Vikan


Vikan - 21.08.1941, Síða 1

Vikan - 21.08.1941, Síða 1
Nr. 34, 21. ágúst, 1941 Hvor fann Ameríku Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson? Dr. Jón Dúason. Málverk eftir C. Kroghs. Nýlega eru út komin fyrstu heftin af hinu mikla riti dr. Jóns Dúasonar um „Landkönnun og landnám fslend- inga í Vesturheimi". Er hér á ferðinni eitt hið merkilegasta safn upplýsinga um landafundi forfeðra vorra, siglingar þeirra og afdrif landnemanna, sem enn hefur komið á prent á einum stað. Þeir, sem kynnzt hafa riti dr. Jóns að meiru en því, sem út er komið, geta gerzt um það sagt, að þar er ekki einasta saman kominn mikill fróðleikur, heldur eru þar settar fram hin- ar djörfustu kenningar, rökstuddar með oddi og egg, og nýstárlegar niðurstöður fengnar út frá áður þekktum og óþekkt- um heimildum. Þegar fyrstu heftin, sem út eru komin, eru með þeim einkennum, sem hér voru sögð, en þegar fram í ritið sækir, rignir bókstaflega yfir lesandann hinum mikilvægustu spurningum og svör- in sótt í sæg heimildarrita. Að þessu leyti á rit dr. Jóns Dúasonar skylt við stórkost- lega landkönnunarför, þar sem ekki er far- ið yfir láð og lög, heldur rakin spor ís- lenzkra landkönnuða, kannaðar allar til- tækilegar heimildir og landkönnunarsagan sögð eftir þeim. f tilefni af útkomu þessa rits hefir Vik- an snúið sér til dr. Jóns Dúasonar og lagt fyrir hann nokkrar spurningar í sambandi við ritið, þar sem það snertir mjög svo fyrstu sögu af hvítum mönnum á megin- landi Ameríku, en nú hafa fyrir rás við- burðanna skapazt ný tengsl milli íslands og Bandaríkja Norður-Ameríku rúmum 950 árum eftir að fyrsti íslendingurinn sigldi þar að landi. — Dr. Jón Dúason er fimmtugur að aldri. Meiri hluta ævi sinnar hefir hann helgað sögulegum rannsóknum og einkanlega ein- beitt sér við rannsókn á réttarstöðu Græn- Framhald á bls. 3.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.