Vikan


Vikan - 12.06.1941, Síða 11

Vikan - 12.06.1941, Síða 11
VTKAN, nr. 24, 1941 24 öðru hverju mættu þeir hjólreiðamanni, en það var langt á milli þeirra, og' það var lítil huggun í því að sjá þá. Hann vissi, að það væri eins til- gangslítið að leita hjálpar hjá þeim og að reyna að mjólka krókódíl. Clare þurrkaði sér um augun með vasaklútnum og leit öðru hvoru á Mick. Pete sat grafkyrr eins og myndastytta, og skammbyssan, sem lá á hnjám hans, var aldrei nema örfáa sentimetra frá maga Micks. Þegar Mick horfði á bökin fyrir framan sig og varð- mennina til beggja hliða, fann hann í fyrsta skipti, hvemig það er í raun og veru að vera tekinn í „hinnsta bíltúrinn". Dobby ók yfir aðal- götu og inn á aðra hliðargötu, áður en Mick gat gert sér nokkra grein fyrir, hver gatan væri. Hann beið eftir þvi, að Dobby æki í gegnum eitt- hvert þorp eða smábæ. Þá gæfist honum ef til vill tækifæri. En von hans varð að engu, þegar Dobby tók á sig stóran krók til þess að krækja fram hjá bæ, sem sást langt framundan. Clare lagði frá sér vasaklútinn og greip um hönd hans með skjálfandi höndum. Varðmennimir tveir brostu háðslega. Og tíminn leið. „Hlakkið þér ekki til að hitta Vincent?" spurði Dobby án þess að líta við. „Jú, það getið þér verið viss um,“ svaraði Mick. „Það verða þægileg umskipti að hitta ósvikinn bófa, eftir að hafa umgengist aumingja eins og ykkur.“ „Ef þér hættið ekki þessari ósvífni, er það verst fyrir yður sjálfan," sagði Jimmy. „Það eina, sem þér eruð maður til, er að sækja um atvinnuleysisstyrk," sagði Mick. „Látið hann ekki æsa ykkur upp,“ sagði Dobby. „Ég þekki hann betur en þið. Hann er útfarinn í að koma af stað óeirðum og koma sér svo undan, meðan hinir slást. Þannig fór hann einu sinni með mig. . n það skal ekki oftar koma fyrir. Gáðu að, hvað þú gerir, Jimmy.“ „Ég skal gæta mín,“ sagði Jimmy. „Hafðu engar áhyggjur út af mér. Ég hefi aldrei hitt mann, sem ég gat ekki ráðið við. Það er betra fyrir Cardby að vara sig, ef hann langar ekki til að fá löðrung. Ég hefi fyrr á æfinni hitt menn af hans tægi.“ „Vafalaust,“ sagði Mick, „og í hvert skipti hafið þér lagt niður rófuna og hlaupið burtu. Þér hafið aldrei árætt meira en að stela marm- arakúlum frá smádrengjum.“ „Eftir eina mínútu skal ég lúberja yður,“ sagði Jimmy. „Gáðu að þér,“ sagði Dobby aftur. „Ég sagði þér, að hann er bara að gera þetta til að koma af stað illindum. Notaðu skynsemi þína, Jimmy. Ef Left Vincent heyrði til þín, mundi hann berja þig eins og harðfisk.“ „Þama getið þér sjálfur heyrt, Jimmy,“ sagði Mick. „Húsbóndi yðar segir, að bezt væri að senda yður aftur í drengjaskóla. Þér hefðuð aldrei átt að leggja út á glæpabrautina. Að ganga um og selja ís væri hæfileg atvinna fyrir yður. Og þó veit ég ekki. Bömin mundu sennilega pretta yður i viðskiptunum.“ „Ef þér haldið yður ekki saman ...“ Jimmy komst ekki lengra. Dobby sneri sér við og hreytti út úr sér: Framhaldssaga Það, sem skeð hefir hingað til í sögunni: Ameriskur stórglæpamaður, Lefty Vincent, rænir banka þar vestra og drepur gjald- kerann. Dóttir gjaldkerans, Clare Fumess, reynir að koma Vincent í hendur lögregl- unni. Það mistekst. Clare flýr til Englands. Vincent eltir hana og fær enska glæpafé- laga í lið með sér. Mick Cardby rekur leyni- lögreglustöð í félagi við föður sinn. Þeir eru fengnir til að vernda Clare í Englandi, og tekur Mick á móti henni og ekur með hana um þvert og endilangt landið og bófamir á hælum þeim. Þau komast alltaf undan, en nú er Vincent sjálfur kominn til landsins, óánægður yfir árangursleysi eftirfararinn- ar. Sögunni víkur aftur að Clare og Mick. Þau em á flótta í bílnum, þegar springur hjá þeim og bíllinn veltur út af veginum. Þegar þau eru að komast undan bílnum, standa vopnaðir bófar yfir þeim og skipa þeim upp í brauðbíl og aka burt. Eftir nokkum akstur kemur Mick öllu á ringul- reið í bílnum. Sumir bófanna særast, einn drepst og einn sleppur. Mick og Clare yfir- gefa bílinn, hitta lögregluþjón og senda hann til að síma. Pete hefir legið særður á veginum og Mick spyr hann um, hvað þeir áttu að gera við þau. Bófanum berst hjálp, áður en lögregluþjónninn kemur og Mick og Clare flýja, en bófarnir elta þau. Á flóttanum falla þau í gryfju fulla af vatni, og þar ná bófamir þeim, fara með þau upp í bíl og aka af stað. „Cardby hefir rétt fyrir sér, Jimmy. Þú ert bjáni. Geturðu ekki skilið, að hann er bara að reita þig til reiði? Hann vill koma af stað ill- indum. Pete, þú verður að gæta félaga þíns, og ef hann heldur þessu áfram, þá verðum við að gefa honum utanundir.“ „Cardby eða Jimmy?" spurði Pete vandræða- lega. „Auðvitað Jimmy,“ skiptu þér ekki af, hvað Cardby segir. Hann veit, að hann er i þeirri verstu klípu, sem hann hefir komizt í á æfinni, og þess vegna reynir hann að neyta allra bragða, en honum skal ekki takast það á meðan ég stjórna. Reynsla min af honum var dýrkeypt, en varð mér líka að kenningu. Látið hann stríða ykkur. Það gerir ekkert til.“ „Heyrið, hvað hinn mikli bófaforingi er skyn- samur,“ sagði Mick háðslega. „Þeir, sem ekki þekkja.hann, gætu haldið, að hann væri stórgáf- aður. En í rauninni veit hann ekkert eða skilur nema það, sem Betty rangeygða hefir lamið inn í hausinn á honum. Næst þegar yður langar til að skemmta yður, Jimmy, skuluð þér fara niður í Camden Town á laugardagskveldi, og horfa á þegar hinum mikla foringja yðar er fleygt út um dyrnar á sínu eigin húsi eins og kartöflu- poka. Hann elskar konuna svo heitt, að hann skelfur í hvert skipti, sem hún nálgast. Hann beygir sig í auðmýkt undir refsingu hennar, og biður hana jafnvel fyrirgefningar á, að hún skuli þurfa að óhreinka fingur sína á skítugu andliti hans. Jú, Dobby er svei mér hetja!“ „Lætirðu bjóða þér þetta?“ spurði Jimmy. „Ég er búinn að segja þér .... “ Hann lauk ekki við setninguna. Mick greip fram i: „Já, það er rétt, Jimmy. Dobby er gáfaðri en svo. Hann veit, að hann getur ekki neitað því, sem ég hefi sagt. Það er alkunnugt allt frá Pad- 11 eftir DAVID HUME. dington til Barnet. Það býr ekki nokkur maður i Evrópu við eins mikið konuríki og hann. Þegar hann hefir lokið þessu verki, bíður rangeygða Betty vafalaust eftir þvi að úthluta honum viku- skammtinum hans.“ „Eftir eina minútu stöðva ég bílinn,“ sagði Dobby, „og gef yður kjaftshögg, sem þér munuð seint gleyma. Ég kæri mig ekki um að heyra meira af þessari ósvifni yðar, Cardby.“ „Ef þér hittuð mig á kjaftinn,“ sagði Mick, „yrðuð þér að fá læknir til að binda um hendina á yður á eftir. Þér ættuð að láta Betty gera það fyrir yður, hún héfir æfinguna." „Það var stundarþögn. Mick fylgdist af athygli með hverri beygju bílsins. En þeir þræddu alltaf mjóar hliðargötur, sem hann ekki þekkti. „Mick,“ hvislaði Clare, „ef ég segi Vincent, að ég eigi sök á öllu þessu, að þér séuð alveg utan við það, og að ég skuli sætta mig við hvað sem er, haldið þér þá ekki, að hann mundi láta yður sleppa?" „Hvaða vitleysa, vina mín. Ef hann biði mér að fara, mundi ég segja nei. Annað teldi ég ekki sæma starfsheiðri mínum. Félagi okkar hefir aldrei mistekizt neitt ennþá, og ég ætla mér ekki að leggja inn á þá braut.. Ég hefi sagt, að ég yrði hjá yður, þangað til öll hætta er liðin hjá. Ég verð því kyrr.“ „Já, en þeir myrða yður, Mick, alveg eins og þeir myrða mig.“ „Ef til vill. En þér skuluð ekki halda, að ég flýi það, serri þér þorið að horfast í augu við. Hlutverk mitt er að sjá um, að ekkert komi fyrir yður. Hingað til hefi ég staðið mig illa. En ég hefi ekki gefið upp alla von enn. Lefty Vincent er ekki sá fyrsti, sem telur sér trú um, að hann sé búinn að festa hendur í hári mínu, og á meðan ég tóri neita ég að trúa því, að ekki sé einhver leið út úr ógöngunum.“ „Hlustið á hjal elskendanna,“ sagði Jimmy. „Mér þykir vænt um, að þér hafið gaman að því,“ sagði Mick. „Ég vil miklu heldur tala við stúlkuna, en horfa á smettið á yður.“ „Það er kraftaverk i mínum augum, að þér skuluð ekki vera dauður fyrir mörgum árum.“ „1 mínum augum er það sorglegt, að þér skyld- uð yfirleitt nokkurn tíma fæðast.“ Mick var enn að reyna að gera sér grein fyrir, hvar þau væru, þegar bíllinn nam staðar. Annar maðurinn, sem sat fram í, fór út og hljóp að hliði fyrir framan bílinn og opnaði það. Clare sneri sér að Mick og sagði: „Það lítur út fyrir að ferðinni sé lokið, Mick.“ „Nei, það skuluð þér ekki halda. Ég er gegn- votur, þreyttur, svangur og örmagna — en ég gefst. ekki upp fyrr en þeir hafa grafið mig.“ Hún greip hönd hans og þrýsti henni fast um leið og hún leit á hann. „Þér eruð furðulegasti maður, sem ég hefi nokkru sinni hitt,“ hvislaði hún. Þegar bíllinn ók í gegnum hliðið, athugaði Mick umhverfið. Málningin á hliðinu var afmáð af elli, jámslámar voru ryðgaðar og limgirðing- arnar beggja megin við stíginn höfðu ekki verið klipptar í langan tima. Nafn sást hvergi á hús- inu. Maðurinn, sem hafði opnað hliðið, stökk upp í bílinn aftur, skellti hurðinni á eftir sér og bill- inn ók hægt inn eftir stígnum, sem var þakinn illgresi. Nokkrir illa hirtir lárviðarrunnar sáust til beggja handa.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.