Vikan


Vikan - 10.09.1942, Síða 5

Vikan - 10.09.1942, Síða 5
VIKAN, nr. 32, 1942 5 F ramhaldssaga: iiMiiniHmmimHiiMn>iiiiiini»H»miii»ninwHiHMimmimminnHiiiminwiwunni»nmnininiumniiHiMiniiinniiiiiiiiiiminiiiinnuiiiniiiiniiiniiin»i»iiiiiminiiiiiiiinninni 11 Ráðgáta Rauða hússins. Sakamálasaga eftir A. A. Milne iiiimiimiiimiimmimiimiii „Þeir halda, að Mark —Hann hætti og yppti öxlum. „Kunni að hafa drekkt sér, er hann sá, að hann átti ekki undankomu auðið? Og vitandi það, að hann hafði komið upp um sjálfan sig, með því að hlaupa í burtu?“ „Já, ég býst við því,“ sagði Cayley seinlega. „Ég held nú, að hann hefði átt að fara öðruvísi að. Hann var með skammbyssu. Ef hann hefði verið ákveðinn i þVí að láta ekki taka sig lif- andi, þá hefir hann alltaf átt að geta komið í veg fyrir það. Hefði hann ekki getað náð í lest til London áður en lögreglan vissi um það?“ „Jú, hann hefði getað það. Það fór lest á þeim tima. Þeir í Woodham hefðu auðvitað þekkt hann, en honum hefði tekizt að sleppa í Stan- ton. Hann er ekki eins vel þekktur þar. Birch hefir spurzt fyrir um hann, en enginn virðist hafa séð hann." „Þar eru áreiðanlega margir, sem seinna munu segja, að þier hafi séð hann. Það er alltaf svo, að þegar einhvers er saknað, þá koma minnst tólf manneskjur og segjast hafa séð hann á tólf mismunandi stöðum á sama tíma.“ Cayley brosti. „Já. Það er satt. En hann ætlar nú að slæða pollinn fyrst.“ Hann bætti þurrlega við: „Að því er ég hefi lesið í leynilögreglusögum, vilja lögreglumenn alltaf slæða vötnin fyrst.“ „Er pollurinn djúpur?“ „Aiveg nógu djúpur,“ sagði Cayley um leið og hann stóð á fætur. Er hann var kominn að dyrunum, nam hann staðar og leit á Antony. „Mér þykir leitt að vera að halda yður hérna, en það verður ekki nema þangað til á morgun. Yfir- heyrslan er seinni partinn á morgun. Skemmtið yður eins og þér getið þangað til. Beverley mun vera með yður.“ „Ég þakka kærlega. Mér líður prýðilega héma.“ Antony hélt áfram að borða. Ef til vill var það satt, að lögregiumenn vildu alltaf slæða vötn, en spurningin var, vildi Cayley láta slæða hana? Olli það Cayley áhyggjum, eða stóð honum á sama um það ? Hann virtist sannarlega ekki vera áhyggjufullur, en hann kunni vel að leyna til- finningum sínum, og það var ekki oft, sem mað- ur sá hinn raunverulega Cayley. Hann var ef til vill stundum of ákafur, en ekki var hægt að sjá neitt á honum þennan morgun. Ef til vill vissi hann, að ekki var neitt i pollinum. En lögreglu- menn vilja alltaf siæða polla. Bill kom inn. Andlit hans var eins og opin bók. 1 því mátti lesa ákafan hugaræsing. „Jæja,“ sagði hann ákafur, er hann settist við borðið, „hvað eigum við nú að gera í dag?“ „1 fyrsta lagi, ekki tala svona hátt,“ sagði Antony. Bill leit á hann kvíðafullur. Var Cayley kann- ske undir borðinu ? Eftir það, sem skeði í gær- kvöldi, var ekki gott að vita. ,,Er — hm —.“ Hann horfði spyrjandi á Antony. „Nei, en það er alveg óþarfi að hrópa. Maður á að hafa vald á röddu sinni, kæri William, með því að anda rólega og djúpt. Með því kemst maður hjá þessum háu tónum, senr hafa komið upp um svo mörg leyndarmál. 1 stuttu máli sagt, lækkaðu róminn." „Þú virðist vera í góðu skapi í dag." Forsaga: Mark Ablett, eigandi Rauða hússins, býst við Robert, bróður sinum, frá Ástralíu. Andrey, þjónustustúlka, fylgir honum inn í skrif- stofu húsbóndans og fer síðan að leita að Mark. Meðan hún er úti heyrist skothvellur inni í húsinu. Antbny Gillingham sest að í veitingahúsinu „The George" og fréttir þar, að kunningi sinn, Bill, er í Rauða húsinu. Hann fer að heimsækja Bill, en lendir þá ásamt Cayley í því að finna myrtan mann. Það er Robert Ablett. Cayley sendir boð eftir lögreglunni. Gestimir koma heim eftir golfleikinii og frétta um moröið og fara allir til London, nema Bill. Birch eftirlits- maður rannsakar málið. Antony fer að at- huga húsið og ákveður að komast til botns í málinu. Hann og Bill Tara til krárinnar, og Antony notar tækitærið til þess að spurja Bill um Mark. Bill segir honum frá því, að einn gestanna, ungfrú Norris, hafi einu sinni leikið á Mark, með því að leika vofu. Bill og Antony fara að skoða knatt- leikavöllinn. Antony heldur því fram, að Cayley sé riðinn við málið, en Bill vill ekki fallast á það. Bill og Antony finna leyni- göng, sem enda í áhaldaskýli á knattleika- veliinum. Antony sér Cayley þar. „Það er ég. Mjög góðu. Cayley tók eftir því. Cayley sagði: „Hefði ég ekki öðrum störfum að gegna, myndi ég lioma og safna hnetum með yður. Fúslega vildi ég snúast í kringum mórberja- runnana og hlaupa upp á litlar hæðir. En vatn Jordan umlykur mig, og Birch bíður fyrir utan með rækjunet sitt. Vinur minn William mun inn- an skamms veita yður ánægju. Verið þér sælir. berið kveðju mína til allra berjarunnanna." Og hann yfirgaf herbergið. Inn kom William Bever- ley." '„Ertu oft svona á morgnana." „Næstum því alltaf, sagði hann með fullan munninn. Út fór W. Beverley." „Þetta eru áhrif frá sólinni, býst ég við,“ sagði Bill og hristi höfuðið dapurlega. „Það er sólin, tunglið og stjömumar, sem i sameiningu hafa áhrif á tóman maga. Vitið þér nokkuð um stjörnumar, herra Beverley? Vitið þér til dæmis nokkuð um Orion ? Og hvers vegna er ekki til stjarna, sem kölluð er BeVerley? Eða skáldsaga. Sagði hann tyggjandi. W. Beverley kemur aftur inn um gólfhlera." „Þar sem við tölum nú um gólfhlera —.“ „Ekki tala um það,“ sagði Antony og stóð á fætur. „Sumir tala um Alexander og aðrir um Herkúles, en enginn talar um — hvað er nú gólfhleri á latínu? Mensa — borð; nei, það er ekki það sama. Jæja, herra Beveriey —,“ og hann klappaði honum vingjarnlega á bakið um leið og hann gekk framhjá honum —. „Ég sé þig seinna. Cayley segir, að þú ætlir að skemmta mér, en hingað til hefirðu ekki fengið mig til þess að hlæja einu sinni. Þú verður að reyna að vera skemmtilegur, þegar þú ert búinn að borða morgunmatinn. En flýttu þér ekkert. Gefðu tönn- unum tíma til þess að vinna sitt verk.“ Að svo mæltu yfirgaf Antony hið rúmgóða herbergi. Bill lauk við morgunverð sinn og var mjög undrandi. Hann vissi ekki, að Cayley sat fyrir utan gluggann, ef til vill ekki til þess að hlusta á þá, en Antony sá hann og vildi ekki eiga neitt á hættu. Svo hélt hann áfram með morgunverð sinn, og hugsaði sem svo, að Antony væri ein- kennilegnr, og gaman væri að vita,, hyort hann hefði ekki dreymt um þetta einkennilega, er skeð hafði kvöldið áður. Antony fór upp í svefnherbei’gi sitt til þess að sækja pípu sína. Þjónustustúlka var þar að gera hreint, og bað Antony afsökunar á því að vera að ónáða hana. Þá mundi hann allt i einu dálítið. „Eruð þér Elsie spurði hann og brosti vin- gjamlega. „Já. herra," sagði hún feimin, en hreykin. Hún efaðist ekki um ástæðuna fyrir því, að hún var nú orðin svona fræg. „Það voruð þér, sem heyrðuð í Mark í gær, var það ekki? Ég vona, að eftirlitsmaðurinn hafi verið vingjarlegur við yður?“ „Já, þakka yður fyrir, herra." „Nú er komið að mér. Þú bíður," tautaði Antony við sjálfan sig. „Já, herra. Hann sagði það iligimislega. Eins og hann vildi segja, að nú væri sitt tækifæri komið." „Ætli það?“ „En ég heyrði þetta, herra. Það er alveg satt.“ Antony leit á hana hugsi og kinkaði kolli. „Já. Ætli það. En ég skil ekki hvers vegna." „Hvers vegna hvað, herra?" „O, það er svo margt, Elsie .... Var það bara tilviljun ein, að þér voruð þama einmitt á þess- ari stundu?" Elsie roðnaði. Hún hafði ekki gleymt því, sem fni Stevens hafði sagt um það. „Já, herra. En venjulega fer ég upp hinn stig- ann.“ „Auðvitað." Hann var búinn að finna pípu sína og var í þann veginn að fara niður, er hún stöðvaði hann. „Fyrirgefið, herra, en verður yfirheyrsla aftur?" „Já. Á morgun, býst ég við." „Á ég þá að vera vitni, herra?" „Já, auðvitað. Þér þurfið ekkert að óttast." „Ég heyrði þetta, herra. Það er alveg satt." „Auðvitað gerðuð þér það. Hver segir, að svo hafi ekki verið?" „Sumar stúlknanna, herra — frú Stevens og þær.“ „Það er einungis af því, að þær eru afbrýði- samar," sagði Antony brosandi. Hann var feginn því að hafa talað við hana, vegna þess, að hann sá, hve vitnisburður henn- ar var mikilvægur. Birch hefði án efa virzt hann mikilvægur vegna þess, að hann sýndi, að Mark hefði haft ógnanir í frammi við bróður sinn. En Antony fannst hann hafa meira gildi. Hann var eina ömgga sönnunin fyrir því, að Mark hefði yfirleitt komið á skrifstofuna þennan eftirmið- dag. Því hver sá Mark fara inn á skrifstofuna ? Aðeins Cayley. Og úr því að Cayley leyndi sann- leikanum um lyklana, hvers vegna ætti hann þá ekki líka að leyna sannleikanum um það, hvort Mark hefði komið inn á skrifstofuna eða ekki? Augsýnilega var vitnisburður Cayleys einskis- virði. Sumt var án efa satt; en hann sagði þetta, bæði sannleikann og lýgina, í einhverjum ákveðn- um tilgangi. Antony vissi ekki enn þá, hver sá tilgangur var; hlífa Mark; að hlífa sjálfum sér, jafnvel að svíkja Mark — það gat verið eitt- hvað af þessu. En þar sem hann bar vitnisburð sinn í einhverjum ákveðnum tilgangi, var ómögu- legt að líta á hann sömu augum og vitnisburð óhlutdrægs og sannsöguls áhorfanda. Eins og Elsie virtist til dæmis vera.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.