Vikan


Vikan - 17.04.1941, Blaðsíða 11

Vikan - 17.04.1941, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 16, 1941 11 „Þetta voru skolli slæm lendingarskilyrði,“ sagði Doni. „Það var rétt með naumindum, að við sluppum. Það er varla lendingarpláss fyrir litla módelflugvél hérna. Hvað þá fyrir þessa vél.“ Vincent svaraði ekki. Hann dró úttroðið veski upp úr vasa sínum, tók þrjátíu hundrað dollara seðla úr því og rétti flugmanninum. „Gott, Doni,“ sagði hann. „Hérna er það, sem eftir var af laununum yðar. Þér fenguð hin tvö þúsundin áður en þér lögðuð af stað. Næst þegar þér komið til New York, skuluð þér líta inn til mín. Og nú er víst bezt fyrir yður að komast af stað aftur. Hvernig þér farið að því, verðið þér sjálfur að sjá um, en þér hafið ekki fengið fimm þúsund dollara fyrir að leika yður í barnaher- bergi." Doni leit út um gluggann. Það var ekkert að sjá nema fúnar rústir af námuskúrum og öldótt flatneskja í norður. Lefty var á leiðinni að bíln- um, þegar Doni kallaði til hans: „Ég slepp aldrei héðan nema að snúa vélinni fyrst. Segið mönnunum að snúa henni fyrir mig. Það er ekki nema augnabliksverk.“ Lefty veifaði óþolinmóður til mannanna fjögra, sem nálguðust. Þeir tóku að hlaupa. Þegar þeir komu að vélinni, voru Doni og Crossley að stíga út úr flugvélinni. „Þið verðið allir að snúa vélinni," sagði Lefty stuttaralega. Ég vil losna við Doni sem fyrst. Það safnast hingað múgur og manns, ef hún verður hér mikið lengur. Flýtið ykkur nú.“ Undir eins og mennirnir voru byrjaðir að snúa vélinni, skundaði Lefty að bílnum án þess að líta Við. Bílarnir voru tveir. Annar var lokaður en hinn opinn fjögra manna bíll. Lefty settist aftur í lokaða bílinn, kveikti sér í sígarettu og varp öndinni léttara. Síðan leit hann út um gluggann og horfði með athygli á aðfarir mannanna. Vél- in var þung í vöfum. Það liðu tíu mínútur áður en Doni tókst að lyfta sér til flugs. Mennirnir hlupu í áttina til bílanna og Fino og Crossley báru farangur Vincents ásamt sínum. Foringi hópsins nam staðar, opnaði hurðina, sem Lefty sat við og sagði: „Velkominn, það var svei mér gaman að sjá yður aftur. Ég hugsaði —.“ „Vertu ekki að bisa við að hugsa, reyndu að komast af stað,“ hreytti Vincent út úr sér. „Heldurðu að ég kæri mig um, að vera hér á miðri heiðinni, þangað til lögreglan kemur og tekur okkur alla? Segið bílstjóranum að aka af stað strax. Segið svo hinum, hvert við för- um, en látið þá í öllum bænum ekki vera alveg á hælunum á okkur, því að þá er fjandinn laus. Þeir hljóta að geta farið einhverja aðra leið. Ef það er þá nokkur annar vegur á þessari bann- settri eyðimörk. Og segðu Fino, að hann verði að gæta þess að láta ekki ameríska hreiminn í röddinni heyrast, ef hann neyðist til að segja eitthvað. Það er bezt, að hann látist vera Kanada- maður. Skilurðu mig?“ Foringi hópsins hljóp fram og aftur til að gefa skipanir. Crossley setti farangur Vincents aftur í bílinn og settist sjálfur inn við hliðina á bíl- stjóranum. Vincent leit í gegnum bakrúðuna til þess að sannfærast um, að allt væri eins og það ætti að vera. Foringinn settist við hlið hans. daiÉM á hælmnm. Framhaldssaga eftir DAVID HUME. Það, sem skeð hefir liingað til í sögunni: Lefty Vincent og fjórir félagar hans, Johnny Ryan, Fino, Collins og Catini, hafa rænt banka og drepið gjaldkerann. Dóttir gjaldkerans, Clare Furness, strengir þess heit, að koma Vincent i hendur ríkislög- reglunni, G-mannanna svo nefndu. Eftir fyrirmælum hennar sitja þeir fyrir honum, en fyrir mistök, skjóta þeir Ryan, en Vin- cent sleppur. Hann hyggur nú á þefndir, og þegar Clare Furness flýr til Evrópu, fer hann á eftir henni. Mick Cardby, sem rekur leynilögreglustöð í félagi við föður sinn, er fenginn til að gæta hennar, þangað til G- mennirnir koma, en þeir eru á leiðinni til Evrópu. Mick fer til Southampton til að taka á móti hpnni, en Vincent herir lika sent þangað einn af glæpafélögum sínum. Mick lætur mann frá Scotland Yard tefja fyrir honum í tollinum, en sleppur sjálfur hindrunarlaust burt með stúlkuna og ekur með hana, ýmsar krókaleiðir, þvi að hann óttast eftirför. Þau koma sér fyrir á litlu veitingahúsi um nóttina og segjast vera systkini á leið til London. Bófamir, sem eru að elta Mick og Clare, koma í veitingahús- ið. Húsbóndinn þykist ekkert vita, en þeir trúa honum ekki, slá hann í rot og hefja svo leit i húsinu. Mick liggur í leyni og hlustar á samtal þeirra. Þegar Mick sér sér færi á, slær hann annan í rot, en heldur hinum í skefjum með skammbyssunni og neyðir hann til að segja sér allt af létta um eltingaleikinn. Á meðan þau eru að búa sig til að leggja að stað með bófana til lögreglustöðvarinnar, koma tveir bófar í viðbót, en Mick tókst að ráða niðurlögum þeirra. Mick talar við föður sinn frá lög- reglustöðinni, sem segir honum að koma ekki til London. Þau leita sér gistingar í smábæ, og aka svo af stað aftur um há- degi daginn eftir. Á leiðinni les Mick í blaði, að brotist hafi verið inn á lögreglu- stöðina og bófamir frelsaðir. Vincent, Fino og Crossley eru um borð í skipi út af Frakklandsströndum og bíða eftir að flug- vél, sem kemur og sækir þá og lendir heilu og höldnu. Svo lagði Vincent hendina á öxl bilstjórans og gaf honum merki um að aka af stað. „Hvaða staður er þetta eiginlega, sem þú baðst Doni um að lenda á, Evans?" „Hann er á milli Helmsley og Sinnington í North-Yorkshire. Ágætur staður, finnst yður ekki?“ „Djöfullegur staður. Var þetta sá bezti, sem þú gazt fundið ? Það finnst mér ótrúlegt." „Já, en við erum ekki í Bandaríkjunum, þér verðið að athuga það.“ „Emð þér að kenna mér?“ hreytti Vincent út úr sér. „Biðuð þið lengi eftir okkur?“ „Rúman klukkutíma. Ég átti í fjandans basli með að finna heppilegan stað til að lenda á. $g var þrjá daga á sífeldum þönum fram og aftur um England áður en ég fann hann. Viljið þér stoppa á leiðinni eða aka beina leið til hússins, sem ég hefi valið? Þér getið gert hvort, sem þér viljið.“ „Hvað er langt að þessum kofa yðar, Evans?“ „Látum okkur sjá. Nú er klukkan rúmlega sjö. Við getum ekki farið eftir aðalþjóðveginum alla leið. Það er of hættulegt. Og það er heldur ekki þorandt að aka of hratt. Þá er maður strax búinn að fá lögregluna á hælana á sér. Við ættum að geta verið komnir þangað um miðnætti." „Miðnætti! Ég hélt, að við gætum verið komnir þangað og lagstir til hvíldar eftir klukkutima.“ „Maður getur ekki þotið þannig eftir þjóðveg- unum hér i Englandi. Ég komst yfir hús í Roy- ston, rétt fyrir sunnan Cambridge, og eftir þeim vegum, sem við erum neyddir til að aka, eru það hér um bil tvö hundruð tuttugu og fimm kíló- metrar.“ „Því í fjandanum lentum við þá svona norðar- lega? Ætlið þér að telja mér trú um, að það hafi ekki verið hægt að finna neinn lendingarstað sunnar?“ „Það var ómögulegt að finna neinn öruggan lendingarstað sunnar. Þér vitið ekki, hvernig ástandið er nær London. Þetta fjandans land er beinlínis yfirfullt af húsum og fólki. Ég gerði það, sem ég gat. Það get ég fullvissað yður um.“ „Guð hjálpi þér, ef þú hefðir ekki gert það. Þú hefir vist ekki haft gott af dvölinni í Englandi, Evans. 1 þau fimm ár, sem þú vannst hjá mér fyrir vestan, gat ég trúað þér fyrir hverju sem var, og þú leystir það alltaf vel af hendi. Ertu búinn að gleyma öllu, sem ég kenndi þór? Hvað er að þér? Þó að þú hafir nurlað saman einhverj- um skildingum og dregið þig í hlé, ættirðu ekki að þurfa að missa vitglóruna? En það verð ég að segja, að eins og núna er, finnst mér allt benda til þess.“ „Yður er óhætt að trúa því,“ sagði Evans, „að þegar þér gerið eitthvað i yðar eigin landi, þolir enginn maður samanburð við yður. En hérna í Englandi eru kringumstæðumar allt öðru vísi, og þér hefðuð ekki verra af að taka tillit til nokk- urra hollráða frá mér.“ „Einmitt það.“ Það var eins og Vincent hrækti orðunum út úr sér. „Það er ekki til það land á jörðinni, sem ég gæti nokkuð lært af þér i, Evans. Mundu það. Hvernig náungar eru það, sem þú hefir náð í ? Er nokkurt lið í þeim ? Þessir, sem þú hefir með þér héma, líta ekkert efnilega út. Þú ætlar þó ekki að telja mér trú um, að þetta séu úrvalsmenn? „Það eru þeir beztu, sem hægt var að finna hér,“ sagði Evans þreytulega. „Þeir em ekki sem verstir, og þeir láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Það er meira en hægt er að segja um þá flesta héma.“ „Ekki ef ég vel þá sjálfur. En sleppum því. Mig er farið að lengja eftir að frétta eitthvað. Áður en ég fór af stað að heiman, fékk ég tólf af ykkur hérna til að gera smáviðvik fyrir mig, sem einn af mínum mönnum heima hefði getað gert á svip- stundu. Ég gerði ráð fyrir, að þið hérna væruð ekki upp á marga fiska. Þess vegna fékk ég þér heilan her af aðstoðarmönnum, og til þess að koma svolitlum skrið á málið, lánaði ég þér tvo af mínum mönnum í viðbót. Ég geri ráð fyrir að allt sé nú klappað og klárt?“ Það varð óþægileg þögn í bílnum. Evans nagaði á sér neglumar og fálmaði svo eftir sígarettu- veskinu sinu. Hann rétti Lefty það. „Þú heyrðir, hvað ég spurði um,“ sagði Vincent byrstur og bandaði frá sér sígarettunni. Það em bráðum þrjátíu klukkutimar siðan stelpan stéig á land. Hvar hafið þið hana núna ? Ég gaf Spider Harrison skipun um að finna einhvern rólegan stað og geyma hana þar, þangað til ég kæmi. Hvar er hún?“ Evans ók sér sitt á hvað og tottaði sígarettuna. Vincent sneri sér í sætinu og greip svo fast um handlegginn á Evans, að hann gat ekki stillt sig um að hljóða. „Ætlarðu að segja mér,“ sagði hann með níst-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.