Vikan


Vikan - 05.03.1942, Blaðsíða 12

Vikan - 05.03.1942, Blaðsíða 12
12 þeir gengu yfir grasvöllinn. „Hvaða skúr er þetta á hinum grasvellinum ? Mér finnst ég hafa séð nákvæmlega svona skúr áður.“ „Já, hann vakti líka athygli mina. En það er ekkert dularfullt við hann. Hann er einmitt, það sem hann sýnist vera, lítið flugskýli. Það er reyndar undarlegur staður fyrir flugvél — en fólki dettur svo margt í hug. Ég benti Sir Edgar á það, en hann vildi auðsjáanlega ekkert um það tala, svo að ég þagði. Maður á ekki að koma sér í klípu, þegar það er óþarfi.“ „Við vorum fljótir í dag. Hvenær á deginum komuð þér hingað með Sir Edgar?“ „Það hefir verið um fjögurleytið." „Fluguð þér svo beina leið til baka?“ „Já, næstum því. Ég fór héðan um fimmleytið og var búinn að koma vélinni í skýli heima í Englandi klukkan átta. Þetta var annars leiðin- legt með herra Peel, finnst yður ekki?“ „Jú, hræðilegt. Það hlýtur að hafa fengið mikið á Sir Edgar.“ Larry Forbes snéri höfðinu og leit spyrjandi á farþega sinn. „Haldið þér það?“ „Já, því ekki? Haldið þér það kannske ekki?“ „1 sannleika sagt — nei. Ánnar var yfirboð- ari minn, hinn var góður viðskiptavinur, en mitt starf er að vera flugmaður hjá „Imperial Travel" og halda mér saman.“ „Mér finnst kráin vera nokkuð langt frá lend- ingarstaðnum." „Hún er hér við hornið. Líður yður ekki betur núna?“ „Jú, þakka yður fyrir, dálítið betur. Ég veit ekki vel, hvað ég á að gera, þegar ég er kominn hingað.“ „Ekki það ? Ég hélt, að þér hefðuð mælt yður mót við Sir Edgar hér einhvers staðar." „Já — í raun og veru. En það var ekki neitt alveg ákveðið. Halló, þarna er kráin!“ Þeir settust við borð fyrir utan húsið. Flug- maðurinn fékk sér sódavatn, en farþeginn glas af víni. Báðir kveiktu þeir sér i sígarettu. „Mun dauði Peels hafa nokkur áhrif á rekstur fyrirtækisins, Forbes?“ „Ég býst varla við því. En verði nokkur breyt- ing, þá mun hún aðeins snerta okkur, sem ekki förum fastar ferðir. Það verður varla hreyft við áætlunarf erðunum. “ „Hvað verður þá um yðar starf?“ „Ég hélt að þér vissuð það betur en ég. Það er sagt, að Sir Edgar Murray vilji taka allan loft- flotann með flugvellinum, flugskýlunum og öllu, í sínar hendur. Ég vona, að hann reki mig ekki.“ „Já, einmitt — já, ég vissi, að hann hafði áhuga á málinu, en ég hélt, að hann væri hættur við öll áform í því efni.“ ,„Hann hefði heldur aldrei getað komið þeim í framkvæmd, ef herra Peel hefði lifað.“ Farþeginn tók svo fast utan um vínglasiö sitt, að neglumar urðu hvitar. ,„Sir Edgar er óvenjulegur maður. Ég hefi aldrei getað skilið, hvað hann ætlaði að gera við loftflotann, og það þýðir auðvitað ekki að spyrja hann. Hvað á félagið margar vélar?" „Sextán. Hann gæti fengið nóg með þær að gera, en ég er ekki viss um, að ég mundi vera sérlega öruggur að fljúga einhverri vélinni, þegar þær eru komnar undan eftirliti „Imperial Travel.“ „Yður fellur ef til vill illa að skipta um yfir- menn og eigið erfitt með að venja yður við nýj- ar fyrirskipanir ?“ „Það er ekki það.“ Larry Forbes ruggaði aftur á bak á stólnum og horfði upp i himininn. Það næsta, sem hann sagði, slapp upp úr honum, eins og hann hefði ekki hugsað um það. „Nei, það er ekki ástæðan. En ég kæri mig ekki um að smygla vopnum inn í evrópisk lönd og Austur- lönd, þar sem innflutningurinn er stranglega bannaður. Einhvem góðan veðurdag hrynur það allt saman, og ég vil helzt vera fyrir utan rúst- imar.“ Hann þagnaði allt í einu og leit á far- þega sinn. „Viljið þér ekki fá yður annað glas af víni, herra Whitehead ? Það er ekki rétt af mér að sitja hér og ræða um starf mitt. Ég er hræddur um, að það brjóti mjög í bága við allar reglur.“ Forbes veifaði til þjónsins og’ lét fylla glasið. Farþeginn brosti. „Nú litið þér mikið fjörlegar út,“ sagði flug- maðurinn. „Það er merkilegt, hvað eitt vínglas getur hresst menn." „Það er merkilegt, hvað margir hlutir geta hresst menn,“ svaraði hinn. Þeir sátu þegjandi stundarkorn. Forbes byrj- aði að flauta. Farþeginn fitlaði við vínglas sitt og leit annað slagið hvasst á flugmanninn, eins og hann væri að meta hann. Að lokum sagði hann: „Yður er ekkert sérlega vel við Sir Edgar, er það, Forbes?“ „Það eru ipargir menn, sem ég held meira upp á. En hvers vegna spyrjið þér?“ „Ég hefi góðar og gildar ástæður til þess. Hvað segið þér um að græða hundrað shillinga aukalega fyrir að gera mér smávegis grciða ?“ „Að slíkar sögur segja menn börnum, þegar þau eru háttuð en geta ekki sofið.“ „Nei, Forbes, þetta er enginn barnaleikur. Ég skal segja yður hreinskilnislega, hvað það er, sem ég vil fá að vita. Þér fluguð hingað með Sir Edgar, og stuttu síðar fluguð þér heim. Ég vil fá að vita, hvað hann gerði. Ég held nefni- lega, að hann hafi flogið heim til Englands, stuttu eftir að þér voruð farinn héðan — næstuni því á hælunum á yðúr. Ég skal greiða yður hundrað shillinga út í hönd, ef þér getið gefið mér upp- lýsingar um, hvað hann gerði hér.“ „En ég hélt að þér væruð vinur hans og tækjuð þátt í viðskiptum hans. Hvers vegna viljið þér fá að vita það?“ „Látið þessa hundrað shillinga vera svar mitt við því. Þegar ég sá litla flugskýlið hér, datt mér strax í hug, að hann hefði flogið heim til Eng- lands rétt á eftir yður. Þér getið auðveldlega fengið upplýsingar hjá mönnunum, sem eiga flugskýlið. Það er ekki gott fyrir mig að spyrja þá, en þér getið það auðveldlega. Þér getið fengið að vita, hér á kránni, hver á flugskýlið, og hver það er, sem flýgur vélinni. Þér eruð sjálf- ur flugmaður. Ef þér náið í starfsbróður yðar, getið þér á svipstundu veitt upp úr honum. Hvað segið þér um það?“ „Hvers vegna ætti hann að fara þannig heim í vitleysu? Það er engin meining í því.“ „Hundrað shillingamir verða líka að geta svar- að þeirri spurningu. Það er engin áhætta fyrir yður að spyrja, svo að þér ættuð ekki að neita, að gera mér þennan greiða?“ „Það er, af því að mér finnst hljóta að vera eitthvað á huldu \ið þetta, en ég get bara ekki séð, hvað það er.“ VIKAN, nr. 5, 1942 „Ég fullvissa yður um, að það eru engin brögð • í tafli. Ég hefi útskýrt fyrir yður, hvað það er, sem ég vil fá að vita. Fáið að vita, hvenær hann flaug héðan, hvar og hvenær hann lenti í Eng- landi og nafnið á manninum, sem flaug með haim. Þá fáið þér peningana. Það eru engin brögð í. þessu, Forbes.“ Flugmaðurinn brosti, tæmdi glas sitt og stóð upp. „Bíðið eftir mér, herra Whitehead, þá skal ég gerast leynilögreglúmaður." Farþeginn sá hann fara inn í veitingasalinn, spyrjast fyrir og halda síðan til flugskýlisins. Hann leit á klukkuna og bað um eitt glas enn af vini. Drættirnir í andliti hans voru varla eins harðir og áður og svipur augna hans var mildari. Hann sat einn við borðið í hálfa klukkustund. Þá kom Larry Forbes aftur. Farþegi hans fitlaði óþolinmóðlega við glasið. „Nú neyðizt þér til að afhenda þessa hundrað shillinga, herra Whitehead. Ég hefi aflað allra upplýsinga, sem þér vilduð fá.“ „Ágtett. Fáið yður sæti og segið mér, hvað þér vitið núna.“ „Það er fljótgert. Henri Demoutier flaug vél- inni. Hann flýgur venjulega sér til skemmtunar, en einstöku sinnum til að vinna sér inn nokkra aura. Hann hefir stundum flogið nokkrar ferðir með Sir Edgar um meginlandið. Tuttugu minút- um eftir að ég var farinn héðan, lagði hann af stað og fór með Sir Edgar heim til London. Hann hafði beðið hann um þetta fyrr um dag- inn. Þeir komu til Heston skömmu áður en klukk- an varð níu. Þar fór Sir Edgar úr vélinni, en Demoulier fór strax heim aftur. Þetta er allt, sem þér spurðuð um, er ekki svo?" „Jú, þetta er allt. Þakka yður fyrir þessa prýðilegu hjálp. Nú fljúgum við heim til London.“ „Hver fjárinn! Erum við allir búnir að tapa. vitinu, eða hvað?“ hrópaði Forbes. V. KAFLI. Ákærði gefur ýmsar upplýsingar. Tveir dagar voru liðnir og Sanderson varð stöð- ugt óþolinmóðari og öryggislausari. Lögreglufull- trúinn hafði kallað á hann í þriðja skipti sama daginn og Sanderson bölvaði i hljóði, þegar hami fór inn til hans. „Sælir aftur, Sanderson," sagði lögreglufull- trúinn. „Ég er nýbúinn að fá boð frá skrifstofu opinbera ákærandans. Það lítur út fyrir að lánið hafi ekki fylgt okkur — þvert á móti.“ „Boðin eru án efa þau, að ekki sé hægt að bera kæru á fanga í gæzluvarðhaldinu í Brextonfang- elsinu, er ekki svo?“ „Jú, — hm! Þér eruð duglegur að geta upp á hlutunum." ’ Nazistar handtóku hann. A lois Elias hershöfðingi og forseti Tékkóslóvakiu var tekinn fastur í Prag fyrir „landráð" og var lýst hemaðarástandi i sex hér- uðum af verndarsvæðum Þýzkalands vegna „fjölda hefndarverka í garð þýzka ríkisins“. Hlær að sköttum. Alphonse LaPlante er 27 mánaða gamall og á heima i Salem í Bandaríkjunum. Hann var ákærður fyrir að hafa ekki greitt skatta. Þeir, sem tóku manntalið, héldu að hann væri 21 árs en ekki 21 mánaðar gamall. Al- phonse hlær að öllu saman.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.