Vikan


Vikan - 17.04.1941, Blaðsíða 13

Vikan - 17.04.1941, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 16, 1941 13 MESSUFERÐ. Sögukafli eftir Dórunni Magnúsdóttur. -----Skömmu seinna var lagt af stað til kirkjunnar. Hestar voru f jórir til á bæn- um og voru allir tygjaðir. Fóru: bóndi, gamli maðurinn, kaupahjúin, Friðný og Leifur, og tveir krakkar, sem voru reiddir. En vinnupilturinn og elzti sonurinn fóru gangandi niður að vegamótum og ætluðu að freista þess, hvort þeir kæmust ekki í bíl, sem flytti messufólk. Kirkjunni hafði verið valinn staður í miðri sveit. Þar hétu Vífilsvellir, sem hún stóð, en bóndabýlið Vífilsfell var þar stein- snar frá. Prestssetur var ekki í Garðasveit. Milli kirkju og bæjar stóð þinghús sveitar- innar, sem einnig var notað fyrir skóla á veturna og innréttað með það fyrir aug- um, að þar væri heimavist. Á messudögum var selt kaffi við vægu verði í þinghúsinu, því að það þótti of mikil áníðsla, að kirkjugestir færu heim að Vífilsfelli til að velgja sér fyrir brjósti. Áður fyrri hafði kirkjan staðið í túninu á Vífilsfelli, en þegar hún var orðin svo léleg, að ekki varð lengur við unað, og hafist var handa um byggingu nýrrar kirkju, varð það að endanlegu samkomu- lagi að byggja hana á Vífilsvöllum, því að þar væri hægt að hafa grafreit og stækka hann eftir þörfum. Einnig var rætt um að koma þar upp skrúðgarði og þótti ungmennafélagið líklegast til að hrinda því máli í framkvæmd. En í ungmennafélag- inu var þá slíkur klofningnur og deilur, að samkomulag náðist þar ekki um neitt nema dans og fyrir hann tórði félagið. Kirkjan var upphaflega vönduð að frá- gangi, en var farin að láta allmikið á sjá eftir tíu ára notkun. Var ástæðan sú, að hún hafði ekki verið nægilega vel þurrkuð og rann því út í slaga, svo að málningin stórskemmdist. Miðstöð var engin í kirkj- unni, en ofnskrifli, sem var orðið ónothæft og töluðu messugestir um, að ekki væri notalegra í þessari steinkirkju en gömlu timburkirkjunni á Vífilsfelli, sem hvorki hafði haldið vindi né vatni. En alltaf var það þó munur að skjálfa í dýrri stein- kirk ju! Um það bil, sem kirkjan var fullgerð, var mikill áhugi meðal safnaðarins að búa hana sem prýðilegast og voru þá samtök meðal bænda, kvenfélagsins og jafnvel ungmennafélagsins um það að gefa henni góða gripi, en minna var skeytt um varð- veizlu þessara gripa. — — Kirkjufólkið frá Gljúfurholti spretti af hestunum og truttaði þeim kipp- korn út fyrir kirkjuna. Síðan hélt það til þinghússins til þess að finna sér eitthvert afdrep, þar sem hægt væri að leggja frá sér fatnað og snyrta sig, áður en gengið væri í guðshús. Leifur skimaði kringum sig, en kom ekki auga á Línu. Það var ekki úrhættis enn, svo að hann hélt áfram að lifa í von- inni og fór að hyggja áð góðum stað, þar sem hann gæti verið með Línu litlu í ein- rúmi. Þegar verið var að samhringja, sá hann loks, hvar hún kom heiman frá bæ. Grá- möskótta kápan hennar flaksaðist frá henni, svo að sást framan á ljósa sumar- kjólinn hennar. Hún var í silkisokkum með svokölluðum ,,sólbrunalit“ og hvítum bandaskóm. Yfir jörpu, þykku lokkana hafði hún bundið silkiskýlu. Þetta var Lína sjálf, jafn ósvikið Reykjavíkurbam og þegar hún var að ,,rúnta“ kringum Aust- urvöll, hlusta á hornablástur og senda herrunum hýrleg augnatillit. Leifi hitnaði öllum ofan í skó. Hann gekk í veg fyrir hana og heilsaði. Þá fyrst veitti hann því eftirtekt, að það var ungur maður í fylgd með henni. Línu brá ekki til gleði, það var öllu fremur eins og henni yrði óþægilega við. Samt heilsaði hún honum ofur settlega og spurði hann, hvort hann ætlaði að vera þar í sveitinni sumarlangt, eða væri þar aðeins á ferð, strunsaði síðan fram hjá honum, en hélt sig að förunaut sínum. Leifur hafði ekki skap til að elta þau, en lét berast ákvörðunarlaust inn í kirkj- una. Hann veitti því athygli, að flestir karl- mennirnir tóku sér sæti hægra megin í kirkjunni, hann þóttist sjá, að þetta væri venja þar í sveitinni og fylgdi henni. Sama megin sat Lína. Sú var nú ekki að brjóta heilann um kirkjusiðina á Vífilsvöllum. Leifur hafði orðið fyrir sárum vonbrigð- um með Línu. Öðm vísi hafði hann hugsað sér þeirra fyrsta fund í Garðasveit. Honum fannst hann eiga af henni skilið fögnuð og hlýleika, þar sem hún mátti vita, að hann væri kominn þangað hennar vegna, til þess að geta verið henni nálægur og notið blíðu hennar. Og svo hundskaðist hún aðeins við að taka kveðju hans og spurði hann aðeins að því, sem henni datt fyrst í hug, rétt til að sýna honum einhvern lit, en hafði þó engan hug á því, hverju hann svaraði, það sá hann á tómleikanum í svipnum. Nei, hún var víst búin að ná sér í annan, sem henni fannst meiri slægur í. Og bezt var að sýna stelpunni enga eftirgangsmuni, láta hana bara sigla sinn sjó. En eftir því, sem leið á prédikunina, mildaðist hugur hans, og hann fór að finna henni máls- bætur og hlakka til að hitta hana, þegar út væri komið. Loks var útgöngusálmurinn spilaður, en enginn hreyfði sig fyr en prest- urinn gekk fram kirkjugólfið. Þá fór að koma skriður á söfnuðinn. Við dyrnar um- kringdi fólkið prestinn og þakkaði honum fyrir ræðuna. Síðan fór það að bræða með sér, hvort það ætti að kaupa sér kaffi í þinghúsinu, eða gera sér eitthvað til er- indis heim að Vífilsfelli, því að messukaffi varð það að fá til þess að skola niður guðs- orðinu. Leifur hraðaði sér til Línu. „Nei, ert þú þama, Leifur,“ sagði hún glaðlega, en gekk svo áfram án þess að líta eftir, hvort hann kæmi líka. Jú, hún var svo sem frátekin, það mátti nú minna sjá. Hver mundi hann vera þessi slöttólfur, sem henni var svo umhugað að elta? O-jæja, ekki tók því að verða hjart- veikur út af einni stelpuskjátu. Sú mátti Atta Curtiss-Tomahawk orustuflugvélar á dag. StórframleiSsla er nú hafin á Curtiss-Tomahawk orustuflugvélum handa Bretum i Curtiss-verksmiðjunum í Bandaríkjunum. Framleiðslan var ný- lega aukin svo, að Bretar geta nú fengið átta flugvélar á dag, auk þess sem Bandaríkjaherinn fær.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.