Vikan


Vikan - 17.04.1941, Blaðsíða 15

Vikan - 17.04.1941, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 16, 1941 15 Hver sökkti skipinu? Framhald af bls. 7. ár hefir þjóðin staðið undir sköttum, sem greiða varð, til þess að hægt væri að standa skil á láninu. Fjárhagsástæður almennings hafa ekki verið góðar í landinu og óánægjan með stjórn „Ihalds- flokksins" hefir stöðugt farið vaxandi. Missir gullsins og meðvitundin um það að þurfa að borga þetta allt aftur mundi hafa fyllt synda- mæli núverandi stjórnar. Það hefðu skapast óhemju pólitískar æsingar, ef til vill stjómar- bylting og braut Corretos hefði legið beint inn í forsetahöllina. Skilurðu nú, hvernig í þessu ligg- ur ?“ ,,Já, nú fer ég að skilja,“ sagði ég. ,,Það voru ■ekki peningarnir, sem Corretos sóttist eftir. Hann vildi aðeins vekja andúð gegn Sazardi forseta með því að láta gullið fara forgörðum.“ „Það er mergurinn málsins, þó að Corretos befði samt sem áður ekki haft neitt á móti því að fá peningana líka. Gullið úr Alderbaron, sem haijn setti blý í staðinn fyrir, er um borð í Liber- ated.“ Mildred leit upp og brosti til mín. „Ég held, Ray, að þú getir aldrei orðið stjórnmálamaður.“ Ég lagði handlegginn utan um hana og brosti til hennar. „Langar þig til að vera kona stjórn- málamanns ?“ „Ég ... ég held ég vildi frekar ...“ ,,... vera sjóliðsforingja kona?“ greip ég fram í fyrir henni. „Já.“ „Þá ættum við að geta orðið sammála!“ ENDIR. Svör við spurningum á bls. 3: 1. 3. septembeT 1939. 2. Tvær: Sidney og Melbourne. 3. Frá Malakkaskaganum og Java og Sumatra. 4. Perikles. 5. Stefán Stefánsson. 6. 22. marz 1939. 7. Þórður gellir um 965. 8. 13. marz 1940. 9. Holland. 10. Rússland. Plönturnar létta andardráttinn. Það er gömul reynsla manna, að plönt- urnar létta andardráttinn og þess vegna er hollt að vera í skógi. Þetta stafar af því, að plönturnar anda frá sér súrefni, er maðurinn þarfnast og taka á móti kol- sýru, sem við öndum frá okkur. Hér er því um gagnleg víxláhrif að ræða. En svona er þessu aðeins háttað á daginn. Á nóttinni anda plönturnar að sér súrefni og frá sér kolsýru. Þess vegna er óhollt að hafa plöntur í svefnherbergi eða sofa í skógi. Bíldekkin endurnýjuð. Skorningar eru á slitfleti bílhjólanna, til þess að auka viðnám dekksins og vegar- ins. Þegar gúmmíið slitnar, minnkar við- námið og í hálku getur það haft alvarlegar afleiðingar. Til þess að nýja upp skorn- ingana, er notað sérstakt áhald. Það er meitill, sem gengur fyrir litlum rafmagns- mótor og farið er með í skorningana og þeir dýpkaðir á þennan hátt, svo áð brún- imar verða skarpar eins og á nýju dekki, en það verður að gerast áður en það er orðið gershtið. 14. krossgáta Vikunnar. Lárétt skýring: 1. heimilisblað. — 5. pilt. — 9. hlassið. — 10. röð. — 12. deild. - 14. hlaupa.----16. sterkir. -— 18. fljót. — 20. ýmsar. — 22. hreifar. — 23. hús- dýr. — 24. kaðall. — 26. svipur. — 27. bók. — 28. byg-ging. — 30. hrygn- ingarstaður. — 31. önd. — 32. flík. — 34. öðlast. — 35. frið. — 37. kyrr- ir. — 40. kast. — 43. löngun. — 45. lærdómsrik. — 46. stúlku. — 48. raddar. — 50. forsetning. — 51. silf- ur. — 52. látin. — 53. rangt. — 55. gangur. — 57. tengsl. — 58. huppur. - - 60. strengir. — 61. fiskur. — 62. mikill. — 63. lögurinn. -— 64. skapa- norn. Lóðrétt skýring: 2. hvessir. — 3. nytjaland. — 4. óþrif. — 5. and- ast. — 6. pár. — 7. nuddaður. — 8. áhlaup. — 11. sveit. — 12. mulningur. — 13. sendill. — 15. guð. — 17. óðir. — 18. viljuga. — 19. orkubeiting. — 21. farir. — 23. svalara. — 25. illa löguð. — 28. hræra. — 29. herma. — 31. gramur. — 33. þras. — 36. stúlka. — 38. forskeyti. — 39. hali. — 40. skipsbrot. — 41. samtenging. — 42. hæð. -— 43. vöxtur. — 44. ílátið. — 46. mjúk. — 47. hvesst- ur. — 49. málms. — 52. laut. — 54. fallast á. — 56. fer á sjó. — 57. seinlæti. — 59. verk. — 60. borðuðu. Lausn á 83. krossgátu Vikunnar Lárétt: 1. skart. — 5. skapa. — 9. feit. — 10. gam. — 12. eril. — 14. loga. — 16. skráð. — 18. gát. 20. fangi. — 22. álfs. 23. sæ. — 24. óm. — 26. rann. — 27. róa. — 28. Akranés. — 30. rún. — 31. fláa. — 32. snúa. — 34. dá. — 35. fá. — 37. kamb. — 40. sina. -— 43. hóf. — 45. far- menn. — 46. brá. — 48. önug. — 50. ró. ■— 51. kg. — 52. glys. — 53. lagna. — 55. kát. — 57. kraft. — 58. lóðs. — 60. fróð. — 61. trúð. — 62. prúð. — 63. hitað. — 64. ósana. — Lóðrétt: 2. afrás. — 3. reið. —• 4. til. — 5. sal. — 6. krof. — 7. angar. — 8. ilsár. — 11. seinn. — 12. erfa. — 13. þá. — 15. anar. — 17. klók. — 18. gæra. -— 19. tóns. — 21. gnúp. — 23. skálmar. — 25. menning. — 28. al. — 29. sú. — 31. fák. — 33. afa. — 36. dóna. — 38. af. — 39. brók. — 40. sekt. — 41. NN. — 42. kryf. — 43. hölda. — 44. fugl. — 46. blað. — 47. ástin. — 49. gnótt. — 52. gróða. — 54. aðra. — 56. ás. 57. krús. — 59. súð. — 60. fró. ^«11111111111111111 iiiinmi iii ii u i m n iiii ■iiimii 1111111111 ii ■■ lll■l■lll■l■lll■l|ll|l•l■ll■l■•■llll|||||||■ll■ltll ii m l■|||||||■l•■|| iii ■■ iiiiiniiiiiiiiiimi i itiiiiiiin ll||l■tll■llll■llt■lllll■l|||•l Og enn kemur vor — | Og enn kemur vor, í loftinu er kvakandi kliður og krjúpandi lotning í sérhverjum örþreyttum barmi. Öll náttúran hrífst eins og barn sem að grætur af gleði og gleymir í bráð sínum umliðna skammdegis harmi. Það kemur úr suðri eins og gestur með glampa í augum | með grænu bleki í hlíðina og hvamminn að skrifa. Hann réttir út hönd með geislafingrum, sem grípa svo glaðlegu taki á öllu, sem er þreytt á að lifa. — Hve fagurt er nú að sjá inn í sólarlagið, er svefnhöfgi dagsins um himininn dottandi líður. Menn finna það gleggst, þegar veturinn gengur til værðar, hvað veitist þeim margt, sem að einmana þráir og bíður. Það auga, sem mændi sig þreytt inn í skammdegis skuggann,; var skyggnt á þann dóm, sem var fólginn í vetrarins spori. | Við sjáaldur innst það geymdi sér svolítinn geisla, sem gefinn því var af sólbjörtu, umliðnu vori. Og enn kemur Vor, og laufin á björkunum Ufna | og lítil blóm, sem að fölna og deyja í haust, En frjó þeirra drýpur sem tár í moldina mjúka og minnir á það, að lífið er endalaust. — VALDIiHAR HÓLM HALLSTAÐ. *WiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiMtiiitiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiitiiiiiii(iiimiiHMliiimiiiiiiminiiii«ii«iiiiimiii«iiiii«iiiiMitiMiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiu(UiviuiuunutMV^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.