Vikan


Vikan - 05.03.1942, Blaðsíða 3

Vikan - 05.03.1942, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 5, 1942 3 Arndís Björnsdóttir, leikkona. Framhald af forsíðu. ól,astaðri!), því að fjöldi „óskólagenginna" Islendinga hafa ekki staðið ver í ístaðinu en hinir. En Arndís hefir ekki verið löt að læra, hún hefir lesið allt, sem hún hefir náð í um leiklist. Þar að auki hefir hún verið heppin í því, að hún hefir fengið margs- konar. hlutverk til meðferðar — Kerlingin í Gullna hliðinu er 72. hlutverkið hennar — og fjölbreytni í starfi er líka góður skóli, ef hún er hagnýtt til hlítar. Vér spurðum ungfrú Arndísi, hvaða hlutverk henni hefði fundizt skemmtilegast. „Mér þykir alltaf það síðasta skemmtilegast,“ svaraði hún brosandi, — „ef á annað borð er nokkuð varið í það. En þau eru fá, sem ég hefi elskað eins heitt og „Kerlinguna“.“ Síðan nefnir hún frú Tabrett í Logan- um helga, Hedvig í Villiöndinni, Dótturina í Sex verur leita höf- • undar og frú Midget í Á útleið. Lesendur Vikunnar fýsir ef- laust að fá að vita eitthvað um yður sjálfa, segjum vér einnig við ungfrú Arndísi. „Það er ekkert um mig sjálfa að segja,“ — en vér fáum þó að vita, að hún er Reykvíkingur, meira að segja í marga ættliði. Foreldrar hennar voru Björn Jensson, yfirkennari við latínu- skólann (afi Arndísar var því bróðir Jóns Sigurðssonar for- seta) og Louise Svendsen. Auguste, móðir Louise, átti hannyrðaverzlun í Austurstræti og hana rekur ungfrú Arndís. Er ekki gaman að leika í Gullna hliðinu? spyrjum vér: ,-Yndislegt — þegar í húsinu eru þægilegir áheyrendur." Já, vel á minnst, vér höfum heyrt það úr ýmsum áttum, að það séu töluverð brögð að því stundum, að fólk hlæi, þegar leik- in eru hin alvarlegustu atriði, t. d. farið með bæn á leiksviðinu eða eitthvað á borð við slíkt. Þetta er auðvitað hin mesta smekk- leysa, gerð í hugsunarleysi, en hlýtur að. hafa hin verstu áhrif á leikendurna, sem lifa sig inn í hlutverkið og er ekki hlátur í huga. Þessi ómenning hverfur vonandi fljótt, þegar almenning- ur venst því að sækja leikhús og meta að verðleikum, það Arndís sem Réttvísin Mary Duggan í gegn Mary Duggan. Amdís sem frú Midget í Á útleið. Arndís sem Nan í samnefndu leikriti. Arndís í skopleiknum Stubbur. sem þar er flutt. — Er vér spurðum ungfrú Arndísi hvers virði leik- starfsemin væri fyrir hana, svaraði hún: „Svo mikils virði, að ég get ekki lýst því.“ Eitt er sameiginlegt með öllum þeim leikurum, sem Vikan hefir átt tal við. Þeim er líkt farið og Cato hinum gamla, sem lauk öllum ræðum sínum á hinu forna þingi Rómverja með þessum orðum: „Præterea censeo Carthaginem esse delendam“ („Að endingu legg ég til, að Karþagó verði lögð í eyði“) — leikar- arnir geta ekki orða bundizt um það áhuga- mál sitt, að þjóðleik- húsmálið verði til lykta leitt á viðunandi hátt. Þörfin á betri og stærri húsakynnum fyrir leik- starfsemina er mjög brýn. Það sjá ekki ein- ungis þeir, sem næstir standa, heldur og allir aðrir, er nokkuð um þessi mál hugsa. Arndís Björnsdóttir leikkona á vonandi eftir að þjóna listinni lengi og fá sem fyrst umhverfi, er hæfir leik hennar. Arndís sem Júlía í Draugalestinni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.