Vikan


Vikan - 21.05.1942, Blaðsíða 1

Vikan - 21.05.1942, Blaðsíða 1
„Nú er það svart, maður!“ sagði Alfred Andrésson, þegar vér báðum um mynd af honum til þess að setja á forsíðu Vikunnar. Annað fengum vér ekki upp úr honum, því að hann vill ekki tala um sjálfan sig — og er þá ekki um annað að rœða en að vér tölum um hann! Það mun upphaf þessa máls, að Lárus Sigurbjömsson rithöfundur varð framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur árið 1930. Benti Gísli, bróðir hans, honum þá á það, að einn skólabróðir sinn mundi líklega vera efni í góðan leikara. Þetta var Alfred Andrésson og var hann feng- jnn til að leika þjón í Októberdagur eftir Georg Kaiser. Það var 13. febrúar 1931. Hlutverkið var alvarlegt og ekki mikið, en þá þótti þegar sýnt, að góðar vonir mætti gera sér um þennan unga leikara. Alfred Andréssyni mun aldrei sjálfum hafa dottið 1 hug að fara ótilkvaddur inn á þessa - braut. Síðan lék Alfred Halta Hans í Litli og stóri Kláus eftir Andersen og Jack í Silfuröskjunum eftir Galsworthy, en fyrsta leiklistarsigur sinn mun hann hafa unnið í Afritinu eftir Helge Krog. Alfred hefir nú leikið í þrjátíu og fimm leikritum hjá Leikfélagi Reykjavíkur og fjórum ,,revyum“ og skulu hér talin nokk- ur helztu hlutverk hans: Hallvarður í Manni og konu. Þetta hlut- verk leysti hann mjög vel af hendi og má i rauninni segja, að þá hafi hann verið tekinn í tölu hinna færustu yngri leikara vorra. Kristján búðarmaður í Pilti og stúlku var líka ágætur, ekki sízt sökum þess, að Alfred var einkar laginn í því að bregða fjrir sig bjagaðri dönsku! ÓIi vinnumaður í Við, sem vinnum eldhús- störfin tókst vel og Eiríkur í Jeppa á Fjalli, en það var lítið hlutverk. Fyrstu aðalhlutverk sín fékk Alfred 1 Allt er þá Framhald á bls. 3.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.