Vikan


Vikan - 22.04.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 22.04.1943, Blaðsíða 2
2 VTKAN, nr. 16, 1943 P ósturinn Kæra Vika! Getur þú sagt mér, hvort hægt er að gera við myndavélar, ef þær skemmast á einhvem hátt. Og ef það er hægt, hvar er hægt að fá það gert? Vonast eftir svari í næsta blaði. Þinn Jónsi, Bíldudal. Svar: Við hringdum í verzlun Hans Petersen, sem lengi hefir selt mynda- vélar og allt þeim tilheyrandi, og fengum þau svör, að það færi auð- vitað eftir því, hvað að vélunum væri. Þeir geta gert við ýmislegt smávegis, en sögðu annars, að úrsmiðir hefðu reynzt drjúgir við slíkar viðgerðir. Svar til „Heimakletts“: Fyrri spumingu yðar getum við ekki svarað að svo stöddu. Hin síðari er um það, hvemig eigi að yrkja kvæði. Því er ekki svo fljótsvarað, að hægt sé að anna því í Póstinúm, en til þess að gefa yður einhverja úrlausn, skal hér bent á nokkra staði, þar sem hægt er að öðlast fróðleik á þessu sviði: Stutt íslenzk bragfræði, eftir Finn Jónsson, Um stuðla og setning höfuðstafs i íslenzku, í Tíma- riti hins íslenzka bókmehntafélags 1887, bls. 316—18, Um ný-íslenzka bragfræði, eftir Jóhannes L. ’ L. 'zfá-eímjlisó/aðið WIKAIU Jóhannsson, í Tímariti hins ísl. bók- menntafélags 1895, bls. 230—252, og Bragfræði í „Islenzk málfræði", eftir Jakob Jóh. Smára. Síðast en ekki sízt má benda á „Hrynjandi íslenzkrar tungu, eftir Sig. Kr. Pétursson. Nokk- ur eintök eru til af henni í Steindórs- prenti. Kæra Vika! Geturðu frætt okkur um það, hveroig orðið kaka er í eignarfallí fleirtölu. Með fyrirfram þakklæti fyrír svar- ið, sem við vonumst eftir í næsta blaði. Þöngulhaus og þverhaus. Svar: Rétt mun vera, að það sé'- kákna. 'pÁs/ccLskóncL kaupa hyggnir menn hjá Qefjun — Iðunn Aðalstræti — Reykjavík \, i#>'*>'*>*>i#>i#>i#>i*>i#>i*>i#>i#>i*>'#>i*>'#><#»#ii#>'#><#»#>'#>'#>i*»#>t*>>#>i#<'#>'#>i#>ift>.#<i*ii#>'*<<#<<*>.*>i*>'*>'#>i#>i#>iS<!#>'#><*>'*<'*>'#<'#< : Tvœr nýjar bœkur: Stjörnublik Ljóðabók eftir Hugrúnu. Fyrir skömmu kom út eft- ir hana bókin Mánaskin. Hún fékk ágæta dóma og var vel tekið af almenn- ingi. I þessari nýju bók eru mörg falleg kvæði og eftirtektarverð. — Bókin er bundin í mjúkt skinn- líki og kostar kr. 12,00. Bogga og búálfurinn, ævintýri eftir Huldu, skreytt myndum eftir Ólaf Túbals. Prentað með stóru og skýru letri, líkt og er á bókinni „Gagn og gaman“. Þessar bækur eru hentugar sumargtafir Bókaverilun ísafoldorprentsmidju. RÆSé'TA U.RAT I Gleðilegf sumar! FLORA Nú er rétti tíminn til að sá gulrótum í garðana! — Höfum tvær tegundir af GULRÓTAFBÆI. Ennfremur: MATJURTAFRÆ og BLÓMAFRÆ af öllum tegundum, sem hér eru ræktaðar. BEGÓNÍUR og GEORGINULAUKAR. FLÓRA. QlahiJlíCjt SUMCLh.! XhHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiHiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiuuiuiHuiniiimi Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.