Vikan


Vikan - 17.04.1941, Blaðsíða 12

Vikan - 17.04.1941, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 16, 1941 andi ró, ,,að þið hafið gert einhverja bölvaða vit- leysu? Er það það, sem þú þorir ekki að segja mér ?“ „Þannig er mál með vexti, að þegar við byrj- uðum, héldum við, að það væri allt . ... “ „Náðuð þið stelpunni eða náðuð þið henni ekki?“ öskraði Vincent. Evans sortnaði fyrir augum. Hann þorði ekki að draga hann á því lengur. „Þegar við fórum af stað til að sækja yður, Vincent, vorum við ekki ennþá búnir að ná stelp- unni. Við vorum svo að segja búnir að ná henni einu sinni, en þá kom dálítið fyrir, sem við höfð- um ekki tekið með í reikninginn.“ Æðarnar voru farnar að þrútna á gagnaugum Vincents, hann dró andann þungt og allur roði var horfinn úr andliti hans. „Svo að tólf ykkar, með allar nauðsynlegar upplýsingar, eins mikla peninga og þið þurftuð og öll ráðin lögð upp í hendurnar á ykkur, gátuð ekki náð einni stelpukind, fyrr en ég kæmi sjálfur hingað! Er það þetta, sem þú ert að segja mér?“ „Ég held, að þér skiljið þetta ekki almennilega, Vincent. Mér virðist . .. .“ „Ég gef fjandann i, hvað þér virðist. Ef ég hefi ekki skilið þetta rétt, þá skýrðu það almennilega fyrir mér, og vertu fljótur að því.“ „Það var ekki stelpan, sem olli okkur óþæginda. Einhver réði handa henni einskonar verndara. Það vissum við ekkert um, þegar hún steig á land.“ „Jæja.“ Vincent var óhugnanlega rólegur.. „Hvers konar verndara, Evans?“ „Náunga, sem heitir Mick Cardby. Hann er leynilögreglumaður.' ‘ „Ha?“ Lefty tók svo snöggt við bragð, að það leit helzt út fyrir, að hann ætlaði upp um bíl- þakið. Varir hans bærðust hvað eftir annað; án þess að hann gæti komið upp nokkra orði. Svo sagði hann með sinni lágu ógnþrungnu rödd: „Ætlarðu að telja mér trú um, að einn maður — aðeins einn maður — sé verndari hennar, og að þessi eini maður hafi leikið sér að ykkur tólf eins og köttur að músum ? Guð sé oss næstur, er það ég, sem er ruglaður eða ert það þú?“ VIPPA-SÖOUR Vippi i sundhöllinni. _____BAKNASAGA. --- Mjólkurpóstur úr nágrenni Reykja- vikur hafði numið staðar með hestvagninn sinn fyrir utan búð inni á Laugavegi. Þegar hann var búinn að ná i vörurnar, sem hann hafði átt að sækjá, lét hann þær í vagninn hjá mjólkurbrúsunum og settist síðan sjálfur á fjölina, er var þvert yfir vagninn að framanverðu, og hottaði á hestinn. Við hornið á Laugavegi og Baróns- stíg varð pilturinn að stöðva vagninn skyndilega, því að bíll kom með mikl- um hraða beint á móti þeim. Þessi óvænti hnykkur setti mjólkurbrúsana á hreyfingu, svo að þeir skullu hver á annan og hinir minnstu duttu á hliðina og varð af þessu mikill hávaði svolitla stund. Það var bót í máli, að hesturinn var ekkert fælinn. En þegar mjólkurpósturinn ætlaði að halda áfram upp Barónsstíginn, heyrði hann undarlegan hávaða aft- ur í vagninum. Það var einhver að tala við hann. „Má ég ekki heldur sitja við hlið- in á þér? Ég er svo hræddur við, að brúsarnir velti ofan á mig. Ég var nærri orðinn undir einum þeirra.“ Pilturinn sneri sér við forviða, því að hann hafði alls ekki vitað til, að nokkur annar væri í vagninum. Nú sá hann lítinn drengpatta standa við einn litla brúsann og halda sér í höld- una á lokinu. „Hver ert þú og hvað ertu að gera uppi í vagninum?“ „Ég heiti Vippi og mig langaði svo til að sitja í vagni, sem hestur dregur.“ „En hvert ertu að fara? spurði pilturinn. „Ekkert sérstakt,“ svaraði Vippi. Pilturinn hugsaði sig um og sagði síðan: „Ég skal lofa þér að sitja í upp að sundhöll, en alls ekki Iengra.“ Vippi settist við hliðina á mjólkur- póstinum. „Má ég stýra hestinum?" spurði Vippi. „Það þarf ekkert að stýra hon- um, en þú mátt svo sem halda í taumana, ef þig langar mikið til þess.“ „Þá erum við komnir að sundhöll- inni,“ sagði pilturinn og stöðvaði vagninn. „Er þetta hús sundhöllin ?“ spurði Vippi forviða. „Af hverju heitir það sundhöll?" „Af því að inni í húsinu er gríðar- stór sundlaug. Kantu ekki aðsynda?" „Jú, jú!“ sagði Vippi. „En hvernig var hægt að koma þessari voðastóru sundlaug inn í húsið?" „Bæði heitt og kalt vatn rennur inn i laugina eftir pípum. Þá held ég, að þér finnist það skritið, að vatnið kemur heitt upp úr jörðinni hérna fyrir innan bæinn og þaðan liggja pípurnar alla leið hingað í sundhöll- ina.“ „Potturinn hlýtur að vera afarstór, sem vatnið er hitað í niðri í jörð- inni.“ „Það er ekki hitað í potti, það hitnar svona sjálft. En nú má ég ekki vera að þessu lengur.“ „Vertu blessaður!“ sagði Vippi, þegar mjólkurpósturinn ók af stað. Og nú stóð vinur okkar fyrir framan dyrnar á sundhöllinni og hugsaði um það, að gaman væri að fá sér bað. Stór og ógurlega feitur maður kom og fór inn og Vippi elti hann. Það væri bezt að fylgjast með þessum manni, því að annars fyndi hann kannske ekki laugina. Feiti maður- inn nam staðar fyrir framan stúlku, sem var inni í litlu herbergi. Hann fekk stúlkunni peninga og hún lét hann hafa miða í staðinn. Maðurinn var í feiknarmiklum frakka og Vippi notaði tækifærið á meðan hann var að tala við stúlkuna og klifraði ósköp varlega upp ?ftir frakkanum og komst ofan í vasann. Maðurinn gekk til annarar stúlku og stóð þar svolitla stund. Vippa leiddist að bíða og gægðist upp úr vasanum. Þá sá hann stúlkuna rétta manninum pínulitlar buxur og handklæði og sápustykki. Hvað skyldi hann ætla að gera við sápuna, hugsaði Vippi. Kannske hann ætli að þvo vasaklútinn sinn í laug- inni. Maðurinn tekur auðvitað í nefið — það gera svo margir Islendingar — og þá verða klútamir fljótt hræði- lega skítugir. En hvað ætlaði hann að gera við þessar litlu buxur? Það var ómögulegt, að hann kæmist í þær, svona stór og feitur maður! En nú þorði Vippi ekki að verá lengur á gægjum, því að maðurinn hélt af stað inn eftir gangi, með buxurnar og handklæðið og sápuna í höndunum. Hann fór inn í klefa, af- klæddi sig í skyndi og hengdi fötin sín upp. Svo fór hann út úr klefan- um um aðrar dyr og skyldi þær eftir opnar. Það var gott, hugsaði Vippi. En þegar hann ætlaði að fara að klifra upp úr vasanum og niður á gólfið, þá var gengið að klefahurðinni og henni lokað að utanverðu. Þetta eru ljótu vandræðin, sagði Vippi við sjálfan sig, en renndi sér samt fim- lega niður eftir frakkanum og ofan á gólfið. En bíðum við! Það var svo langt bil á milli klefahurðarinnar og gólfsins, að hann gat skriðið þar út. Vippi færði sig úr öllu nema stutt- um léreftsbuxum, sem hann var í innst klæða, vafði fötunum saman og faldi þau í einu horninu. Svo skreið hann út og gekk inn gang til þess að leita að lauginni. Þetta var skrítið! Þarna voru nokkrir menn inni i opnum klefum og létu vatn renna ofan á sig og voru að þvo sér! Jæja, var ekki nóg fyrir þá að gera það í lauginni! Mikið lif- andi skelfing hlutu aumingja menn- irnir að hafa verið óhreinir! „Hvar er laugin?" spurði Vippi. „Þarna!“ svaraði einn mannanna og benti. Vippi ætlaði að fara eftir tilvísun hans. „Heyrðu vinur, þú verður að fara undir steypubaðið,“ var sagt fyrir aftan hann. „Ég er ekkert skítugur!“ svaraði Vippi og sneri sér hálf-móðgaður við. „Það fær enginn að fara í laugina nema gera það,“ sagði maðurinn mjög ákveðinn á svipinn, svo að Vippi þorði ekki annað en gegna. Hann gekk rakleitt undir eina bun- una, en hrökklaðist fljótt frá henni aftur og hrópaði: ,,Æ, þetta er svo heitt, að það brennir mig!“ Þá kom maðurinn og blandaði saman mátu- lega miklu af heitu og köldu vatni, með því að skrúfa krana til skiptis. Og svo mátti Vippi fara þangað, sem laugin var. Þetta var engin smáræðislaug! Hér var gaman að vera! Vippi stökk út i vatnið, synti og skvampaði og kafaði og kunni sér ekki læti fyrir fögnuði. Skyldu engir fiskar vera í þessu vatni? Vippi marg kafaði og leitaði, en fann engan. En þarna var fótur á manni. Vippi gat ekki stillt sig um að kippa i litlu tána á honum. Því líkur gusugangur! Það var eins og stórhveli væri komið í laugina! Vippi varð dauðhræddur og synti í kafi nokkra stund og kom upp á yfirborð- ið all-fjarri manninum. Þetta hafði þá verið stóri og feiti maðurinn! Hann var alveg hamslaus og hrópáði: „Það beit mig eitthvað í tána! Það er eitthvert kvikindi niðri í lauginni!" Sumir fóru að hlæja að vesalings manninum og nokkr- ar stúlkur urðu skelkaðar og flýttu sér skrækjandi upp úr layginni. Þetta hafði verið meinlaust grin hjá Vippa, en nú kárnaði gamanið! Ein stúlkan benti á hann og kallaði: „Þarna er það! Pínulítill strákur!“ Nú komst heldur en ekki hreyfing á feita manninn. „Ég skal svei mér lumbra á strákpottorminum," hrópaði maður- inn og synti í áttina til Vippa. „Sá skal fá kaffæringuna!“ Og nú hófst mikill eltingaleikur. Vippi stakk sér í kaf og maðurinn á eftir. Vippi fór upp úr lauginni og maðurinn líka og þeir hlupu fram með henni. Vippi sá stiga og flýtti sér að klifra upp eftir honum og stóð svo uppi á stökkbrettinu. Maðurinn fór á eftir honum, því að hann hélt, að Vippi þyrði ekki að kasta sér af brettinu niður i laugina. En þegar maðurinn var nærri kominn upp á brettið, steypti Vippi sér í laugina, því að hann var miklu hræddari við manninn, heldur en að stökkva. Feiti maðurinn gekk fram á brún brettisins og stóð þar með ístruna út í loftið — en þorði ekki að steypa sér! Og þá hló Vippi og allir í sund- lauginni. Meðan maðurinn var að komast niður af brettinu aftur, flýtti Vippi sér upp úr lauginni og náði í fötin sín og fór út — og þóttist góður að sleppa.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.