Vikan


Vikan - 24.04.1941, Page 10

Vikan - 24.04.1941, Page 10
 10 VIKAN, nr. 17, 1941 Heimilið Matseðillinn. Kartöflusúpa. i/2 kg. kartöflur, i/2 líter mjólk. 1 /4 líter jurtasúpa, 50 gr. smjör. 2 gulrætur. 1 teskeið karry, salt, 1 teskeið sykur. Mélaðar kartöflur eru flysjaðar, ( skornar i bita og soðnar í mjólkinni. í>egar þær eru soðnar, er smjörið og jurtasúpan látin saman við og soðið með. Því næst er súpan síuð. Gulræt-f umar, sem þurfa að vera vel hreinar og skornar smátt, eru nú látnar út í súpuna og soðnar með í 10 mín. Salt er notað eftir smekk. Glóað fransk- brauð er borið með súpunni. Hachis. 250 gr. steikt eða soðið kjöt. 25 gr. smjör. 25 gr. hveiti. 3 dl. jurtaseyði. Salt, pipar, sósulitur (eftir smekk), 1 matsk. sherry, 1 tesk. sykur, 1 laukur. Þegar vinna þarf upp afganga af steiktu eða soðnu kjöti, er gott að búa til hachis. Kjötið er skorið á bretti, laukurinn er skorinn í sneiðar og brúnaður í smjöri. Hveitið er hrært út með jurtaseyðinu og iátið saman við kjötbitana, ásamt salti og pipar. Kjötið, sem verður að vera skorið í smátt, er soðið í sósunni. Vín og sósulit má hafa eftir smekk. (Kjötkraft er hægt að sjóða úr bein- um). Framreitt með brúnuðum kart- öflum eða yfirskornum eggjum; einnig í hörpudiskum. (Helga Thorlacius: Matreiðslubók. Vtg.: H.f. Leiftur.) Verið glaðlegar á svipinn! Þessi mynd þarf raunar engrar skýr- ingar við. Mynd af ungri, fallegri stúlku er til að horfa á, og bezt er, að skýringin, sem fylgi henni, sé sem stytzt. Húsráð. Setjið svolítið af salmiaksspíritus út í sápuvatnið, þegar þér þvoið bón- kústinn. Salmiakið leysir upp feitina í kústinum og hreinsar hann því bet- ur en ella. G 5, LEÐILEGT UUMAR! Heildverzlun Árna Jónssonar. $ a nt li /// a éu 'titftn veii UvaJ liamt A'týM-i^tt’t í HEILDSÖLUBIRGfilR: ARNI JONSSON, HAFNARST.5,REYKJAVÍK. Meðferð ungbarna. Leikir stálpaðra barna. „Leikur er barna yndi", eins og allir vita, og á því síst að amast við að þau leiki sér. Útileikir eru náttúrlega hollastir, þegar svo viðrar að þeim verði við komið, en nú er víst að verða allt of lítið um útiveru barna og útileiki, af eintómri vorkunnsemi og allt of mik- Meðal-holdugt barn á 2. ári. sandtroginu. Loftbað í illi hræðslu við kuldann, ,,að það kunni að slá að barninu". Heilbrigð börn þola vel að vera úti þó frost sé og vindur nokkur, og þá þessa helzt ef þau hafa snemma vanist á dag- lega likams-þvotta, hörunds-strokur og einhverja fimleika. Hitatemprunar hörundsins gætir svo miklu betur ef hörundið er vel hirt, og einkum ef það er smávanið við loftið: börnun- um lofað að striplast inni, ýmist alls- berum eða fáklæddum, og jafnvel lofað út lítt klæddum, t. d. með bera handleggi, bert brjóst og beran háls, berhöfðuðum og berfættum, þegar svo ber undir, og hlýtt er í verðri, og þarf ekki endilega að vera sól- skin. Þetta er eiginlega nokkurskon- ar loftbað, enda er það kallað svo, og öllum talið holt. Það er mikið betra en ekki að taka það inni: hreyfa sig eitthvað, lítt klæddur eða allsber, inni hjá sér, hlaupa fram og aftur um herbergið eða iðka ein- hverja fimleika, og hafa húðstrokur þess á milli. Allt þetta má kenna stálpuðum börnum snemma. Næsta stigið er þá að leika þessa fimleiki fyrir opnum glugga, og er alveg óhætt. Er þá skemmst til þess að óhætt sé að fara fáklæddur út, láta loftið leika um sig stundarkorn, en standa ekki kyrr (helzt hlaupa, fim- leikar). Þeim bömum, sem þetta væri kennt snemma, mundi ekki verða mjög hætt við ofkælingu, þótt að úti- leikjum væru, að minnsta kosti miklu síður en öðrum börnum. Annars er full ástæða til aö halda, að aðal-yfirsjón mæðra í þessum sök- um sé sú, að dúða bömin allt of mik- ið þegar þeim er lofað út; þeim verð- ur þá, aumingja börnunum, erfiðara um allar hreyfingar er út kemur, svitna af nærri því hve lítilli hreyf- ingu sem er, verður svo ómótt, að þau geta ekkert hreyft sig, standa því kyr og híma, en hafast ekkert að, og þá, og einmitt þess vegna slær kannske að þeim, og svo er veðrátt- unni kennt um. Böm, sem þetta hendir, fá vitanlega, ekki að fara út á næstunni þó fært sé veður. -— Böm eiga ekki að vera meira klædd en svo að útileikjum, að þau geti langsam- lega vel hlaupið og hreyft sig til hverra leikja sem vera skal. 1 stað þykkra ullaryfirhafna væru líklega fullt eins hentugar flíkur úr sams- konar efni og þau hlífðarföt sem full- orðnir menn hafa nú orðið almennt við ýmiskonar vinnu (overalls, samfestingar, eða treyja og buxur sitt í hvoru lagi) og eru úr einskonar nankini; mega vera hneppt upp í háls (og þá, enginn ullartrefill um hálsinn). Slík hlífðarföt væru t. d. eink- ar-hentug snjóföt, því að snjór tollir lítt á þeim, miklu síður en á ullarfötum, prjónapeysum, prjónabrókum, þykkum og loðnum duggara-sokkum, ullar- treflum og öðru slíku og eins til hlífðar við moldarverk, þeg- ar smáfólkið er að „byggja sér bæ“ eða koma sér upp hlöðu eða fjárhúskofa gera ýmsar jarðabætur eða hvað annað, er þau kvnnu að hafa sér að leik af slíku tagi. Ef okkur Islendingum fer nokk- umtíma svo fram í uppeldismálun- um, að bömum verði kennd ýmisleg garðræktarvinna þegar á unga aldri í stað einhverra bókvísinda, þá væru slík föt einkar hentug við þá vinnu. Og þó að við búum hér á hala ver- aldar, þá er svo gott að vita, að við höfum langsamlega nægileg færi á að iðka hér flesta þá leiki, sem ungt 5 ára drengur, í loftbaði úti, farinn að grennast (hlaup, leikir). fólk temur sér i öðrum löndum, og jafnvel fremur: ekki þurfum við t. d. að fara langt út í lönd til þess að geta æft skíðaferðir, sleðaferðir og skautahlaup, en þetta verða aðrar þjóðir margar að gera, — fara hóp- um saman til annara landa í þessu skyni, — svo mikil hollusta og heilsu- bót er talin að þessum útilejkjum. Þá er snjómokstur og snjóhúsagerð ágætis leikur að vetri til, en sand- mokstur á summm, og sandakstur, ef til væru litlar hjólbörur; er mesta ánægja að horfa á vinnubrögð smá- fólksins við sandmoksturinn, og ekkl er hætt við að þau ofkælist á meðan þau eru að verki, nema þá ef þau skyldu vera ofklædd svo að þau svitni, eins og áður var sagt. (Davíð Scheving Thorsteinsson: Bamið, bók handa móðurinni).

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.