Vikan


Vikan - 17.04.1941, Blaðsíða 7

Vikan - 17.04.1941, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 16, 1941 7 Það er eins og hesturinn hrópi til himins um þá viöurstyggö eyðileggingaKinnar, sem eitt glæsilegasta menntasetur í Evrópu, háskólahverfið í Madrid, varð fyrir í borgarastyrjöldinni. Hesturinn er minnismerki yfir spánska málarann Velasquez. S Hver sökkti skipinu? 11 Framhaldssaga eftir WHITMAN CHAMBERS. Niðurlag. Dicl* Hoffman hafði sjálfur séð Libertad létta akkerum og halda út úr höfninni. Hann vissi ekki, að lystisnekkjan tilheyrði Corretos og hafði því gefið henni lítinn gaum. Samt tók hann eftir því, að ljósin höfðu verið slÖkkt strax og skipið var komið út fyrir höfnina. „Hvað er langt síðan þú sást snekkjuna?“ spurði ég Dick. „Rúmur hálftími," svaraði hann. Ég var daufur í dálkinn, er ég leit af einum manninum á annan í káetu skipherrans. Rúmur hálftími! Þá voru þeir tíu mílum á undan okkur. Mér fannst ég vera lítils megnugur, og ég sá það sama speglast í andlitum hinna. Baird ofursti var niðurdreginn. Hann var sann- færður um, að dóttir sín væri á lystisnekkjunni, annað hvort af frjálsum vilja eða að hún hafði verið neydd til þess. Forsetinn var orðinn rjóður í andliti. Þessi litli, sterklegi maður var í mjög þungu skapi. Hoff- man tvísté á gólfinu og vildi eitthvað aðhafast, en var ekki ráðinn í, hvað gera skyldi. Fyrir aftan hann voru aðrir yfirforingjar tundurspillisins. Þeir voru þögulir, en ákafann mátti lesa út úr augna- ráði þeirra, því að þeim voru kærkomin einhver átök, sem yrðu til þess að lífga hið tilbreytinga- litla starf þeirra. Það var einn hinna yngri liðsforingja, sem gerði tilraun til að leysa hnútinn. „Heyrið þér, skipherra,“ sagði hann allt í einu ákafur. „Hve lengi haldið þér, að kjölfar skips sjáist á rennisléttum sjó eins og núna er?“ Þessi spurning kom okkur Hoffman á hreyf- ingu. „Þetta var ekki svo vitlaust," hrópaði Dick. „Það ætti að sjást nokkuð lengi og ef við getum rakið slóð lystisnekkjunnar . .. .“ Hann hljóp út úr káetunni og upp í brúna. Og nú hélt tundurspillirinn Whipple á fullri ferð út úr höfninni og beindi sterkum leitarljós- um á sjóinn framundan. Tilgátan var rétt, það var hægt að fylgja kjölfarinu. Fyrstu tuttugu mínúturnar var haldið beint í austur. Þá varð að leggja hart á stjómborða. Hoffman hló. „Þeir hafa ætlað að leika á okk- ur! Þeir hafa siglt sitt á hvað, til þess að reyna að rugla okkur í ríminu. En þeim tekst það ekki.“ Tíu mínútum síðar náðu leitarljósin hinu flýj- andi skipi. Corretos mun hafa séð, að leikurinn var tapaður, því að ljós voru kveikt á lystisnekkj- unni, og hún hægði á ferðinni. Tundurspillirinn renndi upp að Libertad og nokkrir okkar stukku um borð í lystisnekkjuna. Ég sá Corretos í brúnni. Hann var mjög rólegur. Tvírætt bros lék um varir hans, er ég gekk í áttina til hans. Hann talaði til mín án nokkurar geðshræringar og það var ekki laust við uppgerðaraðdáun í rómnum: „Leslie liðsforingi enn einu sinni! Þér hafið staðið yður vel, herra minn! Ég óska yður til hamingju! Adios!“ • Með köldu blóði, rétt eins og hann væri í sund- laug, stökk Corretos út að borðstokknum og henti sér í sjóinn. Við horfðum á eftir honum. Hann fór neðar og neðar og kom aldrei upp aftur .... Hermenn forsetans fundu níu dauðskelkaða menn niðri í káetu — og Mildred Baird. Sumir samsærismannanna voru háttsettir i þjónustu landsins. Aðrir, eins og til dæmis Pedro Gonzales, fyrrverandi dyravörður í „Ameríska klúbbnum“, voru aftur á móti ekki í opinberum stöðum. Klukkustundu síðar vorum við Mildred tvö ein saman, er tundurspillirinn var aftur á hraðri ferð til Caimora. „Vissir þú,“ spurði ég, „þegar þú fórst um borð í lystisnekkjuna, að Corretos væri að flýja?“ „Hvernig geturðu ímyndað þér það?“ svaraði Mildred. „Ég er ekki að ímynda mér neitt — ég spyr bara.“ „Þú ert meiri kjáninn, Ray Leslie,“ sagði Mild- red og kenndi óþolinmæði í röddinni. En svo flýtti hún sér að bæta við: „Corretos laug að mér. Hann sagði, að fleiri mundu verða þar — fleiri konur.“ „En þér hlýtur að hafa dottið í hug, að eitt- hvað væri gruggugt við þetta allt?“ „Auðvitað! Það datt mér strax i hug á dans- leiknum góða, kvöldið, sem við urðum ósátt á heimleiðinni." „Og hefirðu þess vegna verið með Corretos?" „Já, af engu öðru. Gat þér virkilega dottið í hug, að ég væri ástfangin í manninum?" „Já . .. nei ... ég ...“ Nú talaði hún við mig eins og kennari, sem er að reyna að koma ónæmu og eftirtektarlitlu barni í skilning um einhvem hlut. „Það var eitthvað dularfullt við manninn. Mér fannst eins og einhver undirferli og svik liggja í loftinu í kringum hann. Þess vegna fór ég að gefa honum nánari gætur, njósnaði bókstaflega um hann. Hvers vegna? Af því að það var spenn- andi, ef um samsæri eða eitthvað slíkt gæti verið að ræða. Á Alderbaron fékk ég fljótt sterkan grun, að allt væri ekki með felldu. Hann spurði mig, hvort ég vissi, hvernig maður ætti að setja á sig björg- unarbelti. Hann sýndi mér það meira að segja. En þá virtust taugar hans ekki vera í lagi, því að hann var æstur og virtist vera kvíðafullur. Þá vissi ég ekki, að gullið væri í skipinu. Ég vissi ekki annað en það, að eitthvert samsæri var á döfinni.“ „Sagði hann þér síðar, hvers vegna hann var með skipinu ?“ spurði ég. „Nei. En ég býst við, að hann hafi tekið sér far með skipinu á síðustu stund, er hann sá, að ég ætlaði með því. Hann hefir ætlað að hafa gætur á mér, þegar skipið sykki.“ „Það var göfugmannlegt af honum,“ sagði ég háðslega. „En hver opnaði botnhlerana?" „Ég komst að því í kvöld, að vinur þinn, Pedro Gonzales, hafði verið á laun með skipinu. Það var hann, sem gerði það.“ „Én mér er ómögulegt að skilja það ennþá, hvers vegna maður eins og Corretos, auðugur og vel settur í þjóðfélaginu, lætur sér detta í hug að taka þátt i slíku atferli." „Þetta ættir þú samt, sem upþrennandi stjóm- málamaður, að skilja,“ sagði hún brosandi. „Við skulum alveg sleppa því, að ég sé upp- rennandi stjórnmálamaður. Ég skil alls ekki, hvað liggur bak við þetta og faðir þinn skilur það ekki heldur." ,,Ray, faðir minn hefir sofið í fimmtán ár. En þú ...“ „Sleppum því! Hvað liggur bak við?“ spurði ég. „Corretos hafði hugsað sér að fara úr sínum flokki og yfir í „Frjálslynda flokkinn“ og láta kjósa sig forseta lýðveldisins í næstu kosningum. Á sama tíma og hann starfaði með ríkisstjóm ,,lhaldsflokksins“, vann hann bak við tjöldin með þeim „Frjálslyndu“. ,,En það skýrir ekki ...,“ sagði ég. „Jú, einmitt,“ greip Mildred framm í fyrir mér. „Það skýrir allt. Gullið, sem þú kannast orðið mæta vel við, var lokagreiðsla á láni, sem Ande- goya fekk á stjómarárum Tafts. Peningarnir hafa eflaust verið notaðir á þarflegan hátt, en í tuttugu Framh. á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.