Vikan


Vikan - 21.05.1942, Síða 7

Vikan - 21.05.1942, Síða 7
VIKAN, nr. 16, 1942 7 Úr ýmsum áttum Léleg ritgerð. Morgun nokkurn las John Berdan próf. við Yale-háskólann upp fyrir nemendum í enskutíma alveg óhæfa ritgerð og bað, eins og venjulega, um að fá að heyra álit þeirra á henni. Stúdentarnir voru mjög harðorðir í dómum sínum: ,,Það var mjög fróðlegt að heyra þetta,“ sagði Berdan, ,,ég skrifaði nefnilega ritgerðina sjálfur.“ Þegar gagnrýnendurnir voru eldrauðir í framan af skömm, hélt hann áfram: „Þið hafið á réttu að standa. Þessi ritgerð er ótrúlega léleg. Ég eyddi tveim tímum í það í gær, í þá þreytandi vinnu, að skrifa eins lélega ritgerð og unt væri, og ég held, að mér hafi heppnast.“ Prófessorinn þagn- aði augnablik til þess að gefa orðum sín- um meira gildi. ,,Ég furða mig á því,“ sagði hann svo, „hvernig þið getið hripað upp svona ritgerðir dag eftir dag á aðeins tíu mínútum.“ Hlátur Viktoríu drottningar. Helen Hayes, leikkona, lék einu sinni Viktoríu drottningu', og vakti þá stæling hennar á hlátri gamallar konu mikla hrifn- ingu. Ungfrú Hayes var það ljóst, að hlát- ur gamallar manneskju er kætiviðbragð líkama, sem er of hrumur til þeirrar hreyf- ingar, en hún var óánægð með túlkun sína á hlátri hinnar 70 ára gömlu drottningar. Annað kvöldið, sem leikurinn var sýndur, tók hún eftir gamalli konu, sem sat í fremstu röð og virtist skemmta sér ágæt- lega. Hlátur hennar kom í stuttum, hvell- um skríkjum, og eftir hverja hláturskviðu hallaði hún sér afturábak í sætinu, þurrk- aði sér um augun með vasaklút og stundi ánægjulega. Ungfrú Hayes gaf konunni nánar gætur. Upp frá því var hlátur Viktoríu drottningar stæling á hlátri þessa aldraða leikhússgests og varð þannig mjög eðlilegur. V Ráðagóða kennslukonan. Margir nemendur eiga bágt með það að skrifa ritgerðir. Hvað á að skrifa um? Hvernig á að byrja? Kennslukona nokkur í gagnfræðaskóla í Kaliforníu reyndi að létta undir með nemendunum. Allt í einu opnaðist hurðin inn í kennslu- stofuna og ungur maður þaut inn. Kennslu- konan, sem var aðlaðandi, ljóshærð stúlka, stökk á fætur. „Jenny!“ hrópaði ungi maðurinn. „Jenny, ástin mín!“ Og hann tók kennslukonuna í faðm sér. „Paul!“ hrópaði Jenny. Paul kyssti Jenny og þau hlupu út úr stofunni. Nemendurnir sátu alveg höggdofa af undrun. Þá opnaðist hurðin aftur og kennslukonan kom inn í stofuna. „Þetta var endirinn á sögunni,“ sagði hún bros- andi. „Skrifið nú, byrjunina og miðhlut- ann.“ Fijótíærni. 1 Minneapolis skeði það, að lögreglu- þjónn, sem var að eltast við drukkinn mann, klappaði á öxlina á manni nokkrum. Hann fór upp í lögreglubifreið og lét aka með sig í fangelsi. Er hann kom fyrir rétt var honum sagt, að lögregluþjónninn hefði aðeins ætlað að biðja hann að víkja úr vegi. CVO^CND SKRÍTLUR. Frændinn: Góðan daginn, kæra bróðurdóttir. Velkomin hingað upp í sveit. Komdu nú og sjáðu, hvað rúgurinn hefir vaxið upp á síðkastið eftir rigninguna. Bróðurdóttirin: Nei, heyrðu nú, frændi. Þú ert að gera gys að mér! Rúgurinn var alveg eins stór í fyrra um þetta leyti, þegar ég var hér. * Frú Hansen: Hvernig líður manninum yðar í dag, frú Knudsen? Frú Knudsen: Jú, þökk, læknirinn segir, að ef hann lifi á morgun, þá sé ofurlítil von, en ef hann gerir það ekki, þá heldur hann, að öll von sé úti. * Fylgdarmaðurinn: Hér sjáið þið úlfalda, sem getur unnið verk sitt í sex vikur án þess að drekka. Konan: Hann er þá algjör andstæða mannsins mins. Hann getur drukkið í sex vikur án þess að vinna nokkuð. VIPPA-SÖGUR Hvernig á Vippi að vera? ----- BARNASAGA --- ið haldið ef til vill, að Vippi sé ekki lengur í lifandi manna tölu, af því að ekkert hefir í hon- um heyrst undanfarnar tvær vikur. En hann er iangt frá þvi að vera dauður, stundum er meira að segja heldur mikið líf í honum, ærslagang- urinn of mikill. Annars em ekki allir sammála um, hvemig Vippi eigi að vera og hvað skemmtilegast sé, að hann taki sér fyrir hendur. Sumir hafa ekkert út á hann að setja og halda því jafnvel fram, að hann sé ágætur eins og hann er og vilja ekki hafa hann öðruvísi. öðmm þykir hann ekki nógu mikill prakkari, vilja láta hann gera fleiri og stærri prakk- j arastrik. Og einhverjir munu til, sem hvorki vilja sjá hann né heyra! Það væri fróðlegt, að þið sem hafið lesið þessar sögur, segðuð Vikunni, hvaða álit þið hafið á Vippa og hvemig þið helzt vilduð hafa hann. Skrifið' okkur nokkrar línur um þetta! Eins og þið ef til vill munið, var Vippi á Isafirði seinast, þegar þið höfðuð fréttir af honum. Hann átti að fara með skíðafólkinu suður til Reykjavíkur. En haldið þið, að hann hafi gert það? Ekki aldeilis! Hann missti af skipinu! Og af hverju skyldi hann hafa orðið strandaglópur ? Vegna þess, að hann gleymdi sér alveg, eins og þeim drengjum er títt, sem ekki hugsa nógu mikið um það, sem þeir eiga að gera eða ætla að’ gera! Hann hafði gengið út á hlíð með tveimur öðram pottormum, strák- Vippi var látinn sofa í litlum kassa. hnokkum, sem hann hafði kynnzt. Þeir gengu fram hjá stórum kletti í fjömnni og strákarnir sýndu Vippa gat eitt mikið í steininum, sjávar- megin. Svo héldu þeir áfram og léku sér og ærsluðust, hnoðuðu snjókúlur og hentu þeim í hvað sem fyrir var! Þeir komu að litlum skúr. A honum vom tveir all-stórir gluggar. Strák- arnir fóru að leika sér að því að kasta snjókúlum í rúðurnar, og Vippi var að burðast við að reyna það líka. Hann hitti aidrei. Allt í einu brá þeim heldur en ekki í brún! Maður kom hlaupandi út úr skúrnum og náði tökum á báðum strákunum, þótt þeir reyndu að flýja, og hélt öðrum undir sér meðan hann flengdi hinn. Vippi sá, að hér var voði á ferð- um og tók til fótanna. Honum sýnd- ist maðurinn vera harðleikinn við strákana og langaði lítið til að lenda í höndum hans. Aumingja Vippi! Nú reið á að kom- ast í hvarf, áður en maðurinn væri búinn að flengja báða hina strákana! Hvar átti hann að fela sig? Þá mundi hann eftir stóra klett- inum með gatinu, sem strákamir höfðy sýnt honum niðri í fjöru. Þangað hljóp Vippi. Hann komst inn í litla steinhellinn og faldi sig þar, en var þó milli von- ar og ótta um, að maðurinn fyndi sig. Þama sat hann og beið og kveið fyrir komu mannsins — og fleng- ingunni! En sjórinn er á sífelldri hreyfingu og það var aðfall. Um það hafði Vippi ekki hugsað, þegar hann faldi sig i steininum. Það féll meira og meira að og tók að falla upp á steininn og stundum náðu skvetturnar alla leið til Vippa og hann varð blautur og honum var kalt. Enn þorði hann þó ekki að yfir- gefa felustað sinn, af hræðslu við flenginguna. Svona er að vera með í að gera prakkarastrik, hugsaði hann og iðraðist sáran. Aðfallið hélt áfram, skvettumar frá öldunum náðu Vippa betur og betur. Það var eins og þær hefðu gaman af að gera honum gramt í geði og vildu bleyta hann sem mest og helzt hrifsa hann til sín með út- soginu. Vippa hafði alltaf þótt vænt um sjóinn og stundum leikið sér að því að gæla við öldumar, en þá höfðu þær verið broshýrar og vinalegar í augum hans. Nú fannst honum þær illkvittnar og leiðinlegar og ljótar, enda voru þær honum til ama en ekki kæti. Þar kom að lokum, að Vippi sá, að um annað var ekki að ræða en að reyna að brjótast burt úr þessu fylgsni, sem var að verða að hættu- legu fangelsi. Nú blessaði hann það með sjálfum sér, hve vel hann kunni að synda. ’ Hann kastaði sér út í sjóinn og synti frá steininum, til þess að skella ekki með öldunum upp að honum. Þetta var erfitt og hann lenti heilu og höldnu í fjömnni, en var mjög máttfarinn og gat með naumindum dregizt- heim til foreldra Tótu, sem tóku forkunnar vel á móti honum, þó að dóttir þeirra væri farin suður. Mamma Tótu hitaði mjólk og gaf Vippa, en það var kuldahrollur í hon- um, og hún var dauðhrædd um, að hann mundi fá lungnabólgu. Hún náði í kassa og bjó prýðilega um drenginn í honum og lét fallegan raf- magnslampa standa við rúmið hans. Vippi sofnaði og hann dreymdi, að tröllkarl væri að elta sig og reyna að skvetta á sig vatni.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.