Vikan - 25.09.1941, Qupperneq 4
4
VTKAN, nr. 39, 1941
auka vald sitt, en tvær þeirra skildu
og önnur tvisvar. Út af giftingu einnar
dóttur sinnar komst Snorri í f jandskap við
bróðurson sinn, Sturlu Sighvatsson, og
var þá samheldni Sturlunga farin út um
þúfur.
Snorri gerði árið 1224 helmingafélag við
Hallveigu Ormsdóttur. Hún var þá auðug-
ust kona á Islandi, og varð þá Snorri rík-
asti maður landsins.
Á þessum árum voru miklar deilur með
höfðingjum, róstur og vígaferli, samning-
ar og svik, og er hér ókleift að lýsa af-
skiptum Snorra af þeim málum, sem mið-
uðu öll að því að auka völd hans og
auð.
Sturla Sighvatsson kom heim til Islands
haustið 1235 og rak þá erindi Hákonar
konungs og hugðist fyrst að ráða niður-
lögum Snorra og fór svo, að hann flæmdi
Snorra frá búi og ríki í Borgarfirði og
flýði hann suður á Nes. Árið eftir fór
Snorri utan, enda mun hann hafa búizt við,
að til stórtíðinda drægi á Islandi.
Næsta sumar voru þeir, sem verið höfðu
mestir andstæðingar Snorra, felldir í bar-
daga á Örlygsstöðum. Fór Snorri, í banni
konungs, vorið 1239 til Islands og tók þar
sín fyrri völd viðstöðulaust.
Hákon konungur sendi Gissuri Þorvalds-
syni boð um, „að hann skyldi annað hvort
koma Snorra á sinn fund eða taka hann
af lífi“. Fastheldni Snorra á fé fékk óvin-
um hans átyllu til að fara á hendur hon-
um.
Gissur kom í Reykholt aðfaranótt 23.
september 1241 með sjötíu manns. Snorri
flúði í kjallara og var eltur þangað. Símon
knútur bað Áma höggva hann. „Eigi skal
höggva,“ sagði Snorri. „Högg þú,“ sagði
Símon. „Eigi skal höggva,“ sagði Snorri.
Eftir það veitti Ámi honum banasár og
báðir þeir Þorsteinn unnu á honum.
Þannig var Snorri Sturluson veginn,
vamarlaus á næturþeli, af ótíndum böðl-
um, fyrir atbeina erlends konungs, en
snilldarverk hans, HeimslcrLigla og Snorra-
Edda, munu halda nafni hans á lofti um
aldur og ævi.
„Snorri Sturluson var ekki einn af þeim
mönnum, sem þurfa að beina öllum kröft-
um sínum að einu marki til þess að geta
komið nokkm í verk, því að trauðla hefir
nokkur Islendingur lifað svo fjölbreyttu
lífi sem hann. Hann var lögsögumaður,
eigandi margra goðorða, átti í sífelldum
deilum, bæði á alþingi og í héraði, og reisti
rönd við mestu höfðingjum, sem honum
vom samlendir. Hann fór tvívegis utan,
sótti heim stórhöfðingja bæði í Noregi og
Svíþjóð, og þá þar nafnbætur, gjafir mikl-
ar og marga sæmd aðra. Hann átti ekki
einungis hlut í, hver afskipti þeirra Há-
konar konungs og Skúla hertoga urðu af
Islandi, heldur virðist hann vera ráðinn í
að taka sinn þátt í deilum þeirra konungs
og hertoga, eftir að sundur var dregið um
samþykki þeirra. Hann lagði mikla stund
á að safna auði, átti bú á mörgum höfuð-
bólum, var hinn „mesti fjárgæzlumaður",
. .. „hagur á allt það, er hann tók höndum
til og hafði inar beztu forsagnir á öllu
því, er gera skyldi“ ... Að því skapi var
hann heimsmaður. Hann var skartmaður
í klæðaburði, hélt miklar veizlur og glæsi-
legar og hefir unað sér vel við góðan drykk
í dýmm kemm. Og hann var eins og Jón
Loftsson fósturfaðir hans „mjög fenginn
fyrir kvennaást", og átti börn með mörg-
um konum.
Þó er sagan enn ekki nema hálfsögð.
Snorri var helzta skáld Islands á sinni tíð,
og hefir varla nokkur maður annar haft
slíkt vald á tungunni til bragþrauta. Hann
samdi Eddu, Ólafs sögu helga, Heims-
kringlu og ef til vill fleiri sögur. I ritum
hans haldast frásagnarlist og vísindaleg
dómgreind fastar í hendur en í nokkmm
öðmm íslenzkum fornritum, og þau bera
þess óræk vitni, að Snorri hefir haft djúp-
tæka þekkingu á öllum sviðum þjóðlegra
fræða íslenzkra. Má því vel kalla hann and-
légan brennidepil aldar sinnar.“
Fulltrúi Vichy-stjórnarinnar skrifar undir. Eftir 35 daga bardaga
gekk landstjóri Vichystjórnarinnar í Sýrlandi, Dentz hershöfðingi,
að kröfum Bandamanna. — Á myndinni sést fulltrúi Vichy-stjóm-
arinnar, Andre de Verdillac, vera að skrifa undir skilmálana.
„Fljúgandi virki“ gera dagárásir. Brezk flugvélaráhöfn sést hér
vera að fara upp í eitt af „fljúgandi virkjunum", sem eru búin til í
Ameríku. Þeir eru að fara til dagárásar á höfnina í Brest, þar sem
þeir hæfðu þýzka orustuskipið ,,Gneisenau“ með þungum sprengjum.
Þýzkir fangar I eyðimörkum Afríku. I bardögum, sem hafa verið
háðir í brennandi hitum Afríkueyðimarkanna hafa Bretar gert mörg
áhlaup á stöðvar Þjóðverja með góðum árangri og tekið marga þýzka
og ítalska fanga. — Á myndinni sjást þýzkir fangar, sumir særðir,
vera að koma til brezks fangelsis i eyðimörkinni.
Ástralskur sprengjuflugmaður
vinnur Viktoríukrossinn.
Ástralska sprengjuflugmann-
inum H. I. Edwards, sem er 26
ára gamall, hefir verið veittur
Viktoríukrossinn fyrir mikla
hugrpýði. — Hann stjómaði
einni af áhættumestu dagárás-
um Englendinga, sem gerðar
hafa verið. Árásarstaðurinn var
mjög vel varið iðnaðarver við
Bremen. Hann flaug stundum í
minna en 50 feta hæð og árásin
bar mjög mikinn árangur.