Vikan


Vikan - 10.09.1942, Síða 10

Vikan - 10.09.1942, Síða 10
10 u ir i 1 A m i i in. nci III iii L 1 ii i Matseðillinn. Brúnkálssúpa. % hvitkálehöfuð, 2 matskeiðar smjör, 2 matskeiðar sykur, salt, pipar, 2% 1. vatn eða soð. Kálið er hreinsað, skorið smátt, smjörið sett í heitan steikarpott og brúnað vel. Kálið sett út í og þegar það er brúnað, er sykrinum stráð yfir. Svo er smátt og smátt bætt soði við. Ef súpan er ekki vel brún, má dekkja hana með matarlit. tJt í hana má láta sundurskornar kartöflur, smákjötbollur eða með henni ristað brauð. Steikt hjörtu. Kindahjörtu eru hreinsuð, blóðið þvegið vel úr, og æðaveggirnir skom- ir úr. Hjartanu skipt í 3—4 parta. f>erraðir á hreinu klæði, dýft í salt og pipar. Brúnað í vel heitri feiti. Þegar það er orðið brúnt, er ögn af vatni bætt í og hlemmur settur á pottinn. Plóaðri mjólk er nú smábætt í pottinn og þetta látið vera við hæg- an eld í 2—3 tíma. Sósan jöfnuð, dekkt með matarlit, ef með þarf. Maizena-búðingur. 75 gr. maizenamjöl, 7 dl. mjólk, 2 egg, 50 gr. sykur, möndlur. Eggjarauðurnar eru hrærðar vel saman við sykurinn. Mjölið, mjólk- inni og nokkrar möndlur sett í. Þessu brugðið yfir eld og s'töðugt hrært í, helzt með eggjaþeytara, þangað til suðan kemur upp og þykkna tekur í pottinum. Stífþeyttum eggjahvít- unum hrært saman við þetta. Síðan hellt upp í vætta glerskál. Borðaður kaldur með rauðri sósu eða ávaxta- blendingi. Húsráð. Ef þér látið rúsínur út í grjóna- grauta, þá þurfið þér síður á sykri að halda í þá. Til þess að fá gluggatjöld falleg, er bezt að straua þau deig. Dreipið á þau volgu vatni og vefjið þau inn- an í hreint handklæði, áður en þau eru strauuð og hafið þau þar um klukkutíma. Snotur kjóll. Kjóll þessi er mjög hentugur fyrir stúlkur, sem vinna á skrifstofum. Efnið er dökkblátt ullartau. Kring- um kragann er rykkt dálítil rönd af efninu og nær hún alveg niður að mitti. Pilsið er alveg slétt. Betra er að geyma sykur í stórum boxum, heldur en litlum bréfpokum. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll iiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim Sækið ekki Bftir N. ér segið: „Ég er ung, aðeins tuttugu og fimm ára. Ég á allt lífið framundan. Hversvegna ætti ég ekki að binda enda á þetta ófarsæla hjónaband mitt, á meðan enn er tími til þess að gera eitthvað annað við líf mitt? Hvers vegna ætti ég ekki að sækja um skilnað á meðan ég er ung?“ Gerið það ekki. Leysið ekki upp hjónaband yðar vegna þess, að yður virðist „allt ganga svo illa“. Það er engin réttlæting fyrir skilnað. Ung kona skilur ekki, að fyrsta reynzla hennar í hjónabandinu er sígild; að henni ber ekki að öfunda vini sína. Hún hefir ekki lært, að þetta er lífið, svona eru mennirnir, og að allt í allt, er hún mjög heppin. Hún veit ekki, að þetta getur orðið eitt þeirra hamingjusömu hjóna- banda, sem hún heyrir talað um. Um daginn fannst mér ekki Jane vera kjáni, þótt hún hlustaði þegj- andi á það, að Ed segði, að hún væri asni. Þótt einkennilegt megi virðast, þá minnkaði það heldur ekki álit mitt á Ed. Hann er í rauninni ágætur ná- ungi, mjög hrifinn af Jane og enginn veitti þessum atburði athygli. En fyrir átta árum síðan, þegar Bill sagði þessi sömu orð við mig, þá svaraði ég honum reiðilega. Þetta hafði í för með sér aðrar deilur, heimskulegar og óréttlátar, sem gerðu okkur bæði reið og fjarlægðu okkur hvort frá öðru. Gifting mín, þegar ég var tuttugu og fjögurra ára, var eins og svo margar aðrar, sem endað hafa fyrir skilnaðarrétti. Allt stuðlaði að því, að hjónabandið yrði farsæit — sama menntun, sameiginlegir vinir og að- staða í þjóðfélaginu. Við höfðum verið saman í nokkur ár, og áttum að meira eða minna leyti sömu áhugamál, og þrátt fyrir tíðar smá- deilur vorum við mjög ástfangin. Bill hafði góða atvinnu, þegar við giftumst. Skömmu síðar breytti hann um atvinnu og reyndust það hrein- ustu mistök. Ég missti samt ekki trúna á honum. En sjálfsálit hans varð fyrir hnekk. Hann varð þung- búinn og mjög viðkvæmur. Hann eignaðist kunningja, sem drukku of mikið. Ég býst við að ég hafi nöldr- að, þótt ég hugsaði ekkert út í það þá. Bill varð enn þá gramari við mig. Við settum skilmála til skiptis. Við vorum alltaf á verði og rifumst, jafn- vel eftir að úrslitin voru komin. Án efa kveið Bill eins fyrir því að koma heim eins og ég kveið komu hans. 1 stað þess að reyna að hug- hreysta hann og hugga, reyndi ég að rökræða við hann hreinskilnislega. Ég neitaði að leita til kvenlegra bragða til þess að ná takmarki mínu; mér fannst það of auðmýkjandi. Mér láðist að gæta þess, að karl- menn kæra sig ekki um kuldaleg rök og skynsemi hjá konum sinum, held- ur stöðuga samúð, skilning, hvatn- ingu og þakklæti. Fyrir þetta launa þeir ríkulega. Þetta skildi ég ekki fyrir átta árum. VIKAN, nr. 32, 1942 UM SKILNAÐ. N. RUST Aðeins sá, sem hefir búið við slik rifrildi og deilur, veit, hvað það ger- ir manni. Maður hatar sjálfan sig fyrir það. Samt heldur maður því áfram og lætur pýramida gremjunn- ar vaxa, stein fyrir stein, eins og ég gerði, í stað þess að nema staðar í byrjun og hugsa skynsamlega. Eins og hundruð annara kvenna, sagði ég við sjálfa mig: „Hvers vegna sætti ég mig við þetta líf? Ég þarf þess ekki. Ég er enn þá ung.“ Ég sótti um skilnaðinn, sannfærð um þ'að, að áður en ár væri liðið, myndi ég hitta mann, sem hefði sömu áhugaefni og ég, sem væri hugsunar- samur og sanngjarn, sem væri skemmtilegur og kynni að meta mig. Hvar er þessi fyrirmyndarmaður, og hefði ég þekkt hann, þótt ég hefði mætt honum? Ég bað ekki um og fékk ekki neitt framfærslufé. Eftir úrskurðinn fór ég heim til foreldra minna. Mig grun- aði ekki, hve erfitt fyrirkomulag það átti eftir að reynast. Það skiptir engu máli, hve stutt hjónabandið hefir verið, ég var búin að vera eiginkona og réði yfir húsi mínu, með því frelsi og ábyrgð, sem því fylgir. Það er erfitt fyrir sjálfsálit manns og virð- ingu að hverfa aftur að því að vera ung stúlka í heimahúsi. Ég fékk mér atvinnu, og tíminn leið fljótt, allt of fljótt. Ég er nú þrjátiu ára. Það er ekki svo, að karl- mönnum finnist ég ekki aðlaðandi. Ég er enn þá aðlaðandi og ungleg, menn kynnast mér oft mjög fljótt. Ég iðka íþróttir, er ekki illa gefin og hefi gaman af góðri fyndni. Ég tel þetta fram, svo þér haldið ekki, að ég sé illa sett að því leyti, en það þarf meira til. Hvemig er ég stödd núna? Allir vinir mínir eru giftir; flestir karl- menn eldri en 35 ára eru sérvitrir piparsveinar, flestir þeirra pilta, sem ég var vön að skemmta mér með, eru nú giftir, jafnvel þeir, sem einu sinni báðu min. Og það, sem er öllu þýð- ingarmeira, ég lít á fólkið með öðr- um augum en fyrir tíu árum. Vegna skorts á sameiginlegum áhugamálum hefi ég nú fjarlægzt hina gömlu vini mína, þar sem líf Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.