Vikan - 21.08.1941, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 34, 1941
Stolin hamingja.
Nöðruaugað" andaði djúpt og ýtti
við vini sínum, stóra Jeep, sem
" var starfsfélagi hans.
„Sjáðu,“ sagði hann og deplaði augun-
um af ákafa. „Þetta er fyrirtak. Það er
sjóliði að gera hosur sínar grænar hjá
henni.“
Stóri Jeep skellti í góm. Jeep var hund-
ingi og þegar hann sá, að málið var að
verða til lykta leitt, þá var hann með
myndavélina með sér. „Þetta getur orðið
bærileg fúlga.“
Hann horfði aftur þangað. „Hver er
þessi strákur ?“ spurði hann. „Mér finnst
ég kannast við hann.“.
„Hvar hefir þú kynnst svona strákum?“
spurði „Nöðruaugað" hæðnislega. „Hvað
kemur það eiginlega málinu við, hver hann
er? Við þurfum bara að ná myndinni.“
Það var auðvelt. Maður velur bara ein-
hvern, karl eða konu. Síðan fylgir maður
þeim, sem hefir orðið fyrir valinu og nær
við gott tækifæri mynd, sem fórnardýrið
vill gjarnan kaupa. Góða mynd, skiljið þér,
faðmlög eða óvarkárt augnablik.
Skemmtileg vinna, vegna þess að þá
fylgist maður með merkilegu fólki. I sein-
asta mánuði hafði það t. d. verið Charley
van Poole, milljónamæringurinn, sem spil-
ar austurlenzkan knattleik. Að lokum hafði
Charley yfirgefið „Garðveitingahúsið“
með ungri stúlku. Óframkölluð myndin
hafði orðið 750 dollara virði. Að hugsa sér!
Nú var það nýja stjarnan Nell Tate. Og
Nell var falleg. Hún var hér í Hollywood
að leika í fyrstu kvikmyndinni sinni. Hún
hafði orð fyrir að fara einförum og vera
einmana eins og Greta Garbo. Slíkar mann-
eskjur voru einmitt beztu tekjulindirnar,
af því að þær voru hræddar við svona smá
myndir.
Þrátt fyrir orðróminn, þá var Nell þama
úti í kvöld. Og hvert fór hún? Beint í
sterkustu ljósin! IJt á Venice Pier, getið
þið ýmyndað ykkur annað eins! I hring-
ekjuna, í skriðbrautina og nú fer hún
þarna með einhverjum strák! Það var eng-
inn efi á því, að þetta var stórgróði. „Hún
SIMÁSAGA
EFTIR
PAUISCHUBCRT
ætti að verða töluvert há í verði þessi!“
hvíslaði „Nöðruaugað“ sigri hrósandi. „Ef
hún borgar ekki, þá látum við kvikmynda-
stjórann og dagblöðin hafa myndina!“
*
En það einkennilegasta af öllu, var að
Nell Tate skyldi sjálfri vera mjög mikið
niðri fyrir. Stórar kvikmyndastjömur fá
ekki oft tækifæri til að gera, það sem þær
langar sjálfar til að gera. Þeim gæti dottið
í hug að fara niður að ströndinni og vera
þar innan um annað fólk, en þá komast þær
að þeirri niðurstöðu, að lífið er ein eilífðar
bók, sem safnað er í eiginhandarritum.
Þegar þær fara eitthvað, þá þekkjast þær
og þá er ekki griður gefinn.
En nú var Nel 3300 mílur frá Times
Square, enda þótt hún væri enn í Holly-
wood, en hér þekktist hún síður.
„Halló,“ hafði sjóliðinn sagt og vissi
ekki, hver hún var.
„Komdu, við skulum fara í skriðbraut-
ina! Þetta er fyrsta fríið mitt og þú ert
einmitt það, sem mig vantaði!“
Hún hafði aldrei áður farið niður að
ströndinni og farið í skriðbrautina. Sjó-
liðinn lagði handlegginn utan um hana í
gegnum dimmu göngin. Hann reyndi jafn-
vel að kyssa hana og hélt fast í hendina
á henni.
Að hugsa sér að hún, sem vann sér fyrir
57000 dollurum á ári og vissi hvað hún
var falleg, skyldi roðna út undir eyru,
þegar sjóliðinh sagði, að honum geðjaðist
vel að henni.
Lengst úti á Venice Pier undir stærstu
skriðbrautinni er dimmt. Þar blandast há-
vaðinn frá skemmtistaðnum við brimniðinn.
Utan af dimmu Kyrrahafinu kemur upp-
ljómað skip, sem er að koma alla leið frá
Herfangar.
Italskur aðmiráll (í miðið) og
aðstoðarmaður hans (til hægri)
eru hér í yfirheyrzlu. Brezkur
liðsforingi (til vinstri) er að
yfirheyra þá í flotabækistöð
Breta í Tobruk, eftir að Bretar
náðu borginni á sitt vald. Mis-
munur einkennisbúninga Bret-
ans og Italanna hlýtur alltaf að
vekja athygli. Þegar Tobruk féll,
tóku Bretar einn aðmírál, fjóra
yfirhershöfðingja og 14000 her-
menn til fanga.
Asíu. Sjórinn er spegilsléttur og ilminn
af saltvatninu leggur fyrir vitin.
Handleggur sjóliðsforingjans hélt utan
um hana, hann þrýsti henna að sé og varir
þeirra mættust.
En á sama augnabliki og Nell fann varir
sjóliðans kviknaði ljós stóra Jeeps, svo að
þau fengu ofbirtu í augun, og það var eins
og einhver dýr helgidómur hefði verið rof-
inn. Nell hafði stolið ofurlítilli hamingju,
stolið henni frá Broadway og Hollywood,
frægð og auðæfum — augnabliks hamingju
með sjóliða, sætari hamingju, en nokkur
hafði eignast, sem hafði komið til Venice
Pier til að leita að hamingjunni; og þá
komu þessir tveir menn með myndavél!
„Jeep!“ sagði annar þeirra háðslega.
„Ég vissi ekki að það væri neinn hér. Jeep,
við hefðum ekki átt að taka myndina, rétt
á meðan stúlkan var að kyssa .. .“
Setningin varð aldrei lengri, því að hægri
hnefi sjómannsins lenti beint í andliti hans.
„Heyrið þér!“ kveinaði litla „Nöðru-
augað“ aumingjalega.
En nú hafði stóri Jeep þekkt sjómann-
inn.
„Nei, nú lýst mér á, „Nöðruauga“,“ öskr-
aði hann. ,,Hlauptu.“ En það var of seint
að hlaupa, því að bryggjan var full af
lögregluþjónum og öðrum mönnum.
Nell sagði ekkert, þangað til lögreglu-
þjónarnir voru farnir og þau voru ein eftir.
Hún var of særð og óánægð til að geta
sagt mikið. Henni leið eins og barni, sem
hefir verið rifið út úr barnalegri hugmynd
sinni um lífið.
„Þér vissuð, hver ég var,“ sagði hún
við sjóliðann. „Þér vissuð það alltaf!“
Hann hristi höfuðið. „Ég vissi, að þess-
ir menn voru að elta yður, það er allt og
sumt.
„Þér kysstuð mig — rétt til þess að fá
sönnun.“ Þetta var það, sem særði hana
mest.
„Trúið þér því í raun og veru?“
„Þér eruð ekki einu sinni sjóliði. Ekk-
ert nema vanalegur . . .“
„Er ég ekki sjóliði? Heyrið þér nú; fyrir
tíu dögum keypti flotinn skipið mitt til
að nota það í flotanum, og ég er sjóliði
á því — og svo segið þér, að ég sé ekki
sjóliði! Ég kom í land eins og hver annar
sjóliði og reyndi* að vermda fallegustu
stúlkuna í heiminum frá því að tveir þrjót-
ar kúguðu fé út úr henni. Þessir sömu ná-
ungar kúguðu 750 dollara út úr mér í
seinasta mánuði, þegar ég var enn að spila
austurlenzka knattleikinn.“
„Afsakið þér,“ sagði Nell. „Þér leggið
of mikið á ímyndunarafl mitt.“
Sjóliðinn brosti. „Eigið þér við, að þér
hafið ekki vitað, að ég er Charley van
Poole? Var kossinn þá bara vegna sjálfs
míns?“
Það var eitthvað sérstakt við það,
hverpig hann tók aftur utan um Nell ...
og það var líka eitthvað sérstakt við
augnaráðið, sem Nell sendi honum.
„Jæja, í hjarta yðar eruð þér ekkert
annað en sjóliði," hvíslaði hún í eyra hans.