Vikan - 05.03.1942, Blaðsíða 8
8
VIKAN, nr. 5, 1942
(aww
Pósturinn: Bréf til yðar, Gissur. Að minnsta kosti held
óg það.-------Skriftin er ekki vel góð.
Gissur: Góðan daginn.
Gissur: Ekki er stafsetningin betri. Ég get
í raun og sannleika alls ekki lesið það. Ég
verð að ná í Rasminu.
Gissur: Þú hefir rétt fyrir þér, Rasmína. Þetta
hlýtur að vera erlent tungumál.
Rasmína: Já, ég er sannfærð um það. Það lítur
út eins og egypzka.
Qissur fær bréf.
Gissur: Það getur ekki verið hraðritað, því að
það er eins og það sé skrifað með fætinum.
Rasmína: Haltu þér saman. Vertu ekki að láta
bera á, hve heimskur þú ert. Þetta getur verið
dýrmætt handrit.
Þjónustustúlkan: Ef til vill er þetta leiðbeiningar
um tekjuskatta.
Þjónustustúlkan: Skyldi þetta vera eitthvert
óþekkt fyrirbrigði?
Þjónninn: Það gæti verið reikningurinn frá slátr-
aranum. Það er skrifað á kjötbúðar pappír.
Rasmína: Hjákátleg hugmynd. Sjötta skilningar-
vit mitt segir mér, að þetta sé ritað af einhverjum
fornkonungi.
Gissur: Ég ætla að fara með það til einhvers af
þessum náungum, sem þýða svona plögg.
Gissur: Hvað er það? Og ef það er eitthvað, hvaB
þýðir það þá?
Vísindamaðurinn: Hu, þrátt fyrir allar rannsóknir
minar á myndaletri fornaldarinnar, skil ég ekkert
i þessu. Þetta virðist vera mitt á milli latínu og
nótna fyrir ,,rumbu“.
r
Gissur: Jæja, ég get eins vel farið heim.
Skyldi þetta vera einhver ný tegund af kross-
gátum eða hafa bara mýs með blek á fótun-
ym hlaupið yfir' blaðið ?
Jósefína: Ég skrifaði betur en þetta, þegar ég var
bam.
Hrói: Ef til vill hafið þér skrifað það — það lítur
út fyrir að vera mjög gamalt.
Jónmundur: Það líkist ógildri bankaávísun.
Haukur: Þetta hlýtur að vera verðlaus bréfsnepill.
Króknefur: Það er áreiðanlegt — það er einskis virði.
Hærukollur: Ef til vill hefir Tut gamli kóngur átt það.
Lasarus: Ef til vill---------en hvernig hefir hana
getað látið setja flugstimpil á umslagið?
Gissur: Drottinn minn.
Gissur: Nú hringir dyrabjallan. Ef til vill
er það einhver, sem getur leyst úr þessu.
Kannske eru það bara fleiri ættingjar.
Sonurinn: Halló, pabbi, af hverju sóttir þú mig
ekki á brautarstöðina i bílnum?
Gissur: Hvemig átti ég að vita, að þú værir að
koma heim úr skólanum? Ég get ekki lesið hugs-
anir. Þetta er víst ekki lesbók, sem þú ert með undir
hendinni ?
Sonurinn: Fékkstu ekki bréfið mitt? Það þýðir ekkert
fyrir mig að skrifa.
Gissur: Þú skrifaðir bréfið? Ég ætla bara að segja það,
að skriftin þín varð ekki neinum til góðs.