólann. Þú varst kátur
karl í þá daga, eins og þú manst.“
„Hm“, rumdi í húsbóndanum, um leið
og hann strauk yfirskeggið með skjálfandi
hendi.
„Þá var hér fögur leikkona, með stór
svört augu og litlar, hvítar tennur, manstu
það?“
„Ætli ég muni það? Hún hét Bianca,“
svaraði hinn og skuggi af brosi fór yfir
hið veðurbarða andlit hans. „Þær gátu bit-
ið, litlu, hvítu tennurnar, skal ég segja
þér.“
„Þú fórst á bak við konuna þína og hana
grunaði það. En hún þagði og leið í leyni.
Hún var fyrsta konan, sem ég kynntist
eftir að móðir mín dó. Hún var blikandi
stjarna í augum mínum og ég horfði á
hana með lotningu, eins og menn geta
horft á stjörnurnar. Ég herti- upp hugann
og spurði hana, hvað að henni gengi. Hún
brosti og sagðist ekki vera vel búin að ná
sér, — þú manst, að þetta var rétt eftir
að Páll ykkar fæddist. Svo kom gamlárs-
kvöld — fyrir fjörutíu og þremur árum.
Ég kom heim klukkan átta, eins og vant
var. Hún sat við sauma sína og ég las
hátt fyrir hana, meðan við biðum eftir þér.
Það liðu margir klukkutímar og ekki
komst þú. Ég sá, að hún fór að verða óró-
leg og seinast fór hún að skjálfa. Ég skalf
líka. Ég vissi, hvar þú varst og var hrædd-
ur um, að þú mundir gleyma áraskiptun-
um í faðmi þessa kvenmanns. Hún hafði
lagt frá sér vinnu sína og ég var hættur
að lesa. Hræðileg þögn grúfði yfir okkur.
Þá sá ég tár í auga hennar, sem læddist
niður kinnina og féll niður á saumana í
kjöltu hennar. Ég hljóp upp og ætlaði út
að leita að þér. Mér fannst ég geta rifið
þig með valdi frá þessum kvenmanni. En
um leið stökk hún líka upp úr sæti sínu —
þessu sama sæti, sem ég sit í núna. „Hvert
ætlarðu að fara,“ sagði hún og óttinn skein
úr svip hennar. „Ég ætla að fara að sækja
Franz,“ sagði ég. En þá hljóðaði hún upp
yfir sig. „I guðs bænum, vert þú að
minnsta kosti hjá mér — yfirgef þú mig
ekki líka.“ Og hún flýtti sér til mín, lagði
báðar hendur á axlir mér og fól tárvott
andlitið upp við brjóstið á mér. Það skalf
hver taug í mér; enginn kona hafði nokk-
urn tíma staðið svona nærri mér fyrr. Þú
komst heim rétt á eftir. Þú tókst ekki eftir
geðshræringunni, sem ég var í. Þú varst
rjóður í andliti og augu þín voru þrungin
af þreytu ástarinnar. Það kom breyting
yfir mig þetta kvöld, breyting, sem ég ótt-
aðist. Þegar ég fann mjúku handleggina
hennar um hálsinn á mér og fann ilminn
af hári hennar, þá féll hin blikandi stjarna
ofan af himnum — og kona stóð frammi
fyrir mér, fögur og heillandi. Ég kallaði
sjálfan mig þorpara, svikara og til að friða
samvizkuna eitthvað, setti ég mér það tak-
mark, að skilja þig og ástmey þína að. Til
allrar hamingju átti ég dálitla peninga,
sem ég hafði ráð yfir. Hún var ánægð með
upphæðina, sem ég bauð henni og--------“
„Hver f jandinn,“ sagði gamli hermaður-
inn hissa, „svo að þú stóðst bak við þetta
raunalega kveðjubréf, sem Bianca sendi
mér, — þar sem hún sagðist verða að
hætta við mig, — þó að hjarta hennar ætl-
aði að springa af því.“
„Já, ég stóð bak við það,“ sagði vinur
hans. „En hlustaðu nú, það er meira en
þetta. Ég ætlaði að kaupa mér frið með
þessum peningum, en friðurinn flýði mig.
Hugsanirnar þyrluðust um í höfðinu á mér.
Ég sökkti mér niður í vinnu mína — það
var þá, sem ég var með frumdrættina í
bókinni minni um „Ódauðleika hugsjónar-
innar“, — en samt fann ég ekki frið.
Þannig leið árið og gamlárskvöld kom aft-
ur. Við vorum aftur saman hér, hún og
ég. Þú varst heima í það skiptið, en þú
lást og svafst inni í næsta herbergi. Þú
varst þreyttur eftir glaðværan miðdegis-
verð í hermannaskálanum. Ég sat við hhð-
ina á henni og horfði á föla andlitið henn-
ar. Þá kom endurminningin yfir mig með
óviðráðanlegu afh. Aðeins einu sinni lang-
aði mig til að finna höfuð hennar við brjóst
mér, einu sinni enn vildi ég kyssa hana
— og svo — var mér sama hver endalokin
yrðu. Við horfðumst í augu augnablik, —
mér fannst ég finna leyndarmálið í aug-
um hennar. Ég réði ekki lengur við sjálfan
mig; ég féll á kné og gróf brennandi and-
litið í kjöltu hennar.
Ég lá þarna hreyfingarlaus, á að gizka
tvær sekúndur, þá fann ég mjúku hend-
ina hennar hvíla svala á höfði mér og rödd
hennar mjúk og mild talaði til mín: „Vertu
sterkur, kæri vinur; já, vertu sterkur —
svíktu ekki manninn, sem sefur granda-
laus í.næsta herbergi.“ Ég stökk upp og
leit ráðalaus í kringum mig. Hún tók bók
af borðinu og rétti mér. Ég skildi hana,
opnaði bókina einhvers staðar og fór að
lesa hátt. Ég veit ekki, hvað ég var að
lesa, stafirnir dönsuðu fyrir augunum á
mér. En storminn í sál minni tók að lægja
og þegar klukkan sló tólf og þú komst
syf jaður inn til þess að óska gleðilegs ný-
árs, þá var eins og þetta syndar-augnablik
lægi langt, langt að baki mér, á löngu liðn-
um tímum.
Síðan þennan dag hefi ég verið rólegri.
Ég vissi, að hún endurgalt ekki ást mína
og að ég átti ekki annars en vorkunsemi
að vænta af henni. Árin liðu, börnin ykkar
urðu fullorðin og giftust, við þrjú urðum
gömul saman. Þú hættir öllu slarki,
gleymdir öðrum konum og lifðir aðeins
fyrir eina, eins og ég gerði. Það gat ekki
átt sér stað, að ég hætti nokkurn tíma að
elska hana, en ást mín tók á sig aðra
mynd, jarðneskar ástríður hurfu og and-
legt samband tókst milli okkar. Þú hefir
oft hlegið að heimspekilegum hugleiðing-
um okkar. En ef þú hefðir vitað, hve ná-
lægar sálir okkar voru hvor annarri á slík-
um augnablikum, þá hefðirðu orðið af-
brýðisamur. Og nú er hún dáin og fyrir
næsta nýár getum við verið farnir á eftir
henni. Þess vegna má það ekki seinna vera,
að ég létti af mér þessu leyndarmáli og
segi við þig: Franz, ég syndgaði einu sinni
gagnvart þér, fyrirgefðu mér.“
Hann rétti biðjandi út hendina í áttina
til vinar síns, en hinn svaraði, nöldrandi:
„Vitleysa, það er ekkert að fyrirgefa.
Þetta, sem þú sagðir mér, vissi ég fyrir
löngu. Hún játaði það sjálf fyrir fjörutíu
árum. Og nú skal ég segja þér, hvers vegna
ég elti annað kvenfólk, þangað til ég var
orðinn gamall maður. Það var af því, að
hún sagði mér þá, að þú værir sá eini mað-
ur, sem hún hefði nokkurn tíma elskað.“
Vinur hans horfði orðlaus á hann og í
því byrjaði hása klukkan að slá tólf.
Þessi mynd er af þýzku 4000 tonna kaupskipi, „Phrygia". Það gerði, ásamt þremur öðrum þýzk-
um verzlunarskipum, tilraun til að brjótast í gegnum hafnbann Breta. Skipið varð fyrir árás
og urðu skipverjar að yfirgefa það í Mexico-flóanum. Hin skipin komust undan til Tampico-
borgar í Mexico. (Sjá kortið efst til vinstri).