Vikan


Vikan - 18.03.1943, Blaðsíða 14

Vikan - 18.03.1943, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 11, 1943 * Ur ýmsum áttum. Alltaf kurteis. Franskur flugmaður, er var í herþjón- ustu, með enskri flugdeild, var kvöld eitt við kvöldverðarborðið látinn sitja and- spænis enskum undirforingja, sem var ekki beint sleipur í frönskunni. Er þeir voru hvor framan við ann- an, beygði Frakkinn sig og sagði: „Bon appétit.“ Englendingurinn, sem hélt, að maður- inn væri að kynna sig, svaraði: „Ramsbottom." Seinna stríddu vinir hans honum með þessu atviki. „Gestur okkar var að óska þér góðrar matarlystar,“ sögðu þeir. „Og þú áttir að segja það sama og hann.“ Englendingurinn hét því að láta þetta ekki koma fyrir aftur. Næsta kvöld, er Frakkinn kom að borð- inu, heilsaði hann honum strax með orð- unum: „Bon appétit.“ Öllum hinum til mikillar gleði, hneigði Frakkinn sig kurteislega og svaraði alvar- legur: „Ramsbottom.“ Höfrungahlaup. Leikmenn standa hálfbognir í beinni röð, hver framundan öðrum og styðja höndunum á hnén. Hér um bil tveir faðmar eru á milli hvorra- tveggju. Einn leikur þá lausum kjala. Þegar röðin er komin í kring, hleypur sá, sem laus er, aftan að þeim aftasta, styður höndunum á axlimar á honum og stekkur yfir hann. Því næst stekkur hann yfir þann næsta og svo hvem af öðrum, þangað til hann er kominn fram fyrir alla stroll- una. Þá nemur hann staðar og setur sig i sömu stellingar og hinir. Sá, sem áður var næst aft- astur, en nú er orðinn aftastur, fer að dæmi hins og svo koll af kolli, svo lengi sem leikmenn vilja halda áfram. Stundum fer sá, sem var næst aft- astur af stað strax á eftir hinum og eru þá ávallt nokkrir á ferðinni, ef ekki eru því færri í leikn- um. Oftast fer svo, að höfmngurinn kemst ekki yfir alla og húkir á herðunum á þeim sem hann er að stökkva yfir eða dettur fram af honum. Hann hættir þá við stökkið og fer fram fyrir. (ísl. skammtanir). Vísur eftir Káinn. A förum til augnlæknis. Silkispjara sólin rara, — sin með ber augu, — ætlar bara’ að fara’ að fara og fá sér gleraugu. Hart í ári. Vínið mörgum veitir gleði, værð og yndi, eg má lifa’ á hundahlandi, hér í þessu frjálsa landi. Lendingin. Landann höfðu löndur þjáð, unz landinn gaf upp andann. Landi hefir lending náð á landinu fyrir handann. Þótt hún væri helmingi fallegri en hún reynir að vera, þá væri hún samt ekki að hálfu eina falleg og hún heldur sig vera. Gilder Sleeve. 174. krossgáta Vikunnar. Lóðrétt skýring: 1. lítið. — 2. veiðarfæri. — 3. vitstola. — 4. hirting. — 6. flutt. — 7. fleiri en einn. — 8. skor- ið. — 9. kelda. — 10. fisk. — 11. á segli. — 12. tína. — 14. hlemmur. -— 16. töf. — 19. dráttur. — 20. fraus. — 22. ófrjáls maður. — 25. þýfi. — 27. tenging. — 28. hýða. — 29. atviksorð. — 30. krók. — 31. líta. — 33. svefnvant. — 34. hvíldu. — 35. verkfæri. — 36. feykti. — 37. eftirmat. ~ 39. eldstæði. — 41. brást ekki. — 42. f járpest. — 44. geðríka. — 46. gröm. — 48. ullarílát. — 64. ljóð. — 56. lét.57. landshluti (fyrr, hér á landi). — 58. miklar. — 60. óþægindi. — 62. ný. — 63. ull. —- 65. fjöldi. — 67. forsetning. — 68. hald. — 69. pest. — 70. stubb. — 72. drykkur; — 73. megurð. — 74. sundfæri. — 75. óhreinindí. — 76. dæld. — 77. öðlast. — 79. þrábeiðni. — 80. handlegg. — 81. tófu. — 82. lítil. — 84. geiri. — 87. hlýju. Lárétt skýring: 1. stúlka. — 5. hindra. — 9. hests. — 13. lyf. — 15. aldur. — 16. steypa. — 17. veizla. — 18. röskleg. —- 21. flækti. — 23. smábýli. ■— 24. hirti. — 26. grassvörður. — 30. vísa. — 32. dálæti. — 34. stefna. — 36. býli í Ölfusi. — 38. léð. — 40. ótrú. — 43. mótlæti. — 45. tuskur. — 47. slæm. — 49. kind. — 50. 56. — 51. sjó. — 52. tveir eins. — 53. verk. — 55. hrygga. — 58. tryllt. — 59. rumska. — 61. ver. — 63. rennsli. — 64. klæði. — 66. spyrja. — 68. jarðvöðull. — 71. endi. — 73. tignu. — 75. kúlu. — 77. forsetning. — 79. harmaregn. — 82. tvær áttir. — 83. limir. — 85. frækom. — 86. varðveitt. — 88. stopp. — 89. myrkur. — 90. snið. Lausn á 173. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. glöp. — 5. ósætt. — 9. fast. — 13. lásar. — 15. ali. — 16. dætur. — 17. ör. — 18. rostungur. — 21. mó. — 23. fót. — 24. ill. — 26. gáta. — 30. mænu. — 32. líta. — 34. hún. — 36. sókn. — 38. galar. — 40. óskin. — 43. efa. — 45. frátaka. — 47. afa. — 49. yl. — 50. lag. — 51. elg. — 52. ár. — 53. róa. — 55. grefill. — 58. hag. — 59. forað. -— 61. skata. — 63. dæsa. — 64. als. — 66. rota. — 68. sótt. — 71. gils. — 73. hló. — 75. nag. — 77. af. — 79. nálþráður. — 82. ól. — 83. Freyr. — 85. óir. — 86. lengd. — 88. lært. —- 89. eftir. — 90. fáni. Lóðrétt: 1. glögg. — 2. lár. — 3. ös. — 4. par. 6. satt. — 7. ælu. — 8. tini. — 9. fær. — 10. at. — 11. sum. — 12. tróðu. — 14. rof. — 16. dul, — 19. sót. — 20. glæ. — 22. stíga. — 25. lækna, — 27. ál. — 28. ata. — 29. kú. — 30. mói. — 31. NN. — 33. alfagra. — 34. hrá. — 35. nóa. — 36. skallar. — 37. heym. — 39. argra. — 41. skelk. — 42. farga. — 44. fló. — 46. töf. — 48. fáa. — 54. afæta. — 56. eða. — 57. iss. — 58. hatir. — 60. ost. — 62. tog. — 63. dó. — 65. lá. — 67. al. — 68. skafl. — 69. ull. — 70. vað. — 72. seldi. — 73. hár. — 74. óþóf. — 75. nári. — 76. gul. — 78. fræ. — 79. nyt. — 80. rit. — 81. ref. — 82. ógn. — 84. er. — 87. ná. „Morse“-stafrófið. a .— m þ . .. b —... n —. æ . —. — d —.. p . . 2 e . r .—. 3 ... t .. —. s ... 4 ....— g —. t — 5 h .... u .. — 6 —.... i .. v ... — 00 1 1 1 1 1 : I . —.. z .. o Skeytið bjóðar þannig: Jeg er á skútunni. Georg. Svar við „Reynið þetta“. Lausn: 1 stað þess að fleygja seinni molanum upp fyrir glasið, er betra að sleppa honum aðeins og bregða glasinu I skyndi undir hann, þá er minni hætta á, að fyrri molinn hoppi upp úr. Svar við orðaþraut á bls. 13: THIJLEMKAK. TEMJ A HEIMI UNAÐS LÓMUR EFINN BANDI ILINA KÁRNA ASK AR RÓÐUR Svör við spurningum á bls. 4: 1. Árið 1876. 2. Árið 1937. 3. Hann var hirðstjóri hér á landi árin 1602 —1606. 4. Hún heitir Austin. 5. Hann hét Princip og var serbneskur stúdenL 6. Árið 1794. 7. 55 þúsund. 8. Þýzkaland og Sviss (áður einnig Austurríki), 9. Eldur, vatn, loft og jörð. 10. I orðskviðum Salómons í biblíunni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.