Vikan


Vikan - 18.03.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 18.03.1943, Blaðsíða 13
VTKAN, nr. 11, 1943 13 ) Dægrastytting | V. niiiiiMHIMIIIMMIIttMIIIIMIIIIHII MMMIMIIMMMMMMIIIIMMMMIIMMU* Barnið og álf konan. Á Heiðarbót í Reykjahverfi í Þingeyjarsýslu bar þa,ð til eitt kveld, er konan var í fjósi, að eitt af bömunum hennar g-ekk út, og ætlaði að elta móður sína út í fjós. Þegar það kemur út á hlað, sér það hana standa á hlaðinu. Hún bendir þvi þegjandi og klappar á lærið. Hún gengur hægt og hægt á undan og klappar á lærið og toendir því að koma. Klettastrókar eru þar fyrir ofan bæinn, sem eru nefndir Stöplar. Þangað fer konan og ginnir með sér barnið; hvarf síðan með það inn í stöpulinn sinn, þvi þetta var ekki rétt móðir bamsins, heldur álfkona. Nú er að segja frá þvi, að konan kemur úr fjósinu, saknar barns- ins, spyr eftir því, en fólkið, sem heima var, taldi það vera. í fjósi hjá móður sinni. Urðu foreldr- ar þess óttaslegnir; var safnað mönnum og leit- að, en fannst ekki, hvar sem leitað var. Bóndi 'bjó á Sandi, sem Arnór hét, haldinn fjölkunnug- ur. Móðirin fór til hans að leita ráða; kom þar seint á degi. Arnór bauð henni þar að gista um móttina. Hún þá það. Hann spurði hana, um hvert leytí bamið hefði horfið. Hún sagði, sem var. Þetta, kveld, um sama leyti, tekur Arnór hníf og sker upp þrjár þríhyrndar flögur úr gólfinu í bað- stofunni. En er hann skar upp þá seinustu, heyr- ist brestur mikill. Síðan lét hann aftur niður flögumar í samt lag og kvað konunni mundi óhætt að sofa rólega um nóttina, því bamið mundi komið vera. Daginn eftir fór hún heim; var þá bamið komið. Það þótti mönnum kynlegt, að önnur kinnin á því var blá og rann bláminn aldrei af síðan. Nú var barnið að spurt, hvar það hefði verið. Það sagði frá konunni, sem það hélt móður sína, elti hana hálfgrátandi og kallaði á mömmu, þar til hún var komin upp undir stöp- SORGARLEIKUR ÚR HVERSDAGSLÍFINU. Framhald af bls. 3. vera ákaflega lengi uppi, breyttu hin al- varlegu orð hans algjörlega álitinu á sjúk- dóminum. Drengurinn hafði, þvert ofan í allt bann, farið að synda í vík einni, sem 'bömum var stranglega bannað að synda í. Nú var hann með blóðeitrun, sem sennilega orsakaðist af keðjusýklum, var hættulega veikur og átti áreiðanlega eftir að verða xnjög hætt kominn. 1 viku var nú hreinasta eymd á heimili Adams-hjónanna. Allir læddust á tánum, en Paul, sem var í sóttkví í hinu litla her- bergi sínu, velti sér fram og aftur og talaði í óráði. Læknirinn gaf litla von, þetta var skæð veiki, og mótstöðuafl sjúklingsins var sama sem ekkert. En áamt höguðu ör- lögin þvi þannig, að hann lifði þetta af. Eftir tíu daga erfiða legu var hann talinn úr allri hættu, og bað veikum rómi um að fá að sjá uppáhaldið sitt, Sammy. Þetta var ómögulegt, vegna smitunarhættu, en börnin sendu miða og ávexti til hans og allt húsið eins og vaknaði úr dvala og allir voru glaðir og ánægðir. Á laugardagsmorgun, tveim dögum seinna, er Henry Adams kom upp til þess að kalla á Sammy til morgunverðar, lá við að hann dytti um koll við sjón þá, er hann sá. I rúmi hins sofandi Sammy lá Paul, ulinn, þá greip hún það og bar inn í stöpulinn, vildi vera góð við það. En það sá nú, að þetta var ekki móðir sín. Ekki smakkaði það mat hjá henni; sýndist því hann allur rauður. En þetta kvöld, er Amór risti upp flögumar, hrundu 3 steinar niður úr bjarginu, allir þríhymdir. En við þann seinasta tók álfkonan barnið; var hún þá r?iðuleg, hljóp með það heim að bænum og sló það vænan kinnhest að skilnaði, og var það bresturinn, er heyrðist, eftir að seinasta flagan var upp skorin. Af því var önnur kinnin blá. Barn þetta hét Guðmundur. Hann bjó siðar þar fyrir norðan. Dóttur átti hann, er Elísabet hét. Hún giftist og jók ætt sína í Eyjafirði. (Isl. þjóðsögur og ævintýri). Blámannaleikur Stundum eru aðeins tveir i leik þessum. Ef leikendurnir eru fleiri, þá eru valdir tveir for- ingjar og skipta þeir liðinu með sér til helminga. Foringjarnir reisa sína steinvörðuna hvor. Þær eru í beinni línu hvor við aðra, en talsvert bil á milli þeirra. Steinarnir sem vita að millibilinu eru stærstir, en smækka svo, eftir því sem dregur nær endanum á röðunum. Stærstu og fremstu stein- arnir hvoru megin heita konungar, en hinir blámenn. Sigurinn er fólginn í þvi að verða fyrri til að setja um koll alla steinana í röðinni, með steinkasti, og er varpað um það hlutkesti, hvor foringjanna á að kasta fyrr. Þeir standa á milli raðanna og kasta þaðan. Þegar foringarnir hafa kastað, kasta liðsmenn þeirra, og svo koll af kolli, þangað til allir steinarnir eru dottnir. Það segir sig sjálft, að þegar aðeins tveir eru í leikn- um, þá eru þeir báðir sjálfkjömir foringjar og kasta sjálfir öllum köstunum. (Islenzkar skemmtanir). Reynið þetta. Takið með löngutöng, baugfingri og litlafingri um fót á vínglasi. Takið síðan tvo sykurmola (eða teninga) milli þumalfingurs og vísifingurs sömu handar. Þrautin er nú sú, að koma báðum hafði hann vafið handleggjunum um háls Sammy og andaði alveg framan í hann. Hann hafði skriðið upp í rúmið án þess að vekja litla drenginn, og var ánægður með að vera við hlið hans, auðmjúkur eins og áður í ást sinni. Hann horfði sljóum augum á Henry Adams og brosti. En Sammy veiktist seinni hluta þessa sama dags, engin von virtist um að hann fengi bata, þótt allt hugsanlegt væri gert fyrir hann — og hann dó af þessum sjúkdómi fjórum dögum seinna. Eg var þá fjarverandi. Bréf það, sem ég skrifaði Henry, var fullt innilegrar sam- úðar, en honum hlýtur samt að hafa fund- izt það innantómt og þurrt. Eg vissi, hve þessi kyrrláti og þöguli maður hafði unnað syni sínum heitt: Sammy hafði verið aðal- uppáhaldið í lífi hans. Það var þessi hugs- un, sem vakti hjá mér bitra gremju, er ég skrifaði bréfið og bað hann að losa sig við þetta óþolandi tökubarn ^itt — þennan strák, sem hann hafði gert allt fyrir, en sem launaði það svo á þennan sviplega hátt. Ég skrifaði, að til væri heimili fyrir sjúk börn, munaðarleysingjaheimili, þar sem annazt mundi vera um Paul. En í guð- anna bænum losaðu þig við hann, sagði ég. Það var farið að líða að vetri, er ég kom aftur frá Kaliforníu og flýtti mér í heim- sókn til Henry Adams. Er ég beygði heim að litla húsinu þeirra, nam ég skyndilega staðar, gripinn undrun og vantrú. Ég sá, molunum upp í glasið, án þess að nota hina hend- ina. (Það er auðvelt að fleygja fyrri molanum og gripa hann í glasið, en hætt er við, þegar gripa á seinni molann í glasið, að fyrri molinn vilji þá hoppa upp úr). Sjá lausn á bls. 14. Ævintýri Georgs í kínverska ræningjabænum. 4. Nú leið heill sólarhringur, án þess að skipverjar á flutningaskipinu yrðu Georgs varir, þótt þeir hefðu sífellt gætur á því, hvort þeir sæu ekki einhversstaðar ljósmerki, sem væru skilaboð frá honum. Skipstjóra datt þó ekki í hug að fara nema hafa drenginn með sér, en hann var Georg gramur út af því, að hann skyldi valda þeim svona miklum óþægindum. En um kvöldið sáu þeir skútu létta akkerum á höfninni. Undin voru upp segl á henni og einmitt meðan verið var að því, sá einn skipverja ljósmerki frá skútunni. Þau voru svona: Sjá lausn á bls. 14. Orðaþraut. EM J A EIMI N AÐS ÓMUR FINN ANDI LlN A ÁRN A S K A R ÓÐUR Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig að ný orð myndist. Séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir myndast nýtt orð, er það nafn á verðlaunabikar, sem keppt er um núna á landsmótinu. Sjá lausn á bls. 14. að Henry var að vinna í garði sínum og búa jarðveginn og blómin undir hinn kom- andi vetur. Og með honum var lítill dreng- ur, sem var að hjálpa honum. Eitt augna- blik varð mér órótt innan brjósts, mér fannst ég hafa séð vofu, svo sá ég, að þetta var Paul. Ég gekk hægt í áttina til þeirra: ,,Jæja“, sagði ég, er við höfðum skipzt á kveðju- orðum, „þú hefir hann ennþá.“ ,,Já.“ Henry þagnaði og forðaðist að horfast í augu við mig. „Honum er nú smátt og smátt að batna----------hann er rólegri og hraustlegri — honum voru gefn- ar einhverjar pillur.“ Nú varð löng þögn og við virtum báðir fyrir okkur drenginn, sem ók litlurh hand- vagni í áttina til okkar. Þegar hann nálg- aðist, sá ég hann roðna, er hann sá, hve óvingjarnlega ég horfði á hann: Þetta var það fyrsta mannlega, sem ég hefi nokkum tíma séð við hann. En það var ekki nóg til þess, að mér snérist hugur, hvað hann snerti. Ég sagði, gripinn af þessu bitra óréttlæti: „Ég verð að segja það að hann er lánssamur þessi Paul Pietrotanalski — eða hvað sem hið vesæla nafn hans nú er.“ „Þú verður ekki lengur í vandræðum með nafnið,“ sagði Henry, lagði handlegg- inn um öxl Poul, snéri sér að mér og brosti h;nu rólega og hálf feimnislega brosi sínu. „Hann heitir Poul Adams núna. Við höf- um nefnilega ættleitt hann.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.