Vikan


Vikan - 21.05.1942, Síða 12

Vikan - 21.05.1942, Síða 12
12 VIKAN, nr. 16, 1942 „Ég skil ekki, hvers vegna þú ert með áhyggj- ur út af þessu, mamma mín. Við getum látið okkur á sama standa bæði um orsökina og af- leiðingarnar, þar sem hvorug þessara stúlkna er okkur náin. Hver er Elsie Drummond? Að því er mér skilst, er hún skólasystir einnar af stelp- unum. En hvaða samband er á milli hennar og Ellen? Heldur þú kannske, mamma, að það sé eitthvað andlegt samband á milli þeirra?“ Þrátt fyrir hæðnina í rödd hans, hélt frú Far- quhar áfram að velta þessu fyrir sér. Það var eitthvað einkennilegt við það, að þessi sterka og hraustlega stúlka skyldi falla í yfirlið, og þegar hún raknaði við, skyldi hún skjálfa eins og lauf- blað í vindi. Frú Farquhar var enn niðursokkin í hugsanir sínar, er Harald ítrekaði spurningu sína. „Hver er Elsie Drummond?" „Það er sagt að hún sé ríkur erfingi," sagði móðir hans. „Einmitt það! Þá hefði ég ekkert á móti því að kynnast henni, sérstaklega, ef hún er lagleg og er ekki lofuð einhverjum öðrum," sagði Harald hlæjandi. „Allar vinkonur mínar segja, að ég eigi að kvænast og eigi ég að fóma mér, þá vil ég fá eitthvað í stað þess frelsis, sem ég missi.“ „Þegiðu, Harald," sagði móðir hans höst. „Heyrðir þú ekki, að stúlkan er að dauða komin?" Hún fór út úr herberginu, án þess að hlusta á afsökun hans og fór beina leið inn í herbergi Ellen. Hún lagði hendina á heitt enni hennar og horfði rannsakandi á hana. „Þú ert máttlaus og taugaóstyrk ennþá, Ellen," sagði hún. „Ef þú verður ekki betri á morgun, þá verð ég að senda eftir lækni. Hvemig stóð á því, að það leið yfir þig?" „Ég hefi verið með höfuðverk i allan dag,“ avaraði hún hikandi. „Það hefi ég einnig verið, en það líður þó ekki yfir mig," sagði frú Farquhar. „Ellen, ég get ekki annað en sett yfirlið þitt í samband við bréfið, sem dætur mínar voru að lesa." „Þær sögðu, að hún væri að deyja. Er það satt? Getur það verið satt?" Frú Farquhar gekk nokkur skref afturábak frá rúminu og starði á hið óttaslegna andlit henn- ar. En Ellen þoldi ekki hið rannsakandi augna- ráð og faldi andlitið í koddanum. „Hverja átt þú við ? Áttu við ungfrú Drum- mond? Þekkir þú hana?" „Nei, nei," sagði stúlkan fljótt. „Ég var bara að hugsa um, hve hræðilegt það hlyti að vera að deyja svona ung.“ „Haltu áfram," sagði frú Farquhar áköf. „Það er eitthvað meira, sem þú ætlar að segja. Það er eitthvað, sem þú ert að reyna að bæla niður, einhver grunur sem þú vilt losna við. Þú þarft ekki að leyna mig neinu." Eftir stundar þögn, svaraði Ellen, að hún hefði ekkert að segja og frú Farquhar varð gröm við. „Þú reynir að koma með útúrsnúningá," svar- aði hún. „Annað hvort veizt þú eða hefir hugsað eitthvað, sem þú skammast þín fyrir að segja frá, eða þá finnst einhver önnur ástæða fyrir sjúk- dómi þínum. Segðu mér nú allt." Stúlkan hvorki svaraði né lyfti andliti sínu upp frá koddanum, og húsmóðir hennar beið árangurslaust. ;,Á ég að senda eftir frænku þinni? Viltu segja henni það, sem þú ert að leyna fyrir mér?" „Nei, nei," sagði Ellen áköf. Frú Farquhar var á báðum áttum um, hvað hún ætti að gera; að lokum sagði hún um leið og hún andvarpaði: „Ég skil þig ekki, ög ég ætti ekki að hafa í mínu húsi manneskju, sem ég ekki get treyst." „Þér getið treyst mér,“ sagði stúlkan og leit upp. „Ég gleymi því aldrei, hve góðar þér hafið verið mér þann tíma, sem ég hefi verið hjá yður." „En þér finnst ég krefjast mikils, þegar ég bið þig að segja mér þetta leyndarmál þitt. Jæja, ég skal láta þig í friði. En áður en ég fer, verð- ur þú að segja mér, hvort þú þekkir ungfrú Drummond, fyrst það gat haft þessi áhrif á þig að heyra nafn hennar nefnt." „Nei, það er að segja, ég hefi séð hana í draumum mínum. Þó ekki deyjandi." „Er þetta allt, sem þú hefir að segja mér?" „Já, frú Farquhar," sagði Ellen og settist upp í rúminu og strauk yfir hár sitt. „Mér þykir leitt, ef ég hefi valdið yður áhyggjum, en i fyrra- málið verð ég orðin hress aftur, og skal ég aldrei hegða mér eins kjánalega framar." Þegar frú Farquhar fór út, mætti hún í dyr- unum syni sínum, sem spurði, hvernig Ellen liði. „Ég veit það varla. Ég held helzt, að hún tali í óráði. Öðruvísi er ekki hægt að túlka hin ein- kennilegu ummæli hennar. Á morgun sendi ég boð eftir lækni og spyr hann, hvort ekki sé bezt, að við sendum hana heim." En Ellen, sem hafði heyrt orð húsmóður sinn- ar, héit loforð sitt og olli henni engum frekari áhyggjum. Næstu daga var hún fölari og þög- ulli en venjulega. Kvöld nokkurt tók Harald í hendi henar og spurði hana, hvað eiginlega væri að henni, en hún svaraði hlæjandi: „Ég er orðin alveg hress, herra Harald, og þó ég væri það ekki, hver myndi þá taka það nærri sér ?“ „Það myndi ég gera, Ellen, eruð þér kannske ekki í sérstöku uppáhaldi hjá mér?" „Jú, það getur verið, en það er vegna þess, að ég kann betur að fást við bindi yðar en þvottakonan," svaraði hún og hló biturt. „Já, það er ein af ástæðunum, en þær eru miklu fleiri, og ein þeirra er, að ég er mjög eigingjarn og get ekki sætt mig við það, að missa neinn, sem ég met rrtikils. En hvað var þetta með ungfrú Drummond ? Stóð hún í sam- bandi við sjúkdóm yðar?" Ellen hvítnaði upp, jafnvel varir hennar líka, en hún mætti rólega augnaráði hans, er hún svaraði: „Nei, herra Harald. Hvers vegna haldið þér, að ég þekki hana ? Hvorki þér né ég höfum nokk- urn tíma hitt ungu stúlkuna. Það var blóma- ilmurinn, sem ég þoldi ekki. Viljið þér riú gjöra svo vel að lofa mér að fara. Fröken Jessie bíður eftir kjólnum sínum, og hún verður .óþolinmóð, ef ég læt hana bíða of lengi." Harald sleppti hendi hennar og um leið og hann snéri sér við, sendi hann henni fingurkoss. En hann hugsaði: „Hvers vegna sagði Ellen mér ósatt. Hún hefir alltaf verið góð og sannsögul stúlka, svo að það hlýtur að vera einhver mikilvæg ástæða fyrir þessari þögn hennar. Hvort ætti ég nú frekar að grennslast betur fyrir um þetta eða láta það alveg eiga sig?“ Elsie Drummond, stúlkan, sem þau höfðu verið að ræða um, varð veiklaðri og veiklaðri og fór að bera raunir sínar með minni þolinmæði en áður. Ein af ástæðunum fyrir því var, að Seymour, höfuðsmaður, hafði nú fengið skipanir viðvíkj- andi siglingu sinni, og skilnaðarstundin nálgaðist því óðum. Jafnvel hinn rólyndi Graham, sem Seymour og Elsie höfðu miklar mætur á, var mjög órólegur, er hann kom næst í heimsókn til Elsie. Og Marga- ret Strickley tautaði fyrir munni sér, að hann væri orðinn hálfruglaður eins og höfuðsmaðurinn. Ein helzta ástæðan fyrir óróleik Margaretar var, ást höfuðsmannsins til dóttur hans og þær áhyggjur, sem hann hafði út af henni. Ástæðan fyrir óróa Grahams var sú, að hann vissi ekki, hvemig hann átti að hagnýta sér upp- götvun sína. Þær sannanir, sem hann gat komið með um, að eitur væri í glasinu, voru lítils virði( nema þegar þær voru settar í samband við hring- inn. En það hafði enginn verið viðstaddur, er sá atburður skeði, annar en hann, og hver myndi trúa því, þótt hann sverði, að til væri hringur alveg eins og hingur Elsie, þegar Seymour höf- uðsmaður staðfesti, að ekki hefði verið nema einn hringur til í eign fjölskyldunnar. Og Graham var aðeins aðstoðarmaður hjá fátækralækni, og dugnaður hans var aðeins kunn- ur íbúum fátækrahverfanna, en þeir læknar, sem stunduðu Elsie Drummond, voru beztu læknar Englands. Hann langaði til þess að taka í sig kjark og og segja við þá: „Herrar mínir, yður hefir skját- azt í tilliti til þessa sjúkdóms. Þér reynið að lækna hana við sjúkdómi, sem hún er ekki með, og þar af leiðandi versnar henni í stað þess að henni batni." Dálítill hæðarmunur. Hæðin skiptir ekki miklu máli fyrir Marion Morgan, sem er hér að dansa við H. C. Dab- bert undirforingja, á skemmt- un, sem haldin var fyrir ame- ríska herinn í Chicago. Strauk að heiman og gifti sig. Hér sést Stanley Dean, 18 ára gamall, í Oakland, Kali- forníu, ásamt brúði sinni, hinni 13 ára gömlu Aileen Macomber. Það var tilkynnt, að stúlkunn- ar væri saknað, en hún hafði þá strokið að heiman og gifzt ástvini sínum í Carson City, Nevada.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.