Vikan


Vikan - 27.03.1941, Blaðsíða 10

Vikan - 27.03.1941, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 13, 1941 Heimilið Fjallagrasa-réttir. Fjallagrasavellingur. 30 gr. fjallagrös. 25 gr. haframjöl eða grjón. iy2 líter mjólk. Sykur, salt. Þegar mjólkin og vatnið sýður, er haframjölið sett út í ásamt grösun- um, sem eru vel þvegin. Soðið í 5 mínútur, salt og sykur látið í eftir smekk. Ágætt er að sjóða þennan velling í moðsuðu, eru þá grösin látin í, þegar sýður, potturinn látinn í moð- suðuna í 1—2 klst., suðan látin koma upp á eftir. Séu notuð hrísgrjón, eru þau soðin í y2 klst. fyrst. Fjallagrös í rabarbarasúpu. 1 kg. rabarbari. li/2 líter vatn. 20 gr. fjallagrös. 50 gr. sykur. Fjallagrösin eru þvegin vel úr köldu og heitu vatni, lögð í heitt vatn í % klst. Rabarbarinn er hreins- aður og skorinn smátt; þegar vatnið sýður, er hann settur út í ásamt fjallagrösunum og sykrinum. Súpan er soðin í 5 min. Þá eiga f jallagrösin að vera þrútnuð út og rabarbarabit- amir sem heillegastir. Súpan verður miklu ljúffengari og hollari sé hún jöfnuð með 1—2 eggjum. Fjallagrasagrautur. 60 gr. fjallagrös. 1 líter vatn. 1 líter mjólk. Salt. Grösin eru hreinsuð, þvegin vel úr köldu og heitu vatni og síðan söxuð. Þegar mjólkin og vatnið sýður, eru grösin látin út í og soðin við hægan eld í 2 klst., söltuð. Þennan graut ,er nauðsynlegt að sjóða svona lengi, því að hann þykknar eingöngu af grös- unum. Grauturinn er borðaður heitur eða kaldur með mjólk út á. Einnig er hann ágætur saman við skyr i stað- inn fyrir hafragraut, en Ijúffengara er að skyrið sé súrt. Þessi grautur er sérstaklega heppilegur handa sjúklingum. Kápa úr ullarefni. Þessi kápa er úr grænu ullarefni, með skinnkraga og skinnuppslögum. Brjóstið og bakið og efri hluti erm- anna er quiltað og skreytt með ör- litlum hnöppum. Húfan er úr sama græna efninu með skúf af samskonar skinni. (Helga Sigurðardóttir: Grænmeti og ber allt árið. TJtg.: Isafoldar- prentsmiðja h.f.). Meðferð ungbarna. Líkamsræsting. Mikill fengur væri það fyrir heilsu ungbamsins, ef móðirin mætti miðla svo tíma sínum að hún gæti þvegið því um kroppinn á hverjum degi upp úr volgu vatni (30° C.) ef ekki er líða neinu barni að þvo sér upp úr því. skólpi, sem annað barn hefir áður þvegið sér úr. Æskilegast væri náttúrlega að þau gætu þvegið sér úr rennandi vatni (undir krana, úr læk) og sápu eiga þau að hafa (má vera góð grænsápa) og læra sem allra fyrst að nota naglabursta. Það er segin saga, að það gengur Telpa, 2V2 árs gömul, gerir sundæfingar á þurru. Á myndinni sést hvemig bamið er bundið á bekkinn. Fyrst er bekkjarröndin látin nema við hand- krikana, síðan er kroppurinn smám saman færður lengra fram á við, þar til bekkjarröndin nemur við beltisstað. Bömum, sem vanin em á að liggja á grúfu, verða þessar hreyfingar auðveldar og til ánægju og heilsubótar. Andardráttarhreyfingar em sundtökimum samfara og bolsveigjur. neitt sérlegt að því, er þessu væri til fyrirstöðu. Á hvítvoðungum em þess- ir daglegu þvottar sjálfsagðir. Slíkir daglegir þvottar eru barninu fyrir beztu. Það venst snemma hreinlætinu og herðist beint við hömndsþvottinn. Þá er þó ótalinn sá kosturinn, sem ekki er minna verður: strax og bam- ið fer eitthvað að geta langar það til að gera þetta sjálft og stórhlakkar til í hvert skipti; er þá hvorttveggja, að barnið finnur hver hressing er að þvottinum, og svo spillir hitt nú ekki til, að mega gera það sjálfur. En þess verður þó að gæta, að þurrka baminu vandlega eftir þvottinn, og það getur bamið ekki sjálft, að minnsta kosti ekki framan af; það er sem sé alls ekki nóg að þurrka kroppinn svo að hann sé aðeins ekki beint blautur, heldur á að þurrka vandlega, í hvem krók og kima, og nudda hömndið með þurrkunni þang- að til roði færist í það og hiti. Þá ætti það að taka dálitla skorpu í einhýerjum leikjum eða aúðlærðum likamsæfingum, og þykir flestum bömum að þessu hin bezta skemmt- un. Sé barninu ekki þurrkað nógu vandlega og kroppurinn kannske hálf þvalur þegar það er fært í fötin eftir þvottinn, þá fer allt á verra veg: það setur að barninu, það verður inn- kulsa og veikist meira eða minna, og svo er þvottinum kennt um allt sam- an og hann lagður á hilluna upp frá því, kannske æfilangt, og þá er sann- arlega ver farið en heima setið. Þetta má þvi aldrei koma fyrir. Handaþvottur. Hvert einasta barn á að læra sem allra fyrst að þvo sér um hendumar áður en það fer að borða. Það er nærri ótrúlegt hver býsn af óhreinindum geta safnast á hendur bama, sem náttúrlega fingra margt og fara með sitt af hverju í leikjum sínum og öllu því marga, sem þau hafa fyrir stafni. En aldrei skyldi „Arma krepp“. 3 ára telpa. Búin að þvo sér um kroppinn og klæða sig. Gerir nú fimleikaæfingar á eftir og þykir gaman. ekki hljóðalaust eða fyrirhafnarlaust að koma á þessum hreinlætisvenjum. Ber einkum tvent til: móðirin kemst ekki til að sinna þessu sem skyldi, og hefir máske heldur ekki verulega trú á að það sé svo nauðsynlegt. Svo er hitt: börnin eru sjálf ekki mikið fyrir þetta nostur, síst í fyrstu, þykj- ast ekki komast til þess fyrir öllum önnum, og reyna því að koma sér hjá því á allar lundir. En — þolinmæðin þrautir vinnur allar, — og einnig þessa: um að gera, að mæðumar gef- ist ekki upp fyrstu vikurnar; eftir þann tíma gengur allt þetta eins og í sögu: börnin fara smátt og smátt að skilja hver nauðsyn þetta er, ekki síst er þau sjá það fyrir sér haft. ,,Sá kennir öðmm að aka, sem ekur fyrir.“ (Davíð Scheving Thorsteinsson: Barnið).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.