Vikan


Vikan - 05.03.1942, Blaðsíða 7

Vikan - 05.03.1942, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 5, 1942 7 Um krossgátur. Framhald ai bls. 4. eru ekki svo margir sem aðkvæðir eru á eftir SK. Það er ekki nema j og r. Einnig gæti verið um forskeyti að ræða. Þá koma hljóðstafir einir til greina. Hér mun þó ekki geta verið um aðra að ræða en á og ó. Þriöji möguleikinn er að nr. 3 byrji á tvíhljóðanum au. Stafurinn á 3. sæti sé a. Um síðasta stafinn eru engar upplýsingar og ekkert við að styðjast, annað, en að hann er endastafur í orði, sem táknar höfuðbúnað. Við höfum fengið SKAU. Við þreifum okkur áfram. Þarna kernur stafurinn T. Hann fellur prýðilega við það sem á undan er komið. Skaut er lika ágætt orð, heiti á hinum forna höfuðbúnaði is- lenzkra kvenna, sem ennþá er notaður við hátíð- ieg tækifæri og þykir sóma sér hið bezta. ,,Skaut“ stenzt svo langt sem þekking okkar nær ennþá, og það sem komið er, er ekki í öðrum tengslum við framhald krossgátunnar, en í gegnum nr. 3. Það orð er sjö-stafa og þýðir trúgjörn. Við höf- um 2 fyrstu stafina, tvíhljóðann au. Hver er trú- gjörn ? Trúgjörn er sú, sem er fús til að trúa því, sem henni er sagt, án þess að yfirvega það með gaumgæfni, sú sem er auðvelt að fá til að trúa — anðtrúa. Þarna er sjö-stafa orð komið upp í hendurnar á okkur. Það þýðir trúgjöm og fellur inn í nr. 1 og nr. 6 lárétt. Nú er spurningin, hvort það geti staðist við það sem á eftir kemur. Af þeim 5 stöfum, sem eftir eru, eiga 3 sæti í öðrum orðum. T er 4. stafur i nr. 11 lárétt. U 2. stafur í nr. 14 lárétt og A 3. stafur í 16 lárétt. Við at- hugum fyrst hvernig gengur með T. Nr. 11 er sjö- stafa orð og merkir gjöld. Ekki ætti maður að gleyma gjöldunum. En væri úr vegi að nefna þau skatta. Gjöld og skattar eru orð, sem skiptast á í mæltu máli og enginn greinarmunur gerður á merkingu þeirra. T er 4. stafur í „skattur“ og kemur það heim við „auðtrúa“. En nú er eftir að rannsaka hvort þetta getur staðist við óleystu orðin i krossgátunni. En stæðist það, höfum við fengið, ef svo mætti segja hrygglengjuna í öll þau orð sem eftir eru. Að vísu liggja hin fengnu orð ekki í gegnum smá-orðin nr. 8, 10, 12 og 13 lárétt, nr. 14 og 15 lóðrétt, en þau em öll svo háð þessum orðum, sem fengin era, að það mun fljót- lega segja til sín, sé rangt af stað farið. Við sjá- um nú hvað setur. Þegar hér er komið lítur krossgátan þannig út. 6. mynd. (Framh.) „Eyja veiðikattanna“. Spölkorn frá Tahiti, sem er í Kyrrahaf- inu, liggur ,,Eyja veiðikattanna", einkenni- legt ríki. Saga þess er allt að aldar gömul. Hún hófst þegar tvö skip, sem mikið af rottum var í, strönduðu við eyjuna. Hundruð af rottum syntu í land. Á skömmum tíma höfðu þær aukið kyn sitt svo mikið, að hinir innfæddu flýðu í dauð- ans ofboði og eftirlétu grimmum rottun- um eyjuna. Nokkrum árum seinna frétti franskur ævintýramaður, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að gefa þeim, sem gæti útrýmt rottunum eyjuna. Honum leizt þannig á, að það mundi vera vel þess vert að reyna þetta. Hann safnaði fimm hundruð kött- um og sleppti þeim lausum á eyjuna. Þetta fyrirtæki heppnaðist svo vel, að Frakkinn settist að þar og kom á stofn alifuglarækt. En eigandi fyrirtækisins átti eftir að verða mjög undrandi. Þótt kettirnir væru innan skamms búnir að ganga gjörsamlega milli bols og höfuðs á rottunum, þá urðu þeir brátt eins alvarleg plága og rotturnar höfðu verið. Þeir juku kyn sitt og brátt varð eyjan yfirfull af köttum. Þegar rotturnar voru uppétnar, snéru kettirnir sér auðvitað að hænsnabúinu. Það var ógjörningur að halda banhungruð- um skepnunum í burtu, og að lokum eftir- lét vesalings, vonsvikni Frakkinn þeim eyjuna. Þetta var fyrir rúmum fimmtíu árum, og kettirnir hafa alltaf setið þar að völd- um síðan. Þeir eru nú svo fjandsamlegir mönnunum, að ef bátur nálgast, koma þeir hundruðum saman niður að ströndinni og hvæsa og urra að komumönnum. VIPPA-SÖGUR Vondi strákurinn og dúfan ---- BARNASAGA --- Vippa leið ekki vel fyrst í stað eftir að hann fór frá mannin- um, sem átti pöddurnar í glerkassan- um. Hann ráfaði um göturnar og vissi satt að segja ekki, hvað hann átti að taka sér fyrir hendur eða hvert væri bezt að halda. Honum fannst allir vera á móti sér og eng- inn skilja það, að litlir drengir þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni. Ekki hafði hann fleygt kínverjanum vilj- andi í þvottabalann! Og hvers vegna þurfti maðurinn að verða svona vond- ur, þó að hann gerði útaf við þessar pödduskammir? Viþpi skildi þetta ekki. Hvað mega litlir drengir eigin- lega gera, hugsaði hann. Ó, hvað ég vildi, að það væri komið sumar, svo að ég gæti farið upp í sveit. Þar er svo frjálslegt og gott að vera. Vippi nam staðar á götunni. Rétt fyrir framan sig sá hann sjón, sem honum geðjaðist ekki að. Hjá einu húsinu hafði verið stráð brauðmolum. Falleg dúfa var að vappa þar urn og fá sér að borða. En hún fékk ekki að vera í friði. Litill strákpatti var þama skammt frá henni og þótt hann væri smávaxinn, var hann að taka upp steina og reyna að kasta þeim í dúfuna, svo að hún hraktist alltaf annað veifið frá matnum. En ávallt kom hún aftur, og þó gat hún átt það á hættu, að steinamir færa í hana og meiddu hana. Ósköp hlýtur hún að vera svöng, fyrst hún gefst ekki upp við að hirða molana, hugsaði Vippi. Ég má til að hjálpa henni. Strákur- inn er hræðilega illa innrættur að geta ekki látið veslings fuglinn í friði. Ætli hann kæri sig mikið um, að svona væri látið við hann meðan hann er að borða. „Hættu þessu, strákur,“ sagði Vippi. „Þetta er ljótt.“ Strákurinn leit upp og virtist vera steinhissa. En hann var ekki lengi undrandi og ekki hætti hann þessum Ijóta leik. „Ætlarðu ekki að hætta að kasta í dúfuna,“ sagði Vippi og stappaði niður öðrum fætinum, til þess að gefa orðunum áherzlu. En hann þorði ekki að ráðast á strákinn, af því að hann bjóst ekki við, að hann væri eins sterkur og strákurinn. „Hvað varðar þig um dúfuna, áttu nokkuð í henni?" spurði strákurinn og var hinn hortugasti. „Nei, ég á ekki dúfuna, en ég veit fyrir því, að það er afskaplega Ijótt að hrekkja saklaus dýrin og það gera engir nema óþokkar,“ sagði Vippi og var orðinn sárgramur út í strákinn. „Á ég að segja þér nokkuð ?“ sagði strákurinn. „Hvað er það?“ spurði Vippi. „Annars vil ég sem minnst við svona vonda drengi tala.“ „Ef þú ekki hættir að skipta þér af mér og dúfunni, þá hendi ég bara í þig,“ og strákurinn reiddi upp hönd- ina með steininum, sem hann hélt á. Vippi hrökk aftur á bak af hræðslu við það, að strákurinn kastaði í hann steininum og hitti kannske. Vippi stóð drykklanga stund og horfði á dúfuna. Þá hló vondi strákurinn og sagði: „Á vissi ég ekki, að þú værir hræddur við mig, hugleysinginn þinn. Það er lítið gagn í því að brúlia bara munn og geta svo ekkert." Þetta þótti Vippa illt að heyra. Bæði var nú það, að strákurinn storkaði honum og svo hélt hann áfram óáreittur að hrekkja dúfuna. Hvað átti hann til bragðs að taka til að klekkja á stráknum? Vippi litaðist um í kringum sig. Var ekkert hér, sem gat hjálpað hon- um? Jú, biðum við, hvað var þetta? Lá ekki þarna garðslanga út imi glugga? Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, hugsaði Vippi og smeygði sér í skyndi inn um opinn gluggann. Allt var i lagi, ekki bar á öðra. Slangan var á krananum, ekk- ert annað en skrúfa frá, þá kom vatnið. Vippi gerði það og þaut út aftur. Strákurinn skyldi svei mér fá að finna, að Vippi var ekki ráðalaus, þó að lélegur væri hann i slagsmál- um og grjótkasti. Strákurinn hafði ekkert fylgst með því, sem Vippi aðhafðist. „Varaðu þig nú, vondi strákur! Nú færðu makleg málagjöld fyrir að hrekkja dúfuna,“ kallaði Vippi og beindi vatnsbununni úr slöngunni beint á strákinn. Vatnið kom eins og þrama úr heiðskíru lofti yfir strákinn. Hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð og flýði í dauðans ofboði, allur rennblautui'. Vippi beið, þangað til strákurinn var horfinn úr augsýn. Þá stakk hann sér aftur inn um kjallaragluggann og skrúfaði fyrir vatnið, harðánægður yfir árangrinum af þessu tiltæki. Þegar Vippi kom aftur út. úr kjall- aranum, var dúfan í mestu makind- um að borða brauðmolana, því að nú truflaði enginn hana. Vippi stóð drykklanga stund og horfði á dúfuna. Þegar hún virtist hafa fengið nægju sína, vappaði hún til Vippa, horfði beint framan í hann og deplaði augunum, eins og hún væri að þakka honum fyrir liðveizl- una, eða svo fannst Vippa að minnsta kosti.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.