Vikan


Vikan - 17.04.1941, Blaðsíða 1

Vikan - 17.04.1941, Blaðsíða 1
Nr. 16, 17. apríl 1941. Um háskólabæinn í úthverfi Madridborg-ar var lengi barizt, enda var hann gereyðilagður eftir styrjöldina. MADRID eftir borgarastyrjöldina. Um síðustu mánaðarmót voru tvö ár liðin síðan að hildarleikurinn mikli hœtti á Spáni. Vér birtum hér nokkrar myndir, er sýna eyðileggingu borgarastyrjaldarinnar. að var 28. marz 1939, sem fáni Franco- stjómarinnar var dreginn að hún á skýjakljúf símafélagsins í Madrid. Eftir tveggja ára og fjögra mánaða umsátur urðu hinir aðþrengdu íbúar í höfuðborg Spánar að gefa upp hetjuvöm sína. Þeir höfðu varið borgina frá því í nóvember 1936, en f jómm mánuðum áður hafði upp- reisnin gegn stjóminni hafist. Franco hafði með leifturhraða náð miklum hluta landsins á sitt vald og svo var sókninni beint að höfuðborginni. Liðsforingjar hans símuðu til helztu veitingahúsanna og pöntuðu hádegisverð daginn eftir — en þeir urðu í það sinn af matnum í Madrid. Á síðustu stundu tókst að skipuleggja vömina og það svo vel, að árásunum var hmndið. Það vom í rauninni ekki hermenn Francos, sem unnu Madrid — hungrið, neyðin og hinar óskaplegu hörmungar bugaði að lokum íbúa borgarinnar. Fimm þúsund manns höfðu beðið þar bana, tíu þúsund særðust alvarlega og ótalinn f jöldi manna varð veikur af fæðuskorti og illri aðbúð og tæring færðist mjög í aukana. (Sjá myndir á bls. 5).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.