Vikan


Vikan - 12.06.1941, Qupperneq 12

Vikan - 12.06.1941, Qupperneq 12
12 VIKAN, nr. 24, 1941 Það urgaði og söng í mölinni undan hjólunum, þegar þau þræddu beygjur stígsins, og þegar lár- viðarrunnunum sleppti, tóku við furutré. Að lok- um beygðu þau fyrir krappt horn og námu staðar fyrir framan stóra byggingu, sem einu sinni hafði verið landsetur. Byggingin var löng og grá, og ákaflega hrörleg. Dimmir, óhreiiíir gluggar sáust ógreinilega á milli vafningsjurtanna. Málningin var máð af aðaldyrunum. Steinflísamar upp að dyrunum voru brotnar og óhreinar. Clare leit á þetta eyði- lega hús og færði sig nær Mick. Dobby leit við þegar hann nam staðar og hló hæðnislega. „Þetta er ekki amalegt hús fyrir elskendur," sagði hann. „Hér getið þið leikið Rómeo og Júlíu. Komið út úr bílnum svo að þið getið dázt að nýja heimilinu ykkar. Er það ekki glæsilegt, Cardby? Yður verður innanbrjósts eins og kvik- myndastjóra, sem er að sýna Gretu Garfeo nýju höllina sína, er þér komið inn í þetta skrauthýsi.“ „Auðvitað,“ sagði Mick. „Og ég á ekki á hættu að fá utan undir, eins og þér hjá kærustunni yðar. Ég skil ekki, hvers vegna þér og Betty búið í lélegum leiguhjalli, þegar þér hafið um- ráð yfir húsi eins og þessu. En það er víst ein af sérvizkum yðar. Komið, Clare, við skulum líta á nýja heimkynnið okkar. Þessa leið til para- dísar.“ Það var farið með þau aftur fyrir húsið. Mick leit í kringum sig, reyndi að festa sér í minni einstök atriði og velti því fyrir sér, hvort þeim mundi nokkurn tíma auðnast að komast burtu úr þessu eyðilega húsi, þegar þau væru komin inn i það. Þau fóru eftir mjóum hliðarstíg og urðu að ýta frá sér runnum og þrýsta sér upp að mosavöxnum veggnum til að komast áfram. Pete stakk lykli í lásinn. Honum gekk illa a£ opna hann, en að lokum tókst það og það marr- aði í hurðinni, þegar hún opnaðist. Þeim var ýtt inn í dimman, hellulagðan gang og allir hinir komu á eftir. „Jæja, hvernig lízt yður á nýja heimkynnið yðár?“ spurði Dobby. „Ágætlega,“ svaraði Mick. „Er hægt að heimta meira? Það vantar aðeins miðstöðvarhitun, raf- magnsljós, teppi á gólfið, veggfóður á veggina, lyftu, síma og nokkur önnur smáþægindi, til þess að maður geti verið fullkomlega ánægður." „Já, hvort sem yður líkar það betur eða ver, þá er þetta nú staðurinn, þar sem þér eigið að bíða dauða yðar. Kunnið þér ekki vel við hljóm- inn í því orði, Cardby?“ „Nei, hljóminn í dauðanum hefi ég ekki heyrt ennþá. Það er eins konar hryglukennt kokhljóð, er það ekki? En það hljóð fáið þér aldrei að heyra. Það heyrist aldrei hrygluhljóð, þegar mað- ur er hengdur. Hvað húsinu viðvíkur, þá er það betra en ekkert. Hvað er leigan?“ „Aðeins tvö mannslíf. Er það ekki nóg?“ „Og ieiguna og skattana borgar maður liklega úr gröfinni ?“ „Hvenær kemur Lefty?“ spurði Pete Mills. „Það er ekki gott að segja,“ svaraði Dobby, „en eftir því sem ég bezt veit, ætti hann að geta verið hér um miðnætti. Hvað er klukkan ?“ Mick leit á sjálflýsandi úrið sitt. „Tuttugu mínútur gengin í tólf,“ sagði hann. „Eftir fjörutíu mínútur ætti hans virðulega per- sóna áð geta birzt. En er það ætlunin að láta okkur svelta á meðan? Vincent hefir væntanlega ekki ferðast fimm þúsund kílómetra til að horfa á tvö skinhoruð lík?“ „Þessa leið, herra,“ sagði Dobby og hneigði sig háðslega. „Og svo skal ég athuga, hvað þjónn- inn hefir að bjóða. Þér viljið heldur heitan mat?“' „Alveg sama, bara ef það er matur. Og eitt ölglas væri heldur ekki sem verst.“ Jimmy náði einhvers staðar í vasaljós og þau fóru öll á eftir honum gegnum marga ganga. Að lokum komu þau inn í stórt, óvistlegt herbergi. Mick velti því fyrir sér, hvers vegna húsið stæði tómt. Herbergið var fullt af húsgögnum og breidd- ur yfir þau hvitur dúkur, og gólfið var þakið ryki. Undir dúknum mátti sjá stórt borðstofu- borð, marga stóla og ýms húsgögn. Pete Mills kom nú með pakka undir handleggn- um, tók smurt brauð upp úr honum, fór svo aftur og kom að vörmu spori með stóra körfu fulla af ölflöskum. Mick sneri sér að Clare og benti á matinn. En hún hristi höfuðið. Hann fylltist með- aumkun með henni, þegar hann sá hvað hún var föl, augun tekin, viprur í kringum munninn, álút og þreytuleg. En Mick vissi, að hann mátti ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur, ef hann ætti að hafa þrek til að mæta því, sem vænta mátti þá um nóttina. Hann settist á borð- röndina og fór að borða. Öðru hvoru leit hann á úrið. Stundin nálgaðist óðum! „Þér eruð fjandans harðjaxl, að þér skulið geta. setið þarna og borðað, þegar þér vitið, hvað bið- ur yðar,“ sagði Dobby og gat ekki leynt aðdá- uninni í rómnum. VIPPA-SÖGUR Vippi á kappreidum. _____ BAKNASAGA. -- Eftir að Vippi litli lét fólkið á sveitabænum vita i tæka tíð, að kviknað hafði í heyinu og hætta væri á því, að tvær gamlar konur brynni inni, voru allir á heimilinu ósköp góðir við hann. Nú mátti hann fara, hvert sem hann vildi og gera, hvað sem hann lysti. Og Vippi lifði marga sæluríka daga á sveitabænum. Sunnudag einn átti aftur að halda skemmtun í sveitinni. En nú vildu bóndinn og kona hans ekki fara að heiman, af því að svo illa tókst til í fyrra skiptið. Þau vildu ekki eiga það á hættu, að eitthvað leiðinlegt kæmi fyrir á meðan þau væru í burtu að skemmta sér. En nú töldu allir það alveg sjálf- sagt, að Vippi sæti ekki heima. Hann átti að fá að fara með unga fólkinu í Grænuskóga. Þið haldið .ef til vill, að hann hafi þurft sérstakan hest eins og hitt fólkið ? Nei, Vippi þurfti ekki sérstakan hest! Hann var látinn sitja á hnakk- tösku fyrir aftan Stínu litlu. Hún reið á stiltum, en viljugum hesti, sem Skjóna hét og var eign móður hennar. Bærinn þeirra heitir Fagrabrekka. Þau fóru þaðan fimm saman á skemmtunina og Vippa þótti afskap- lega gaman að því að fá að fara með. En hvað var þetta? Koma tveir hrafnar þama á eftir hópnum? Enginn virtist gefa þeim gaum nema Vippi. En hann var ekki lengi að kannast við þessa kunningja sína. Það voru krummahjónin hans. Vippi hafði ekki gleymt greiðanum, sem stærri hrafninn gerði honum, þegar hann flaug með hann á eftir fólk- inu, daginn sem kviknaði í heyinu. Það á aldrei að gleyma gerðum greiða. Hann hafði alltaf gefið hröfn- unum gott að borða síðan og þeim var bersýnilega orðið hlýtt til þess- arar litlu mannveru. Og nú flugu hrafnamir á eftir skemmtiferðarhópnum. Þegar fólkið áði til þess að hvíla hestana, settust þeir álengdar út í móa og biðu unz aftur var haldið af stað. Svona geta mállaus dýrin verið trygg, ef vel er að þeim farið. Á leiðinni að skemmtistaðnum bættist fleira fólk í hópinn frá öðr- um bæjum og það varð glaumur og gleði, þvi að meiri hlutinn var ungar manneskjur, sem þótti gaman að hitta vini og kunningja og láta hest- ana spretta úr spori. í Grænuskógum var fjöldi fólks saman kominn. Þar var margt til skemmtunar: ræðuhöld, söngur, danz og kappreiðar. Kappreiðarnar fóru fram á renni- sléttum völlum og áhorfendur höfðu raðað sér beggja megin við brautina og biðu þess í eftirvæntingu, að byrj- að yrði. Stína litla hafði látið það eftir Vippa að lofa honum að ríða einum á Skjóna skammt frá tjaldinu, sem fólkið frá Fögrubrekku hafði reist hjá skemmti- staðnum. Hún hafði lánað honum pínulitla svipu, því að hún bjóst ekki við, að þetta mannkríli gæti dangl- að svo fast með svipunni i klárinn, að hann tæki upp á því að hlaupa nokkuð að ráði. Vippi var í sjöunda himni yfir því að fá að vera einn á hestbaki og ráða sjálfur ferðinni. „Hodd, hodd!“ sagði Vippi og rejmdi að berja fóta- stokkinn, en það var engu líkara en hestinum fyndist ekki vera nema smáhnoðri á bakinu á sér, þvi að hann fór ekkert hrað- ara, þótt Vippi gerði það, sem hann gæti til þess að fá hann til að hlaupa svolítið. Nú stóð svo á, að kappreiðarnar voru byrjaðar og Vippi var kominn næstum að hestunum, sem áttu að hlaupa, þegar merkið var gefið. Hann var nýbúinn að dangla með svipunni af öllum kröftum í klárinn, þegar kappreiðahestamir hlupu af stað. Og nú kom líf í reiðhestinn hans Vippa! Þegar hann sá hina hestana taka stökk, þaut hann eins og örskot á eftir þeim, svo að Vippi missti svip- una og átti full í fangi með að halda sér. Þá var Vippi, auðvitað alveg óvart, farinn að'taka þátt í kappreiðunum. Hann var orðinn knapi, en það eru þeir kallaðir, sem ríða hestunum í slíkri keppni. „... knapinn á hestbaki er kóngur um stund. Kórónulaus á hann ríki og álfur,“ segir Einar skáld Benediktsson í „Fákar“, skínandi fallegu kvæði, sem þið ættuð að lesa og læra. Þið haldið ef til vill, að Vippi hafi verið hræddur ? Nei, það var nú öðru nær! Þetta var gaman, reglulega spennandi! Skjóna herti sig meir og meir og fór fram úr hverjum hestinum á fætur öðrum. Fólkið hrópaði og klappaði, og stappaði niður fótunum af ákafa, því að sumir vildu, að þessi hestur ynni hlaupið og aðrir vom aftur með öðrum. Skjóna spjaraði sig vel! Nú fór hún fram úr hestinum, sem hafði verið fremstur og — Vippi varð fyrstur að markinu. Fagnaðarlætin voru mikil, en Skjóna og Vippi fóru í hægðum sín- um þangað, sem tjaldið var og Stína litla varð guðsfegin að sjá þau, því að hún hafði hvergi komið auga á Vippa og hestinn og var orðin hrædd um þau. „Ég hélt þú værir týndur, Vippi. Þú máttir ekki fara svona langt frá tjaldinu. Hvar varstu?“ „Ég tók þátt í kappreiðunum og varð fyrstur!“ sagði Vippi hróðugur. „Fyrstur á Skjónu! Seigur, karl- inn,“ sagði Stína og fór að skelliU hlæja.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.