Vikan


Vikan - 10.09.1942, Page 6

Vikan - 10.09.1942, Page 6
6 En vitnisburður Elsie virtist skýra málið dá- lítið. Mark hafði farið inn á skrifstofuna til þess að hitta bróður sinn; Elsie hafði heyrt þá tala saman; svo höfðu Antony og; Cayley fengið líkið af Robert .... og Birch ætlaði að slæða í poll- inum. En vitnisburður Elsie sajp|iaf5i ekkert annað en það, að Mark hafi verið irífii á skrifstofunni. „Nú er komið að mér. Þii bíður.“ Þetta var ekki ógn- un, sem gekk í gildi strax, hún virtist gilda fyrir framtíðina. Ef Mark hefir skotið bróður sinn rétt á eftir, hlýtur það að hafa verið óviljaverk, af- leiðing af áflogum sem hlotizt hefðu vegna þess- arar ógnunar. Enginn mundi segja: ,,1-ú bíður,“ — við mann, sem fara átti að skjóta. ,,Þú bíður,“ þýðir sama sem: ,,Þú bíður og sérð, hvað seinna skeður.“ Eigandi Rauða hússins var búinn að fá nóg af betli bróður síns og fjárkúgun, nú vildi Mark fá að vera í friði fyrir honum. Látum Robert bíða dálitla stund, og hann mun sjá. Sam- ræðurnar, sem Elsie heýrði, hefðu getað þýtt þetta. Þær gátu ekki átt við morð. 1 það minnsta ekki, að Mark myrti Robert. „Þetta er einkennilegt," hugsaði Antony. „Eina augljósa lausnin er svo auðveld og samt svo röng. Og ég hefi hundruð smámuna í huganum og get ekki tengt þá saman. Og nú í dag munu þeir verða hundrað og einn. Ég má ekki gleyma þessum degi.“ Hann fann Bill inni í forsalnum og stakk upp á því, að þeir færu i gönguferð. Bill var mjög áfjáður. „Hvert viltu fara,“ spurði hann. „Mér er alveg sama. Sýndu mér skemmtigarð- inn.“ „Skal gera það.“ Þeir gengu af stað. „Heyrðu, Watson minn,“ sagði hann, þegar þeir voru komnir í burtu frá húsinu, „þú mátt ekki tala svona hátt inni í húsinu. Það sat maður fyrir utan gluggann, rétt hjá þér.“ „Nú-ú,“ sagði Bill skömmus.tulegur. „Mér þyk- ir þetta leitt. Það var þess vegna sem þú talaðir eins og hálfviti?“ „Að nokkru leyti. Og að nokkru leyti vegna þess, að ég er í mjög góðu skapi. Við verðum önnum kafnir í dag.“ „Jæja, og hvað eigum við að gera?“ „Þeir ætla að slæða pollinn — fyrirgefðu, vatnið. Hvar er vatnið?“ „Við erum á leiðinni þangað núna, ef þú villt sjá það.“ „Við getum eins vel litið á það. Farið þið oft að vatninu?“ „Ó nei. Það er ekkert hægt að gera þar.“ „Er ekki hægt að synda í því?“ „Ekki vildi ég gera það. Það -er of óhreint.“ „Einmitt það —. Þetta er leiðin, sem við fórum í gær, er það ekki? Leiðin til þorpsins?" „Jú. Við beygjum dálítið til hægri. Að hverju ætla þeir að leita í vatninu?“ ,,Mark.“ „Hver þremillinn,“ sagði Bill. Hann var þög- ull dálitla stund, svo gleymdi hann þessum óþægilegu hugsunum, vegna þess að hann mundi allt í einu eftir öllum hinúm æsandi viðburðum og hann sagði: „Heyrðu, hvenær eigum við að leita að leynigöngunum ? “ „Við getum nú ekki gert margt á meðan Cay- ley er inni í húsinu.“ „En getum við ekki gert það i dag, þegar þeir eru að slæða pollinn? Hann verður áreiðanlega þar.“ Antony hristi höfuðið. „Ég verð að gera dálítið annað þá,“ sagði hann. „En ef til vill fáum við tíma til þess að gera hvoru tveggja." „Þarf Cayley líka að vera í burtu frá húsinu, þegar við gerum hitt?“ „Já, ég held, að hann ætli sér það.“ „Er það eitthvað skemmtilegt?" „Ég veit ekki, það getur verið það. Ég býst við, að ég gæti gert það seinna, en ég vil helzt hafa það klukkan þrjú. Ég er búinn að ákveða það þá.“ „Heyrðu, þetta er gaman. Þú vilt vonandi hafa mig með, er það ekki?“ „Jú, auðvitað. En mundu það, Bill, farðu ekki að tala um þetta inni i húsinu, nema ég fitji upp á því.“ VIKAN, nr. 32, 1942 „Ég skal ekki gera það. Ég lofa því, að nefna það ekki.“ Þeir voru komnir að pollinum — vatni Marks — og þeir gengu þögulir í kringum hann. Þegar þeir voru búnir að fara hringinn, settist Antony í grasið og kveikti að nýju í pípu sinni. Bill fór að dæmi hans. „Mark er ekki þarna," sagði Antony. „Nei,“ sagði Bill. „En ég skil ekki vel, hvernig þú veizt, að hann er þar ekki.“ „Ég veit það ekki, ég get mér þess til,“ sagði Antony fljóflega. „Það er miklu auðveldara að skjóta sig heldur en að drekkja sér, og hefði Mark viljað skjóta sig í vatninu og láta líkið ekki finnast, þá hefði hann látið stóra steina í vasa sína, og einu stóru steinarnir í nágrenninu eru við vatnið, og það hefðu sézt för eftir þá, en þau eru hvergi sjáanleg; og þess vegna gerði hann það ekki og — nei, við skulum ekki hugsa um pollinn núna, hann getur beðið þar til seinna. Bill, hvar byrja leynigöngin ? “ „Nú, það er það, sem við verðum að komast að, ekki satt?“ „Jú. Sjáðu til, þetta er grunur minn.“ Hann skýrði fyrir honum ástæðurnar fyrir því, að hann áliti leynigöngin standa í einhverju sam- bandi við dauða Roberts, og hélt svo áfram: „Kenning min er sú, að Mark hafi uppgötvað göngin fyrir einu ári — á sama tíma og hann fór að fá áhuga fyrir kroket. Leynigöngin end- uðu i gólfi skýlisins, og sennilega var það hug- mynd Cayleys að láta kroketkassa yfir opið til þess að leyna þvi. Þú veizt, að hafi maður upp- götvað eitthvað leyndarmál, þá finnst manni, að allir muni auðveldlega komast að því líka. Ég get imyndað mér, að Mark hafi haft gaman af því að eiga þetta leyndarmál einn — og Cayley auðvitað, en Cayley taldi hann ekki með — og þeir hljóta að hafa haft mikla ánægju af því að útbúa þetta þannig, að erfiðara yrði fyrir aðra að komast að því. Nú, en þegar ungfrú Norris var að dulbúa sig, þá sagði Cayley frá því. Sennilega hefir hann sagt henni, að hún kæmist aldrei út á knattleikaflötina án þess að þið sæuð hana, og svo ef til vill sagt henni, að hann vissi um eina leið til þess að komast þangað óséð, og hún héfir svo einhvem veginn fengið hann til þess að segja sér leyndarmálið.“ „En þetta var tveim eða þrem dögum áður en Robert kom.“ „Já, einmitt. Ég er ekki að gefa i skyn, að neitt skuggalegt hafi staðið í sambandi við leyni- göngin í fyrstu. Fyrir þrem dögum voru þau aðeins Mark til ánægju. Hann vissi ekki einu sinni, að Robert væri að koma. En síðan hafa göngin verið notuð einhvern veginn í sambandi við Robert. Ef til vill flýði Mark þessa leið, ef til vill leynist hann þar nú. Og ef svo er, þá var ungfrú Norris eina manneskjan, sem komið gat upp um hann. Og hún mundi auðvitað gera það óvart — þar sem hún vissi ekki, að leyni- göngin skiptu nokkru máli.“ „Þess vegna var það öruggara að koma henni í burtu.“ „Já.“ „En sjáðu nú, Tony, hvers vegna ertu alltaf að hugsa um það, hvar þessi leynigöng byrja? Við getum alltaf komist inn í þau frá knattleika- fletinum." „Ég veit það, en þá yrðum við að gera það þannig, að það sæist. Ég á við, með því að brjóta upp kassann og láta Cayley vita, að við hefðum gert það. Sérðu til, Bill, ef við komumst ekki að neinu á morgun eða hinn daginn, þá verðum við að segja lögreglunni, hverju við erum búnir að komast að, og þá getur hún rannsakað göngin sjálf. En það vil ég ekki gera strax.' „Nei, alls ekki.“ „Svo við verðum að halda dálítið lengur áfram í leyni. Það er eina leiðin.“ Hann brosti og bætti við: „Og það er líka miklu skemmtilegra." „Ég held það nú!“ Bill hló. „Jæja, nú er spurningin, hvar byrja þá leyni- göngin?“ Sautján munnar að mata. Á myndinni sést kona ein í New York, frú William Mohlenbrok, með sautján hvolpa, sem hinn írski skot- hundur hennar á. Hundurinn situr og horfir með athygli á, meðán verið er að mata hvolpana. Ný hárklipping! Á myndinni sést amerískur sjóliði, sem látið hefir klippa hár sitt þannig, að það mynd- ar V-sigurmerki Bandamanna. Er hann að sýna félögum sín- um þetta uppátæki sitt, en þeir virðast hafa mjög gaman af, eftir myndinni að dæma.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.