Vikan - 12.06.1941, Side 10
10
VIKAN, nr. 24, 1941
Heimilið
Bakið
heima!
þéttri froðu, þá er egginu bætt út í
og síðan möndlunum og hveitinu.
Þetta deig er hnoðað litið eitt og
síðan látið bíða í 20 mínútur. Þá er
það flatt út og látið í vel smurð mót.
Bakað þangað til það verður ljós-
brúnt. Þegar kökurnar eru orðnar
kaldar má fylla þær með kremi eða
þeyttum rjóma og skreyta þær með
skrautsykri.
Sniglakökur.
182 gr. smjörlíki, 250 gr. hveiti,
125 gr. sykur, >/4 tesk. hjartar-
salt, 1 egg og vanllíudropar.
Hveitið er sigtað, hjartarsalti er
blandað vel saman við ásamt smjör-
líkinu. Þá er látinn í sykur, dropar
og egg, og þessu hnoðað vandlega
saman og rúllað út í lengju. Búnir til
sniglar á stærð við tveggjakrónupen-
ing, látnir á plötu en ekki of þétt,
smurðir með eggi, stráð á möndlum
og sykri. Bakað við jafnan hita,
þangað til þeir verða ljósbrúnir.
Tekringlur.
200 gr. smjörllki, 375 gr. hveiti,
125 gr. sykur, i/2 teskeið hjart-
arsalt og eitt egg.
Hveitið er sigtað og hjartarsaltinu
blandað saman við ásamt smjörlík-
inu. Síðan bætt út í sykri og eggi og
þetta hnoðað vel saman. Deigið rúll-
að út í mjóar lengjur. Úr lengjunum
eru búnar til litlar kringlur, sem
smurðar eru með eggi og dýft í syk-
ur. Látnar á smurða plötu og bakað-
ar ljósbrúnar.
Strandskeljar.
190 gr. smjörliki, 315 gr. hveiti,
125 gr. flórsykur, 75 gr. sax-
aðar möndlur og 1 egg.
Sykrinum og smjörlíkinu er hrært
saman þangað til það verður að
tAí/**"**'
MILO
HEItDSÖtOBIROÐIR:
ÁRNI JÓNSSON,
HAFNARSTR.5 REYKJAVÍK
Þessi stúlka heitir Aliee Abbott og
vyin flugkeppni kvenna, sem haldin
var í Philadelphia nú fyrir skömmu.
En hún er víðar leikin en í loftinu,
því að í fyrra vann hún í einmenn-
ingskeppni k a r 1 a í tennis við há-
skólann í Phiiadelphiu.
Litia kvikmyndastjarnan Carolyn
Lee, sem er sex ára gömul, sést hér
á myndinni í ballkjói, sem hún var í
á forsetabaliinu í Washington 30.
janúar í vetur.
Meðferð ungbarna.
Niðurröðun máltíða.
Það skiptir miklu, að bamið sé
snemma vanið á að fá að drekka á
ákveðnum tímum, enda er oftast
vandalaust að koma því lagi á, þegar
allt fer að óskum með brjóstin og
bamið, svona eftir viku eða svo,
stundum jafnvel fyrr. Það var minnst
á það áður, að bamið sofnar oftast
þegar það er búið að fá nægju sina,
og sefur þá vanalega væran dúr, oft
upp undir 3 klukkutíma eða svo, með
öðmm orðum: þangað til að því líð-
miilibili fyrstu vikuna (að undan
teknum máske 1—2 fyrstu dögun-
um), en annars er það æskilegt, bæði
fyrir móður og bam, að koma þeirri
reglu á sem fyrst, að 3 tímar líði.
miili máltíða, ekki síst á pelaböm-
um. Maginn þarf að fá tíma til að
tæmast milli máltíðanna og helzt aS'
fá dálitla hvild í hvert sinn, áður en
hann þarf að taka til starfa á ný.
Sé þessa ekki gætt, hefir bamið illt
eitt af; maginn veiklast, og öll melt-
ingarfærin. Þegar bamið er orðið %
mánaða gamalt, er hæfilegt að þaÆ
ur, að það á að fara að fá brjóstið
aftur. Stundum sefur það enn leng-
ur, og skal þá ekki vekja það, ef
slíkt kemur fyrir nema endram og
eins. En ieggi bam þetta. í vana
sinn, að „sofa yfir sig“ dag eftir
dag, og einkum ef þar við bætist, að
það sýgur aldrei með veralegum
dugnaði, þótt svona langt líði á miili
máltíða, þá má ganga að því vísu,
að eitthvað gangi að baminu meira
en minna, og er þá réttast áð leita
læknis. Þangað til hann kemur er þá
reynt að vekja bamið og fá það til
að sjúga, jafnvel oftar en annars
stæði til, og þá náttúrlega því oftar,
sem það sýgur minna í einu. Sé nú
bamið stöðugt mjög óvært og amr-
andi eftir að það er búið að sjúga
annað brjóstið, og hljóði þá jafnvel
og vilji ekki sofna, þá gæti hugsast
að orsökin væri sú, að það hefði ekki
fengið nægju sina, og bæri sig svona
illa beinlinis af sulti. Þetta mætti
ganga úr skugga um með því að
vikta bamið nákvæmlega fyrir og
eftir ,,máltíð“, en gallinn er að svo
nákvæmar viktir eru torgætar, en ef
þeirra væri kostur mætti sjá hve mik-
ið bamið hefir drakkið; þá má og
athuga um leið, hvort vikt þess yfir
höfuð svarar til aldursins. Reynist nú
svo, að bamið fái ekki nægju sína,
verður að gripa til pelans. Það er
hæfilegt að bam fái að sjúga 8 sinn-
um á sólarhring með 2 y2 kl.stundar
fái að drekka 7 sinnum á sólarhrihgr
með 3 tíma bili (lengra að nóttunni),
allt til þess að það er mánaðargtim-
alt; fram af því má smálengja tím-
an milli máltíðanna, svo að það fái
aðeins 6 máltíðir á sólarhring úr því
að það er 2 mánaða, og allt til þess
það er misserisgamalt, en úr því má
enn lengja tímann milli máltíða
smátt og smátt upp í 3y2—4 tima.
Samkvæmt þessu mætti haga mál-
tíðum svipað og hér segir:
8 máltíðir: 7 máltíðir:
kl. 7 að morgni kl. 7 að morgni
— 9y2 — 10 að morgni
— 12 á hádegi — 12 á hádegi
— 3y2 e. h. — 4 e. h.
— 6 e. h. — 7 —
— 8% e. h. — 11 —
— 11 e. h. — 1 f. h.
— 41/. f. h.
6 máltíðir: 5 máltíðir:
kl. 7 að morgni kl. 7 að morgni
— 10 — — 11 —
— 1 e. h. — 3 e. h.
— 4 — — 7 —
— 7% — — 11 (12)
— 11 —
Frá þvi kl. 10—11 að kveldi til kl.
4—5 að morgni á bamið ekkert aS
fá. Það á að fá að sofa í næði, og það
gerir það oftast, nema hvað það
kann að þurfa að snúa því 1—2var;
3 til 4 mán. gömul böm og þaðan a£
Framhald á bls. 15.