Vikan


Vikan - 21.05.1942, Síða 6

Vikan - 21.05.1942, Síða 6
6 VIKAN, nr. 16, 1942 settust og kaffið og vinið var borið á borð. Wray- son gætti þess, að koma því þannig fyrir, að hann sæti hjá ljóshærðu stúlkunni. „Eigum við tvö ekki að tala ofurlítið saman," sagði hann. „Viljið þér ekki sígarettu ? Þessar eru ágætar.“ „Jæja,“ sagði hún, „ég veit, að ég verð ekki í rónni, fyrr en ég hefi sagt yður allt, sem ég veit. Það getur verið, að þetta sé allt þýðingar- laust, en þér verðið sjálfur að komast að raun um það. En ég held, að það hafi einhverja þýð- ingu. Það var á fimmtudaginn var, sem ég sá hana í „Alhambra“.“ „Sáuð hverja?“ spurði Wrayson. „Nú kem ég að því,“ sagði hún, „lofið mér bara að segja það í réttri röð. Ég sat og taiaði við vinkonu mína, þegar ég kom auga á einkenni- lega, litla konu, sem talaði við marga af gest- unum, en ég gat ekki heyrt allt, sem hún áagði. Hún var fremur tötralega búin og var rytjuleg og föl. Hún leit heldur ekki út fyrir að vera í sérlega góðu skapi. Hún gekk fram og aftur og leit í kringum sig, eins og hún væri að leita að einhverjum. Að lokum fór hún til eins af þjón- unum, og ég heyrði hana spyrja, hvort hann þekkti ekki einhvem Augustus Howards, sem kæmi þangað oft. En þjónninn hristi höfuðið, og þá fór hún að lýsa honum. Það var að vísu dá- lítið fegruð lýsing, en mér varð allt í einu ljóst, að það var Morris Barnes, sem hún var að leita að.“ „Jæja,“ sagði Wrayson ákafur, „töluðuð þér við hana?“ „Ég beið, þangað til vinkona min var farin, þá fékk ég konuna til að setjast hjá mér og lýsa, hvemig maðurinn, sem hún var að leita að, liti út. Áður en hún hafði lokið því, var ég sannfærð um, að það var Bames, sem hún átti við.“ „Sögðuð þér henni þá, hvað komið hafði fyrir?“ spurði Wrayson. „Það hefði mér aldrei getað dottið í hug!“ svar- aði hún. „Mig langaði ekki til þess að gera neitt uppþot þama, fyrir utan það, að mér kom þetta ekkert við. Ég sagði henni, að ég héldi, að ég vissi, við hvern hún ætti, og ef hún kæmi klukk- an níu næsta fimmtudagskvöld, þá skyldi ég senda þangað mann, er ég vonaði að gæti sagt henni allt, sem hún vildi fá að vita um vin sinn. Það var á fimmtudaginn var. Þér verðið bara að vera í „Alhambra" klukkan níu annað kvöld, þá hljótið þér að hitta hana. Hún er eins og hún sé ofan úr sveit. Hún er lítil, föl og veikluleg." Wrayson greip um hönd hennar, eins og hann vildi þakka henni, og hún lét gullpeninginn renna niður í tösku sína, sem hékk við mitti hennar. „Hafið þér nokkuð séð til bróður Barnesar?“ spurði hann. „Ég hefi séð hann nokkrum sinnum í „Al- hambra“, svaraði hún. „Hann gengur alltaf í fötum bróður síns. En hann er fremur rytju- legur.“ „Þér hafið vonandi ekki sagt honum frá ungu konunni?" spurði hann. Hún hristi höfuðið. „Nei! Þér eruð sá eini, sem ég hefi sagt þetta allt, og ég vona, að það verði yður til einhverra nota." Wrayson stóð upp og baróninn og Duncan gerðu það sama. Þeir kvöddu stúlkumar og gengu niður gangstéttina. „Ég fer til London með fyrstu ferð í fyrra- málið," sagði Wrayson lágt „Nú held ég, að ég sé á réttri leið að finna bréf drottningarinnar i Maxoníu.“ XXXIV. KAFLI. Wrayson leit órólegur á úr sitt. Klukkan var orðin tíu mínútur yfir níu. Konan átti að koma klukkan níu. En þótt hann hefði staðið hér í stundarfjórðung, hafði hann enn ekki séð neinri kvenmann, sem lýsingin, er hann hafði fengið, gat átt við. Forleikurinn að danssýningunni var byrjaður, og öll litlu borðin við afgreiðsluborðið voru upp- tekin. Wrayson var farinn að óttast, að sú, sem hann beið eftir, mundi ekki koma. Hann leit í kringum sig, sá þá kunnugt andlit við eitt af litlu borðunum og gekk rakleitt þangað. „Gott kvöld, Heneage,“ sagði hann rólega, „hvað aðhafist þér hér inni í borginni á þessum tíma árs?" Heneage hrökk við. Hann virtist verða mjög undrandi yfir að sjá Wrayson. „Ég ætla heldur ekki að vera hér,“ sagði Hene- age, þegar hann hafði heilsað Wrayson. „Það er of heitt hér. Ég fer á morgun eða eftir fáeina daga. Hvar hafið þér verið?" „I Norður-Frakklandi," svaraði Wrayson stutt- lega. „Það litur út fyrir, að yður muni ekki veita af loftlagsbreytingu." „Ég fer líka til Skotlands, strax og ég get komið því við.“ Mennirnir tveir litu rannsakandi hvor á ann- an. Það leit út fyrir, að Heneage væri veikur. Hann var orðinn horaður, og dökkir baugar vom undir augum hans. Það var líka eítthvað kæru- leysislegt við klæðnað hans, sem áður hafði alltaf verið mjög snyrtilegur. Hann var eins og maður, sem var sama um allt. Hann var ekki i kvöld- klæðnaði og skyrta hans var ekki alveg óað- finnanleg og bindið var fremur illa bundið. Wray- son skildi strax, að eitthvað hlaut að hafa komið fyrir hann. „Þér sjáið, að ég hefi neyðzt til þess að hunza viðvömn yðar,“ sagði hann. „Ég neyðist til þess að vera hér á landi um tíma. Haldið þér, að mér stafi nokkut' hætta af því — er hættulegt að vera hér?“ „Yður stafar engin hætta af mér,“ svaraði Heneage. „Er það satt, Heneage?" spurði Wrayson. „Grunið þér mig og ungu stúlkuna, sem kom út um dyrnar með mér, þá ekki lengur?" Heneage leit rólega í kringum sig. Sendimaður páfa. Sendimaður páfa í Bandaríkjunum, Amelto Cicognani, heldur ræðu við hátíðlega messu. „Nei,“ sagði hann stuttur í spuna. „Talið þér ekki meira um þetta mál við mig, heyrið þér það! Komið heldur og fáið yður eitthvað að drekka." Wrayson andvarpaði feginn. Nú þurfti hann ekki að óttast Stephen Heneage lengur og hann gladdist yfir því, einkum vegna Louise, þvi hinn kaldlyndi, ósveigjanlegi Heneage — ekki þessi undarlegi, taugaóstyrki maður, sem hann var nú með, — hafði verið þeim hættulegur. „Við skulum ganga að veitingaborðin," sagði Heneage, og þegar þeir komu þangað, bað hann um koníak og sódavatn og tæmdi glas sitt strax til hálfs. „Hvernig gengur það í klúbbnum?" spurði Wrayson kæruleysislega. „Ég veit það ekki,“ svaraði Heneage, „ég hefi ekki komið þangað í heila viku.“ „Það er undarlegt," sagði Wrayson. „Hvers vegna?" spurði Heneage reiðilega. „Ég hefi líklega leyfi til að fara þangað eins oft eða sjaldan og.ég vil?“ „Auðvitað," sagði Wrayson kurteislega og undraðist, hve litla stjórn Heneage, sem venju- lega var svo stilltur, hafði á sér. „Mig langaði aðeins til þess að fá að vita, hvemig ofurstanum liði." „Honum líður víst vel,“ svaraði Heneage og var nú rólegri. „En hann kemur heldur ekki eins oft til London og hann gerði. Það er svo heitt hér núna. Þér verðið að afsaka, Wrayson, ef ég hefi verið stuttur í spuna áðan, en ég hefi verið mjög taugaóstyrkur upp á siðkastið." „Þér þurfið að fá loftslagsbreytingu, eins og ég sagði áðan,“ svaraði Wrayson. „Það er allt og sumt.“ „Ég ætla líka að reyna að komast á brott, strax og ég get. Ég hefi orðið fyrir mikilli — geðs- hræringu — eða ef til vill má líka kalla það sorg — það er þess vegna, sem ég er öðra visi en ég á að mér. Ég vil helzt ekki tala um það, en ég get sagt yður það.“ Wrayson kinkaði vingjarnlega kolli. „Mér þykir leitt að heyra,“ sagði hann, „að þér skulið hafa orðið fyrir einhverju andstreymi. En farið að mínum ráðum og farið frá London undir eins og þér getið. Farið til dæmis til Trouirlle. Ef ég væri í yðar sporum, mundi ég ekki vera degin- um lengur í þessari heitu borg, nema ég væri neyddur til þess. En það er satt, ég þarf að spyrja yður um ofurlítið. “ Heneage gaf þjóninum merki um, að hann vildi fá meira vín og snéri sér siðan aftur að Wrayson. „Spyrjið þér bara,“ sagði hann og saup á glasinu. „Er bróðir Barnes hér ennþá?" Heneage roðnaði og néri hendumar reiðilega, en jafnaði sig, og rödd hans var næstum róleg, þegar hann svaraði. „Já,“ sagði hann stuttlega, „hann er hér enn- þá. Hann flækist alls staðar fyrir manni. Hann blátt áfram eltir mig. Ég vildi óska þess, að ég þyrfti aldrei að sjá hann oftar.“ „En hvernig stendur á því, að hann ónáðar yður svona?" spurði Wrayson. „Hvað vill hann yður?“ „Það skal ég segja yður," svaraði Heneage. „Þegar ég hitti hann i fyrsta skipti, hafði ég áhuga á máli hans, það vitið þér, og við urðum ásáttir um, að reyna að komast til botns í — þessu morði. En — eftir dálitinn tíma hætti ég rannsóknum mínum; — ég missti áhugann fyrir því. Ég sagði honum það, og það getur verið, að honum hafi komið það á óvart. Hann varð að minsta kosti mjög reiður við mig, og nú hefir hann fengið þá flugu í höfuðið, að ég hafi komizt að einhverju, og þess vegna er hann að gera út af við mig. Hann hugsar um það eitt, að komast yfir auðlind bróður síns. Ég held, að það endi með þvi, að hann verði brjálaður. Ef ég á að vera hreinskilinn, verð ég að játa, að ég fór hingað í kvöld til þess að forðast hann. Ég býst ekki við, að hann sé svo vel fjáður, að hann geti keypt sér aðgöngumiða.“

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.