Vikan - 05.03.1942, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 5, 1942
9
Fréttamyndir.
Suðræn kurteisi. Prú Annie Ours og maður hennar sýna John
Hebert suðræna kurteisi. John tók þátt í stærstu heræfingum, sem
haldnar hafa verið í Bandaríkjunum, og þegar hann var nálægt
Lake Charles bauð frú Annie Ours hann velkominn með bolla af
heitu kaffi.
„Nú vil ég fara heim!“ Gæzlumenn í Brackenridge Park dýragarð-
inum í Antonio í Texas eru að reyna að færa Punchie, stóra vatna-
hestinn, til nýs bústaðar. En gæzlumennirðir komust brátt að raun
um, að þetta 7000 punda dýr vildi alls ekki fara. Á myndinni sést
hann vera í þann veginn að fella búrið, um leið og hann reynir að
stökkva upp úr því til að komast í gamla bústaðinn sinn. Gæzlu-
mennirnir voru að berjast við hann i sjö klukkustundir.
Joe Louis í sprengjuflugvél. Joe
Louis, hinn heimsfrægi hnefaleika-
maður, valdi flugmennsku, þegar
hann gekk í herinn. Mynd þessi var
tekin af honum í sprengjuflugvél,
þegar hann heimsótti flugskólann í
Rantoul í Bandaríkjunum.
22 ára gömul og deildarforseti við háskóla.
Álitið er, að frú George Stewart, sem er
aðeins 22 ára gömul, sé yngst þeirra
kvenna, er gegna deildarforsetaembætti
við háskóia Bandarikjanna.
Samningar Breta, Bandaríkjanna og Rússa í Moskva. Á mynd þessari sést W. Averell Harriman,
formaður fulltrúasveitar þeirrar, er Bandaríkin sendu á þríveldastefnuna í Moskva, vera að
skrifa undir skjal, sem fjallar um stuðning Breta og Bandaríkjamanna við Rússa. Þeir, sem
standa bak við hann, eru (frá vinstri): Beaverbrook lávarður, formaður brezku nefndarinnar; V.
M. Molotov, utanríkismálaráðherra Rússlands; og Laurence Steinhardt, sendiherra Bandaríkjanna
i Rússlandi.