Vikan


Vikan - 17.04.1941, Blaðsíða 9

Vikan - 17.04.1941, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 16, 1941 9 Myndasíða. ' Brezkur hermaður, sem stjórnar skrjðdreka, kyssir á krossinn, þegar biskupinn af Canea leggur blessun sína yfir fyrstu brezku vélahersveitimar, sem stíga á gríska grund. Skömmu eftir að nýtt ljónabúr var opnað í dýragarðinum í New York var Brutusi — þriggja ára gömlu karl-ljóni — hrint ofan í þessa djúpu gryfju, af fjórum félögum sínum. Gryfjan aðskilur ljónabúrið og áhorfendasvæðið. Ljónatemjarinn James N. Haynes er að reyna að fá Brutus til að fara upp rennu, sem rennt hefir verið niður til hans, en Brutus neitar, og nú bíða verðimir eftir því að hungrið reki hann upp úr. Brutus vegur 350 pund. Flugmaður úr brezka flughemum setur kross, sem búinn er til úr leifum af italskri sprengjuflugvél, yfir gröf fimm flugmanna, sem létu lifið í Ioftorustu yfir Mersa Matmh í vestur-eyðimörk Afríku. Bretar segja, að átta flugvélar hafi verið skotnar niður i þessari orustu. Maður, sem ég þekki, hefir fundið upp vekjaraklukku úr gúmmí, sem er tilvalin handa svefnpurkum. Þó að maður fleygi henni út í hom, heldur hún áfram að hringja og hoppar aftur upp í stólinn hjá rúminu og segir „góðan daginn!" Pokahlaupiö mikla.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.