Vikan


Vikan - 18.03.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 18.03.1943, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 11, 1943 Hún hitti bezt! Fyrir mörgum árum síðan bjó í París greifi nokkur, tiginn og auðugur. Hann átti tvær mjög fríðar dætur, Adele og Germaine. Þær uxu upp honum til gleði og þeim var kennt af beztu kenn- urum í listum og siðgæði. Til að láta þær hafa einhverja leiksystur, hafði greifinn tekið til fósturs munaðarleysingja, skyld- an sér langt fram í ættum. Lucile hét hún og fékk sömu uppfræðslu og stallsystur hennar, og þroskaðist í kvenlegum dyggð- um og fegurð. Og þegar sá tími kom, að greifinn vildi láta dætur sínar fara til hirð- arinnar, svo þær lærðu að þjóna drottn- ingunni, leiddi hann einnig Lucile fram fyrir hinn náðuga höfðingja. Markgreifi einn, sem mikið las hinar heiðnu bækur, sagði, þegar hann sá þær alla, þrjár, að Grikkir kölluðu slíkt gyðj- ur, og undir því nafni urðu_ þær brátt þekktar í París. Svo var það, að ókunnur riddari kom til París frá Suður-Ölpum, sem sagðir voru í ítalíu. En fyrir hefir það komið, að einn er hættulegrí en annar fyrir hin ungu, við- kvæmu kvennahjörtu, og svo var það með þennan unga riddara, að hver sú, sem sá hann, felldi ástarhug til hans, og þegar tvær sáu hann urðu þær afbrýðisamar hvor út í aðra. Og jafn tígulegan riddara hafði enginn séð áður. Þegar hann dró hjálmgrímuna niður og augu hans sáust út um hana, gat maður vel haldið, að þar skinu tvær sólir gegn um skýin, í stað þeirrar einu, sem heldur sig á himnum. Og rödd hans hljómaði svo vel, að ef gamli markgreifinn hefði borið hana við kvenmannsrödd, hefði kvenmannsröddin orðið líkust blástri x þokulúðri. Og til að láta fegurð sína vera áberandi hafði hann alltaf með sér þjón, heimskingja, eins og aðalsmenn höfðu meðferðis sér til skemmt- unar. En hryllilegri pillt hefði verið erfitt að firrna. Höfðinu var þrengt milli axl- anna, augun skásett, efrivararskeggið hékk niður með munnvikunum, hryggur- inn boginn og fæturnir snúnir undir þess- um ógeðslega líkama. Og hann skældi á sér andlitið, þegar einhver stúlkan féll fyrir herra hans og hló og dró dár að við- kvæmni þeirra. „Hann þekkti þetta kven- fólk.“ En hinn glæsilegi riddari leit aldrei á hann, þegar þeir voru saman, og var alltaf jafn kaldur og Alpasnjórinn, er hann hafði farið yfir. En ef eitthvað viðsjárvert skeði, var þjónninn alltaf á varðbergi og lét húsb 'nda sinn vita. En þótt gyðjurnar töluðu um alla hluti sín á milli, höfðu þær aldrei minnzt á ridd- arann, ekki frekar en hann væri ekki til í París. En það hefir alltaf verið einkenni kvenna að þegja um þann hjartfólgnasta. Og svo var það einmitt í þessu tilfelli. GOMUL SAGA Þegar Adele vaknaði á morgnana, var svipur riddarans það fyrsta, sem fyrir augu hennar bar. En með Germaine var það svo, að þegar hún féll í svefn dreymdi hana alltaf sama drauminn, um hann. Og þegar Lucile átti að matast, gat hún það ekki af þrá til hans. En ástin er sjúkdómur sem vex-snar dag frá degi, ef sá er elskaður, sem enga ást leggur á móti. Og enn endurtók það sig hér. Og ungmeyarnar þrjár voru vit- firringu næst. Og enn má líkja ástinni við hitasótt, sem ruglar menn, svo þeir vita ekki, hvað þeir gera og stundum fremja þeir það, er þeir alls ekki gerðu annars. Og þar sem vesalings Adele var haldin þessum hættulega sjúkdómi, kallaði hún kvöld eitt á þjón riddarans, og sagði: ,,Kæri þjónn, hvernig líður húsbónda þín- um? Líkar honum París? Viltu segja mér eitthvað um hann ?“ „Jú, náðuga ungfrú, það geri ég með mikilli ánægju.“ Og stúlkan hélt lengra á þessari hættu- legu braut. „Þú ert ekkert nema kurteis- in. Faðir minn heldur mikið upp á svoleiðis menn, viltu ekki þiggja heimboð af okkur, það er afar gestkvæmt á heimili mínu.“ Þjónninn hló við. „Ég skal koma og segja yður, hvað ég veit og hlusta á yður.“ Daginn þann voru þærallarsamankomn- ar í stórum sal og léku keiluspil. Lucile raðaði keilunum, skipti kúlunum; svo var farið að leika. Þær máttu ekki tala saman, þótt þær væru nokkuð málgefnar. Og þegar Adele ætlaði að fara út og hitta hann ein, kom hann allt í einu. Stúlkurnar litu hver á aðra og roðnuðu upp í hárs- rætúr. Illlltlillltllflllf IIIIIIIIIIIIIIMÍIIIIIftfllllflMMIIIItllllBf llflf lfMtHVHMSIMMnMMMBMJg| j Vitift bAr bað? I 1. Hvenær var læknaskóli stofnsettur i | | Reykjavík ? | 2. Hvenær hófst núverandi styrjöld milli | | Kínverja og Japana? I 3. Hver var Enervold Kruse ? | 4. Hvað heitir höfuðborg Texas? í 5. Hvað hét maður sá, er myrti Franz | Ferdinand, bróðurson Franz Jóseps | Austurríkiskeisara í Serajevo í Bosníu | I 28. júní 1914 ? | 6. Hvenær dó Skúli Magnússon land- | | fógeti ? | 7. Hve margir íbúar eru í Þrándheimi í | Noregi ? i 8. Hvaða lönd liggja að Bodenvatni ? I 9. Hverjar eru höfuðskepnurnar fjórar? = = 10. í hvaða bók er þessi setning: ,,Son i minn, gef gaum að speki minni, hneig | eyra þitt að hyggindum mínum, til þess i að þú megir varðveita mannvit og var- | ir þínar geymi þekkingu.“? f Sjá svör á bls. 14. ? í •uiifninimiMiiiiiiiMiiiiiiiiMiiiiiiiiiitwiiiiimHMiimMMNaiaMinHMMinnnmsm* En þjónninn sagði: „Það er mjög gott, að þið eruð allar hér saman í kvöld. Þá slæ ég þrjár flugur í einu höggi.“ Um daginn höfðu þær, sitt í hvoru lagi, beðið hann að mæta sér um kvöldið og nú sáu þær, sem alltaf höfðu verið hverri annarri trúar, að þær voru að leita eftir ástum sama manns, riddarans glæsilega. Og þjónninn gladdist af forlögum þeirra. „Sú af yður, sem býður mér mest, henni skal ég hjálpa.“ „Við bjóðum ekkert,“ sögðu þær einum munni. ,,Jæja,“ sagði hann, „þegar þið eruð svo helteknar af ást, þá er það verst fyrir ykkur sjáifar. Eins getum við spilað um það, hér eru keilur og kúlur, og sú, sem tapar, skal borga mér, en ef einhver vinn- ur þá veiti ég henni lið við húsbónda minn.“ Af hverju þær tóku þessu tilboði er ómögulegt að segja, en þær gerðu það, stilltu keilunum upp og spiluðu við þjón- inn lengi nætur. Hver þeirra vann, veit enginn. En ridd- arínn og þjónn hans hurfu jafn skyndilega úr París og þeir komu og það eina, er fannst í herbergi þeirra voru kassar fyllt- ir hálmi. En hin fríða Adele fannst aldrei eftir að hún hvarf úr rúmi sínu. Germaine missti litlu seinna vitið og eftir lítinn tíma var vesalings greifinn barnlaus. Eftir allt þetta urðu þau Lucile mjög harmþrungin. En hún hafði fengið nóg af gáleysi þessa heims og gekk í klaustur. Og þegar hún dó upplýsti skriftafaðir hennar Ieyndarmálið: Riddarinn hafði verið vondur andi frá víti, en þjónninn sá gamli. Hvort þetta er rétt hjá hinum æruverð- uga klausturpresti, veit ég ekki, en mér þykir það trúlegt. Stríðið. Tveir vinir í Berlín hittust við morgun- verðinn, og annar spyr: „Jæja, hvemig gengur stríðið?“ Kunningi hans hallar sér að honum og segir í lágum hljóðum: „Uss! Foringinn veit 'það nákvæmlega. Guð er að reyna að komast að því. Og það kemur þér fjandann ekkert við.“ Gamanleikarinn. Gamanleikari einn kom inn á leiksviðið grátandi og aumlegur. „Við erum svift hverju á fætur öðru, ekkert smjör, ekkert kaffi, engin sápa, og allt er þetta bannsettum níðingnum að kenna.“ Dauðaþögn af skelfingu varð í salnum, síðan hlupu Gestapo menn inn og fóni í skyndi með hann á næstu lögreglustöð. Gamanleikarinn mótmælti þessu ákaft og sagði, að hér væri um misskilning frá lögreglunnar hendi að ræða. „Auðvitað átti ég bara við Churchill," sagði hann, „hver hélduð þið að það væri?“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.