Vikan - 05.03.1942, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 5, 1942
15
Tvær flöskur eftir mat.
Kvöld nokkurt eftir mat sat enska
skáldið Lord Tennyson með gesti
sínum og' útskýrði nýtt leikrit eftir
sig, á meðan þeir drukku portvín.
Skáldið drakk um leið og hann talaði.
Hann var svo áfjáður í útskýringum
sinum, að hann tók ekki eftir, að
gestur hans var búinn úr glasinu, en
hélt áfram að hella í sitt eigið glas,
þangað til flaskan var orðin tóm.
,,Ágætt portvín," sagði Tennyson.
,,Eigum við að fá aðra flösku?“
Gesturinn, sem vonaðist eftir' að
fá meira úr næstu flösku, játaði því,
en hann fékk heldur ekki nema eitt
glas úr þeirra flösku, og Tennyson,
er var niðursokkinn í útskýringar
sina'r. drakk ailt, sem eftir var.
Snemma næsta morgun vaknaði
gesturinn við það, að húsráðandinn
stóð við fótagaflinn á rúminu hans
og horfði alvarlegur á hann.
„Hvemig liður yður?“ spurði
Tennyson.
„Ágætlega," svaraði gesturinn.
„Segið mér, herra M. —,“ sagði
skáldið, „drekkið þér alltaf tvær
flöskur af portvíni eftir kvöldverð?“
Naumlega sloppið.
Þegar Theodore Roosevelt var í
Evrópu, kom hann á sjúkrahús fyrir
taugaveiklað fólk i Döbling, sem er
skammt frá Vín. Hann talaði við
sjúklingana um ævintýri sín og
hetjudáðir.
Síðan fór forstöðumaðurinn með
hann um stofnunina og skildi hann
eftir inni í skrifstofu á sjöttu hæð i
fáeinar mínútur.' Þegar forstöðumað-
urinn var farinn, kom maður með
æðisleg augu þjótandi inn. „Emð þér
Roosevelt ?“
„Já, það er ég.“
„Komið þér þá strax og stökkvið
út um þennan glugga fyrir mig. Ég
ætla að sjá, hvort þér hoppið upp
aftur!“
Hann tók járnföstu taki í Roose-
velt og fór að ýta honum út um
gluggann.
Nú varð Roosevelt að vera fljótur
að hugsa sig um. Hann sagði: „Allir
mundu hoppa upp aftur, ef þeir
stykkju út um glugga í þessári hæð!
Bíðíð þér hérna, á meðan ég fer
niður og hoppa svo sjálfur alla leið
hingað upp! Það verður sjón að sjá!“
„Getið þér það?“ spurði sjúkling-
urinn og sleppti takinu.
„Vissulega," sagði Roosevelt.
„Gott og vel,“ svaraði geðveiki
maðurinn, „flýtið yður niður, ég bíð
hér eftir yður!“
Svo naumlega hafði hinn frægi
Theodore Roosevelt aldrei sloppið.
Starfar við flotann.
Frú Louise Daniels fyrrverandi
blaðakona í Bandaríkjunum hefir
fengið stöðu við flotamálaráðuneytið
í Washington. Hún á að stjórn deild,
sem veitir eiginkonum, mæðrum og
unnustum sjóliðanna upplýsingar
um, hvað þeir eru að aðhafast.
Hvað eru margir fuglar í
Bandarík junum ?
Maður nokkur í Bandaríkjunum,
Roger Tory Peterson að nafni, eyddi
fimm árum ævi sinnar í rannsóknir
til að reyna að svara þessari spurn-
ingu. Hann komst að þeirri niður-
stöðu, að fuglarnir væru nálægt
5 750 000 000.
Dýrlídin vex
nema eitthvað sé gert
raunverulegt til að
stöðva hana.
■ \
Þetta er merkið í bar-
áttunni, gamla góða
merkið, sem alltaf
hefir verið ódýrast
eftir gæðum.
Enn kostar pakkinn
aðeins 0,75.
Blóm & Ávextir
Jlækifærisgjafir, svo sem Leirmunir Guðm. frá i
Miðdal, Keramik, Kristal, Blómakörfur og blóm. \
Kransar í rniklu órvali. 1
Höfum nýlega fengið kransa úr pálmablöðum. |
Sent gegn póstkröfu. —? Látið blómin tala.