Vikan


Vikan - 21.05.1942, Síða 13

Vikan - 21.05.1942, Síða 13
VIKAN, nr. 16, 1942 13 Fimleikasýning Knaltspyrnufélags Reykjavíkur. Fimleikasýning Knattspyrnufélags Reykjavíkur í tilefni 30 ára afmælis Iþróttasambands Islands fór fram þriðjudaginn 12. maí. Þrír flokkar sýndu. 1. flokkur drengja úr K.R. undir stjórn Jens Magnússonar, stúlknaflokkur úr Gagnfræðaskóla Reykjavíkur undir stjórn Vignis Andréssonar og 1. flokkur karla úr K.R. undir stjórn Vignis Andréssonar. Sýningin tókst ágætlega og vakti athygli og aðdáun áhorfenda. Fimm snjallir K.R.-ingar. Drengjaflokkur K.R. og stjómandi hans, Jens Mágnússon. -t 9 5 1 j Dægrastytting | '* *'cM»imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ Orðaþraut. ALDA GILS Á N A R AGLI S T A R UNNI Fyrir framan hvert þessara orða á að setja einn staf, svo að ný orð myndist. Séu þeir stafir lesnir að ofan og niður eftir, myndast nýtt orð, sem táknar hernaðarlegt ástand. Kýr með 10 fætur! í>etta virðist kjánalegt, en sjáið þér nokkuð vangt við það ? Kýrin hefir fjóra fætur. Engin kýr hefir sex fætur. Leggjum við þetta saman, fáum við: 1 kýr hefir 4 fætur. 0 kýr hafa 6 fætur. 1 kýr hefir 10 fætur. Hvað er athugavert við þetta ? Nú skulum við sanna það, að 1 sé jafnt og 2. a = b, þá er ab = a- og ab — a2 = b'- — a2 eða a (b — a) = (b + a) (b — a) og deilum við því með (b — a), fáum við, að a=b + a. En þar sem a = b, þá. er a = 2a eða 1 = 2. Niðurstaðan er alltaf 1089. Takið þrjá tölustafi, mismunurinn á milli þess fyrsta og síðasta verður að vera meiri en 1. Hafið skipti á fyrsta og síðasta tölustafinum og dragið síðan lægri töluna frá þeirri hærri. Hafið aftur skipti á fyrsta og síðasta stafnum í þeirri tölu og leggið síðan þá tölu, sem þá kemur fram, við töluna, sem þér breyttuð. Niðurstaðan verður alltaf 1089. Dæmi: Tökum 638 ......................... 638 Höfum skipti á fyrsta og síðasta tölu- staf ............................, 836 Drögum hærri töluna frá þeirri lægri .. 198 Höfum skipti á fyrsta og síðasta tölustaf.. 891 1089 Þetta má nota við allar tölur frá 100 upp í 1000, nema þær, sem enda á 00 eða þær tölur, sem hafa mismuninn 1 eða 0 á milli fyrsta og síðasta tölustafsins. Reynið til dæmis: 736, 505, 978, 372, 666 og sjáið, hvernig gengur. Takið svo aðrar tölur, þar sem meiri mismunur er á milli fyrsta og síðasta tölustafsins og sjáið, hvort ekki kemur alltaf út 1089, ef þér notið þessa aðferð. Sjá svör á bls. 14. SKRÍTLUR. Virðing t'yrir yfirmanninum. Tfirmaður við kafbáts við sjóliðann, sem er á verði: „Stýrið að hvíta sjómerkinu þama." Sjóliðinn, sem reynir að halda niðri í sér hlátr- inum: „Afsakið, en þetta er máfur en (?kki sjó- merki." Yfirforinginn æstur: „Yfirmaður yðar þekkir líklega í sundur sjómerki og máf! Ég vona, að þér séuð ekki i vafa um það!“ Sjóliðinn, eftir að hafa litið í sjónaukann: „Ég bið afsökunar. Það var sjómerki, en nú flaug þa*!“ * Eldri ungfrú: Haldið þér, að mér geti orðið meint við að fara á dansleik, herra læknir. Læknirinn: Já, sannarlega. Þér eigið að hafa mikla hreyfingu og hafið ekki gott af að sitja mikið úm kyrrt. Heimboðid. Framh. af bls. 4. Næst söng Árni þetta alkunna kvæði: Nú er frost á manna fróni, frýs í æðum manna blóð, kveður kulda-manna ljóð, kári í jötun-manna móð o. s. frv. Og síðast söng hann gamla og góða vísu, sem flestir kunna. En ég kunni hana nú ekki svona eins og hann hafði hana! Einu sinni átti ég hest, það var nú skrítinn foli, Gott var að hann hafði’ ei horn, því þá hefði það verið boli. Var nú hætt söngnum, en hjónin komu og settust aftur hjá okkur. Ég ætlaði að fara að spyrja þau, hvort þau væru bæði orðin snarvitlaus, en Árni greip strax fram í fyrir mér og spurði, hvort við vildum ekki þiggja kaffisopa, tókum.við því fegins- hendi. Hulda gekk nú fram og kom að vörmu spori inn aftur með bakka, sem hlaðinn var allskyns kræsingum. Var borð- inu nú snúið við, svo að bakkinn gæti stað- ið á því. Hellti nú húsmóðirin í bollana hjá okkur, og tók ég þá strax eftir því að kaffið var ískalt. Ég var nú farinn að halda, að hjónin væru bæði orðin geggjuð, en sagði þó ekkert. Þau fóru að hnakk- rífast um eitthvað smávægilegt, sem væri frammi í eldhúsi, meðan við hrærðum i bollunum. Ég tók mér nú sneið af smurða brauðinu, sem á var svínsflesk, og beit í, en ég tók hana fljótt út úr mér aftur, og skoðaði hana vandlega, þótt slíkt þyki að vísu lítil kurteisi, en þá kom í ljós að það, sem mér hafði sýnst vera svínsflesk, var í raun og veru rauðleitt strokleður, sem hafði verið skorið í þunnar flísar. Ég reyndi að láta á engu bera og fór nú að bragða á kaffinu. En er ég var kominn á miðja leið með bollann upp að munnin- um á mér, datt haldið af honum og boll- inn brotnaði í ótal parta á gólfinu milli fótanna á mér. Það virtist enginn taka eftir þessu, og ég sagði ekkert. Árni var að byrja á nýrri sögu, en ég tók eftir því að hjónin, sem höfðu komið með mér/voru enn ekki farin að bragða á sínu kaffi. Ég stóð því upp í skyndi og tilkynnti, að ég væri að fara. Árni var í miðri sögu, en liætti nú við söguna og sagði, að það væri víst kominn háttatími. Fékk hann okk- ur sitt umslagið hverju og bað okkur að þiggja þetta af sér. Ég ætlaði að opna það strax. En Árni sagði, að við skyldum opna þau, er við kæmum heim. Við kvöddum í skyndi og fórum út. Ég skildi við hjónin úti fyrir húsinu og flýtti mér heim og opnaði umslagið. Innan í því var.bréfmiði og á hann hafði Árni skrifað: 1. apríl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.