Vikan - 24.04.1941, Qupperneq 14
14
VIKAN, nr. 17, 1941
Faðir og sonur.
Framh. af bls. 3.
an á svipinn. Hann sat stundarkorn og það
lak úr fötunum hans. Svo stóð hann á
fætur.
„Komdu með mér,“ sagði hann.
Ég stóð upp og fór með honum út. Ég
var steinhissa, en alveg óhræddur. Hann
fór eftir forugum götuslóða, sem lá inn í
dal, eina mílu fyrir utan bæinn. I daln-
um var tjörn. Við gengum þegjandi. Mað-
urinn, sem allt af var sítalandi, var þagn-
aður.
Ég vissi, hvað til stóð, og sú undarlega
tilfinning greip mig, að ég væri með ókunn-
ugum manni. Ég veit ekki, hvort það var
ætlun föður míns. Þó held ég ekki.
Tjörnin var stór. Það var enn þá helli-
rigning og eldingum brá fyrir öðru hvoru.
Við stóðum á grasigrónum tjarnarbakkan-
um, þegar faðir minn tók fyrst til máls, og
í myrkrinu og rigningunni var einhver
annarlegur hreimur í rödd hans.
„Farðu úr fötunum," sagði hann. Ég
leit undrandi á hann og fór að afklæða
mig.
Eldingu brá fyrir, og ég sá, að hann
var kominn úr öllum fötunum.
Hann fór út í tjörnina, tók hendina á
mér og dró mig á eftir. Það getur verið,
að ég hafi verið of hræddur til að geta
talað. Fram til þessa hafði mér aldrei virzt
faðir minn gefa mér neinn gaum.
Og hvað meinti hann með þessu ? Ég var
ekki vanur að synda, en hann lagði hend-
ina á mér á öxl sér og synti af stað út í
myrkrið.
Hann var herðabreiður og góður sund-
maður. I myrkrinu fann ég þróttinn í starf-
andi vöðvum hans. Við syntum þvert yfir
tjörnina og til baka aftur, þangað sem við
höfðum skilið eftir fötin okkar. Það var
hvasst og rigningunni létti ekki. Stundum
synti faðir minn á bakinu, og þá tók hann
alltaf hendina á mér og færði hana þannig,
að hún hvíldi stöðugt á öxl hans. Öðru
hvoni brá fyrir leiftri og þá sá ég greini-
lega andlit hans.
Það var eins og fyrr um kvöldið í eld-
húsinu, alvarlegt og raunamætt. Ég sá
þetta aðeins í leiftursvip og svo varð allt
dimmt í kringum okkur aftur, og storm-
urinn og regnið geisaði allt í kring. Ég var
altekinn tilfinningu, sem ég hafði aldrei
þekkt áður.
Ég skynjaði nálægð föður míns með
undarlegri samkend. Það var eins og við
værum tveir einir í heiminum. Það var eins
og mér hefði verið kippt út úr sjálfum
mér, út úr heimi skólafélaga minna, út úr
þeim heimi, sem ég blygðaðist mín í vegna
föður míns.
Hann var orðinn blóð af mínu blóði, hold
af mínu holdi, þessi þróttmikli sundmaður,
sem ég hélt mér dauðahaldi í í myrkrinu.
Við syntum þögulir og klæddum okkur
þögulir í rennvot fötin og héldum heim.
Það var lampaljós í eldhúsinu, og þegar
GLEÐILEGT SUMAR!
Nýja Efnalaugin.
*
V
V
V
V
v
1 S^LEÐILEGT á)UMAR! $
v v
V V
V V
y, Eggert Kristjánsson & Co. X
v í
V V
V V
* í
GLEÐILEGT SUMAR!
Vigfús Guðbrandsson & Co.
■iiiii111111111111111111111111iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinlll■ll■lllll■■■l■■ll■lll■l■■l1111111111111111111
'i',f,'if,fif,fififi','i',',',',',',',',fi'ififi'i'
I €
LEÐILEGT lUMAR!
Sláturfélag Suðurlands.
f^f,',',',',',',',fif,f,',f,f^',-',',',',',',',',f,'j-f,',f,f,
GLEÐILEGT SUMAR!
Raftækjaverzlunin LJÓSAFOSS.
GLEÐILEGS SUMARS
óskar öllum viðskiptavinum sínum
■
■
Stefán Gunnarsson, skóverzlun. :
við komum inn, holdvotir, svo að vatnið
lak úr okkur, var móðir mín þar fyrir.
Hún brosti til okkar. Ég man, að hún kall-
aði okkur ,,stráka“. „Hvað hafið þið verið
að gera, strákar?" spurði hún, en faðir
minn svaraði ekki. Hann rauf ekki þögn-
ina, sem hann hafði hjúpað sig með allt
kvöldið. Hann sneri sér við og leit á mig.
Svo fór hann út úr eldhúsinu og mér
fannst einhver nýr og áður óþekktur virðu-
leiki yfir framkomu hans.
Ég fór upp stigann upp í herbergið mitt,
háttaði í myrkrinu og fór upp í rúm. Ég
gat ekki sofnað og mig langaði ekki til að
sofna. I þetta skipti vissi ég, að ég var
sonur föður míns. Hann kunni að segja
sögur, og ég ætlaði líka að segja sögur,
þegar ég væri orðinn stór. Það getur jafn-
vel verið, að ég hafi hlegið lágt þarna í
myrkrinu. Ef ég hefi gert það, þá hefir
það verið vegna þess, að ég vissi, að ég
mundi aldrei framar óska mér að eignast
annan föður.
GLEÐILEGT SUMAR!
Rakarastofa Sigurðar Ólafssonar.
Dávaldurinn.
Framh. af bls. 7.
Ég þáði boðið, og þrem dögum seinna lögð-
um við af stað.
Þegar við nálguðumst þorpið, komu
stríðsmenn höfðingjans búnir skjöldum og
spjótum til móts við okkur og fögnuðu
okkur. Samúð þeirra var sýnilega okkar
megin. En þegar til átti að taka fannst
galdralæknirinn hvergi, og við fréttum, að
hann væri í áríðandi erindagerðum í næsta
þorpi. Við settumst niður og biðum eftir
að hann kæmi. En þegar liðið var að kvöldi,
varð okkur ljóst, að hann mundi hafa talið
sér hyggilegast að vera fjarverandi. Við
ætluðum nú að fara, en stríðsmennimir
báðu þá Ba’ba Pila að færa sér sönnur á
þessa yfirnáttúrlegu hæfileika sína. Að-
eins fáir þeirra höfðu séð hann dáleiða, því
að galdralæknirinn hafði bannað þeim að
eiga nokkuð saman við hvíta galdralækn-
irinn að sælda. Peder bað þá að setjast í
grasið og byrjaði svo að tala til þeirra.
með sinni þýðu, tilbreytingarlausu röddu,
en höfðinginn og ég settumst niður þar
skammt frá.
Svo kom hið áhrifamikla augnablik, þeg-
ar hermennirnir fengu skipun um að sofna.
Þeir féllu til jarðar með alvæpni eins og
þeir hefðu verið brytjaðir niður með vél-
byssuskothríð. Það var undarleg sjón að
sjá þessa stóru, sterku menn hníga niður
og falía í djúpan svefn.
En skyndilega kom óvæntur atburður
fyrir. Galdralæknirinn kom — en ekki í
,,einkennisbúningi“ sínum. Hann var í
jakka og buxum. Titlestad þekkti hann þó
bersýnilega og bað hann að fara inn í hóp-
inn og reyna að vekja einhvern. Maðurinn
gaut augunum illilega til Titlestad, en gekk
svo djarflega inn á milli sofandi hermann-
anna og skipaði þeim að vakna.
Ég stóð á öndinni, þegar ég sá, að sumir
þeirra bærðu á sér. Ætlaði svarta galdra-
lækninum eftir allt saman að takast að
hrósa sigri yfir hvíta manninum ? Nokkrir
voru þegar seztir upp.
En þá heyrði ég hina rólegu, þýðu rödd
Titlestad, og hópurinn féll á ný í djúpan
svefn og vaknaði ekki, hvað sem galdra-
læknirinn pataði og æpti.
Þetta var ótvíræður sigur fyrir Title-
stad. Galdralæknirinn reyndi að skýra það
fyrir höfðingjanum, að ástæðan til þess,
að honum hefði ekki tekizt betur, væri sú,
að hann hefði ekki verið í læknisfötum
sínum. Titlestad brosti og bað hann að fara
í þau, og skyldi hann þá svæfa hann líka.
Höfðinginn gerði gys að galdralækninum,.
sem læddist sneyptur burtu.