Vikan


Vikan - 17.04.1941, Blaðsíða 3

Vikan - 17.04.1941, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 16, 1941 3 í luniMilaiitiðn ití logara. WILLIAM L. WHITE, sami höfundurinn, sem skrifaði greinina LONDON BRENNUR, er kom í Vikunni nýlega, segir hér á skilmerkilegan hátt frá tundurduflaveiðum brezkra togara í Ermarsundi. Afbragðs hundur, þó að hann sé lítill,“ sagði skipstjórinn og tók rottuhundinn í fang sér. ,,Hún heitir Bella og við köllum hana Bellu sprengjuheldu. Hún hefir verið með í hverri ferð, síðan ég tók við Stellu Orion. Hún hefir orðið fyrir steypiárás, vélbyssuskot- hríð og tundurduflasprengingu. Mest gam- an þykir henni að duflunum. Hún geltir eins og f járhundur í hvert skipti, sem við sprengjum dufl.“ Við stöndum uppi á brúnni á Stellu Orion, sem einu sinni var togari, en er nú tundurduflaveiðari í flota hans hátignar, Bretakonungs. Brúin er raunverulega þak- ið á stýrishúsinu girt með brynvörðum stálplötum. Þegar ég lít niður bakborðs- megin, sé ég pall og upp úr honum gægist loftvarnavélbyssa. Önnur eins byssa er á stjórnborða. Pram á og aftur á eru pall- mynduð byssustæði með fjögra þumlunga fallbyssum. Ég sneri mér að skipstjóranum að sagði: ,,Ég býst við, að þér leitið hælis á bak við stálgirðinguna, þegar þér verðið fyrir steypuárás ?“ „Það hefir ekki nokkurii hlut að segja, aðeins tíma- og orkueyðsla. Maður veit aldrei, hvar sprengjan kann að hitta skip- ið, og því ómögulegt að vita, hvar bezt er að leita hælis. Maður getur eins vel staðið og horft á leikinn. En stálgirðingin er ágæt, þegar maður verður fyrir vélbyssuskot- hríð. Þá veit maður úr hvaða átt það kem- ur og getur því skriðið í skjól.“ Togarinn er á leiðinni út núna, og fer fyrir þrem öðrum. Himininn uppi yfir Ermarsundi er aðal vígvöllur styrjaldar- innar og alltaf eru einhvers staðar reyk- hnoðrar á lofti eftir orustu. I þrjátíu feta hæð sjáum við móðukennda slóð eftir þýzka Messerschmitt flugdeild, sem nýlega flaug yfir í skipulegri fylkingu. Við sjáum líka nákvæmlega staðinn, þar sem sex Hurricane flugvélar steyptu sér fyrir fáum mínútum yfir flugdeildina og sundraði hinum beinu línum fylkingarinn- ar, svo að þær urðu allar hlykkjóttar. Orustan stendur enn yfir. I þessari miklu hæð virðist allt svo óendanlega hægfara, að það er erfitt að gera sér grein fyrir að þessar örsmáu flugur, sem spinna aftur úr sér hárfína reykjarþræði, skuli fljúga með meira en þrjú hundruð mílna hraða á klukkustund. Sjórinn undir þessum orustuvelli er líka vígvöllur. Bretar kanna það á hverjum degi. En á næturna koma Þjóðverjar með tundurdufl sín og sá fræi dauðans á skipa- leiðirnar. Við erum á ferðinni innan um þau núna. Fyrsti stýrimaður bendir ýfir að Frakk- landsströndum. „Þér gætuð látið okkur vita, ef þér sjáið bregða fyrir blossum þarna. Eitt fallbyssuvirkið skaut meira en hundrað skotum að okkur á miðvikudag- inn var. Það getur verið, að þeir hafi álitið okkur vera skipalest, því að þeir skipta sér sjaldan af togurum. „Hvað hittu þeir marga togara?“ „Þeir hafa aldrei hitt neitt skip ennþá, þó að ein kúla hafi að vísu lent í kjölfari okkar, tæpa tuttugu metra fyrir aftan okkur.“ „Hvað gerið þið, þegar þið sjáið blossa?“ „Lítum á klukkuna,; því að þá vitum við, hvenær tími er kominn til að leita sér skjóls á bak við borðstokkinn. Fallbyssu- virkið er sem sé tuttugu mílur í burtu. Kúlan er eina mínútu og tuttugu sekúndur að fara þá leið frá því að blossinn sést — það er nógur tími til að kveikja sér í síga- rettu áður en maður skríður í skjól.“ Varpan okkar er tvö hundruð metra langur stálstrengur, sem gefinn er út frá öðrum borðstokknum. Á enda strengsins er festur fljótandi tinfiskur á lengd við mann. Lóðrétt neðan í honum hangir þunn stálplata, í líkingu trollhlerana, sem margir kannast við. ........... I Vitið þér pað? = 1. Hvenær sögðu Bretar og Frakkar i i Þjóðverjum stríð á hendur? : 2. Hve margar miljónaborgir eru í i i Ástralíu ? E : 3. Hvaðan kemur mesti hlutinn af gúmmí- = framleiðslu heimsins? i 4. Hvað hét frægasti stjórnmálamaður i : Aþenu í fomöld? i 5. Hver er 3. landskjörinn þingmaður? | 6. Hvenær tóku Þjóðverjar Memel og i gerðu griðarsáttmála við Lithauen? i 7. Hver var upphafsmaður þess, að Islandi i var skipt i fjórðunga og hvenær var i i það gert? = 8. Hvenær gáfust Finnar upp fyrir Rúss- i i um ? i i 9. 1 hvaða Evrópulandi er 38% af landinu i fyrir neðan sjávarmál? i 10. Hvaða ríki í Evrópu tapaði mestu j landsvæði' í heimsstyrjöldinni 1914— i j 1918? Í I Sjá svör á bls. 15. i '‘'‘lllllllllllllll iiiiiii in ll ll lll lll li iii 1111111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiikV* Þessi plata, sem hefir svipað hlutverk og trollhlerinn, er um það bil á 12 feta dýpi. Þegar við höldum áfram með jafnri ferð, spennir hlerinn strenginn út til hlið- ar — eins og hlerarnir á vörpunni spenna í sundur vörpuopið — þannig að strengur- inn myndar 45 gráðu horn við stefnu skipsins. Strengurinn, sem gerður er úr sérstöku stáli, verkar líkt og eins konar neðansjáv- arsög eða tvö hundruð metra langt hnífs- blað. Hann klífur sjóinn undir tundurdufl- unum og sker í sundur festarnar, sem þau liggja við, svo að þeim skýtur upp á yfir- borðið og er þá hægt að eyðileggja þau. Við erum forustuskipið í okkar flota- deild. Aftan við flothylkið okkar er næsti togari. Leið hans er aðeins innan við kjöl- far tinfisksins, þannig að hann siglir allt- af eftir svæði, sem við erum nýbúnir að slæða. Stálstrengurinn frá honum liggur eins og hjá okkur tvö hundruð metra út í óslætt svæði, og þannig sigla allir tog- ararnir hver á eftir öðrum. Allt í einu tekur brúin að skjálfa. Bella sprengjuhelda opnar skoltinn og geltir af kæti. Miðja vegu á milli okkar og tinfisks- ins rís stutt og mjó vatnssúla upp í loftið. „Hver fjandinn!“ segir fyrsti stýrimað- ur og gefur skipun um að stöðva skipið. „Helvítis beinið!“ segir fyrsti stýrimað- ur gramur. „Þetta var ein af þessum litlu sprengjudjöflum, sem þýzkarinn setur út til að gera okkur tundurduflaveiðurunum lífið leitt. Það er lítið dufl, sem lagt er þannig, að það snerti aðeins strenginn okkar, og springur þá og tætir hann í sundur. Nú verðum við að nema staðar til að setja út nýjan streng.“ „Einhvér okkar hittir sennilega á eitt- hvert stórt dufl innan skamms. Þegar þýzkarinn leggur út verulega stórt dufl, þá ver hann það venjulega með mörgum svona smáduflum." Ég dáist að því, með hve mikilli ná- kvæmni þessir menn slæða ákveðin, út- mæld svæði. Fyrst skipta þeir Ermarsundi í reiti á kortinu. Því næst þræðir hver tundurduflaveiðari nákvæmlega sína merkjalínu með síendurteknum staðar- ákvörðunum. Skekkja, sem næmi örfáum hundruðum metra gæti orðið þess valdandi, að eftir yrði skilið óslætt svæði, og það

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.