Vikan


Vikan - 22.04.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 22.04.1943, Blaðsíða 12
12 Athygli min hafði nú beinzt að stjómmálafrétt- uöum. |„Það er ekkert fallegt, sem þeir segja um innanríkisráðherrann núna," sagði ég. ;„Aumingja maðurinn. Hann hefir sínar áhyggj- ur, það má nú segja. O-jæja. Og það svo miklar, aö hann leitar huggunar á hinum ósennilegustu stöðum." ;Ég starði á hann. Poirot brosti Utillega, og tók upp úr vasa sín- um snyrtilega samanbundin bréfin, sem honum höfðu borizt um morguninn, valdi eitt úr og rétti mér. „Þú hefir ekki séð þetta bréf í gær,“ sagði hann. Ég las bréfið með ánægjukenndum óróa. „En, Poirot!" hrópaði ég. „Þetta er eintómt smjaður!" „Þú heldur það, vinur minn?" . „Hann talar af miklum fjálgleik um gáfur þínar og hæfileika." „Það er rétt af honum," sagði Poirot, og leit hæversklega á mig. Hann biður þig að rannsaka þetta mál fyrir sig —- eins og það væri einhver sérstakur heiður." „Alveg rétt. Það er ekki nauðsynlegt að endur- segja mér þetta allt, kæri Hastings, ég hefi sjálf- ur lesið bréfið." „Þetta er hræðilegt!" hrópaði ég. „Það eyði- leggur algjörlega sumarleyfið okkar." „Nei, nei, kæri vinur. Þetta breytir engu með það." „En innanríkismálaráðherrann segir, að málið aé áríðandi." „Það getur verið laukrétt hjá honum — en það getur lika verið rangt. Þessir stjómmála- menn verða svo fljótt æstir. Ég veit, hvemig þetta er með —“ „Já, já, en Poirot, þurfum við ekki að gera einhverjar ráðstafanir? Hraðlestin til London er farin — næsta lest fer —“ „Rólegur, Hastings, rólegur fyrir alla muni! Alltaf þessi æsingur, þessi geðshræring. Við för- um ekki tii London í dag — og ekki heldur á morgun." „En þessi stefna?" „Varðar mig ekkert. Ég tilheyri ekki lögreglu- Ilði ykkar, Hastings. Ég var beðinn að taka þetta mál að mér sem einkarannsakari, og ég neitaði." „Þú neitaðir?" „Sannarlega. Ég skrifaði mjög kurteislega, af- sakaði að ég væri fullkomlega óhæfur til þessa — en hvað segir þú? Ég hefi dregið mig í hlé — ég er búinn að vera." „Þú ert ekki búinn að vera," sagði ég hlýlega. Poirot klappaði á hné mér. „Nú talar þú sem góður vinur — hinn dyggi vinur. Og þú hefir ástæðu til þess, líka. Gráu Íieilasellurnár eru enn þá staríandi — reglurnar, áðferðimar — allt er við það sama. En þegar ég dreg mig í hlé, þá dreg ég mig í hlé! Það er búið. Ég er engin leiksviðsstjama, sem held itveðjusýningar tiu tólf sinnum. Af mesta örlæti segi ég: Látið ungu mennina fá sín tækifæri. Ef til vill afkasta þeir einhverju virðingarverðu. Ég efast um það, en þar fyrir getur það átt sér stað. Hvað sem öðru líður, þeir munu vissulega geta ráðið fram úr þessu máli ráðherrans." „En allt hrósið, Poirot!" „Ég er upp úr því vaxinn að taka tillit til þess. Ráðherrann er greindur maður, sem veit, að geti hann aðeins fengið mig til að vinna fyrir sig, þá gangi allt að óskum. Hvað segir þú? Hann er ógæfusamur. Hercule Poirot hefir leyst af hendi síðasta mál sitt!" Ég horfði á hann. 1 hjarta mínu harmaði ég þráa hans. Að fást við mál sem þetta, hlaut áð auka á hróður hans stórlega. Þó gat ég ekki annaðað en dáðst að þessari ósveigjanlegu ákvörðun hans. Allt I einu datt mér dálítið í hug og ég brosti. „Ég er hissa," sagði ég „að þú skulir ekki vera hræddur. Svona sköruleg yfirlýsing hlýtur að freista guðanna." VIKAN, nr. 16, 1943 ,,Það getur ekkert haggað ákvörðun Hercule Poirot," svaraði hann. „Engin leið, Poirot?" „Þú hefir rétt að mæla, vinur minn, maður á ekki að taka svona djúpt í árinni. Ég veit ekki, hvað ég mundi gera, ef skot riði af og í vegg- inn héma andspænis mér! ÖII emm við mann- leg, þrátt fyrir allt!" Ég brosti. Smásteinn kastaðist upp á svalirnar, rétt þar sem við sátum, og ég gat ekki annað en brosað að hinni einkennilegu samlíkingu Poirots. Hann stóð á fætur og tók steininn upp og hélt áf ram: „Já — við emm mannleg. Það er til málshátt- ur sem segir, að þótt hundurinn sofi, þá sé hægt að vekja hann. Sem sagt," sagði ég, „ef þú finn- ur rýting undir koddanum þínum í fyrra málið — þá reyndu ekki að grenslast eftir, hver lét hann þar!“ Hann hneigði höfuðið fjarhuga. Mér til mikillar uhdrunar, þaut hann skyndi- lega á fætur og gekk niður tröppurnar, sem lágu niður I garðinn. Um leið kom ung stúlka í ljós og hraðaði sér í áttina til okkar. Ég hafði einmitt fullvissað sjálfan mig um, að hún væri mjög snotur stúlka, er athygli mín beindist að Poirot, sem án þess að líta niður fyrir fætur sér ganaði áfram, og rakst nú allt í einu á trjágrein og datt kylliflatur. Hann var kominn rétt að stúlkunni, og við, ég og hún, hjálpuðum honum að komast á fætur. Athygli mín beindist auðvitað að vini minum, en þó varð ég var við dökkt hár, gletnislegt andlit og stór, dökkblá augu. „Fyrirgefið þér þúsund sinnum," stamaði Poirot. „Ungfrú, hvað þér eruð góðar. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt — æææ! — ég hefi svo miklar kvalir í fætinum. Nei, nei, það er ekkert alvarlegt — ég hefi snúist í öklaliðnum, það er allt og sumt. Eftir nokkrar mínútur verð ég orðinn ágætur. Ef þú bara vildir hjálpa mér, Hastings — þú og ungfrúin í sameiningu, ef hún vildi vera svo indæl. Ég skammast min fyrir að biðja hana um þetta." Við leiddum hann síðan á milli okkar, til sætis á veggsvölunum. Ég vildi sækja lækni, en vinur minn neitaði þvi harðlega. „Þetta er ekki neitt, get ég sagt þér. öklinn er bara snúinn. Það er ónotalegt eins og stendur, en það verður ekki lengi." Hann skældi sig all- an. „Vertu viss, eftir nokkrar minútur verð ég búinn að gleyma þessu. Ungfrú, ég þakka yður ( hjartanlega fyrir hjálpina. Má ekki bjóða yður i sæti?" Stúlkan settist. í „Það er ekkert að þakka," sagði hún. „Ég vildi i bara óska að þér létuð læknir athuga fótinn, sem fyrst." „Ungfrú, ég get fullvissað yöur um, að þetta eru aðeins smámunir. Og í návist yðar gleymi ég fljótlega kvölunum." Stúlkan hló. „Það er ágætt." „Ætti ég ekki að útvega okkur glas af vini?“ spurði ég. „Við hefðum öll gott af því.“ „Jú — þakka yður fyrir," svaraði hún hikandi. „Viljið þér „Mardini"?" „Já, þakka yður fyrir, einn „Mardini"." Ég fór. Þegar ég kom aftur voru þau Poirot og stúlkan í mjög áköfum samræðum. „Hugsaðu þér Hastings," sagði hann, „að húsið þarna — sem við höfum dáðst svo mikið að, er- eign ungfrúarinnar hérna." „Svo!“ sagði ég, án þess að muna nokkuð eftir því, að við hefðum verið að dáðst að þvi. Ég mundi naumast eftir að hafa séð það. „Það er ekki laust við, að það sé dálítið ægilegt, að það skuli standa svona eitt sér, langt frá öllum öðrum húsum." „Það heitir Byggðarendi," sagði stúlkan. „Ég elska það — en það er afar gamalt. Allt í hálf- gerðri niðumiðslu." „Eruð þér siðasti ættliður' gamallar fjölskyldu, ungfrú ?“ „Við erum svo sem ekkert mikils metin. En það hafa búið hér meðlimir Buckleys ættarlxm- ar í tvö til þrjú hundruð ár. Bróðir minn dó fyrir þremur árum síðan, og nú er ég ein eftir af fjölskyldunni." „Það er sorglegt. Búið þér þarna einar, img- frú?" „Ég er mikið fjar verandi, en þegar ég er héma eru oftast einhverjir kunningjar mínir hjá mér. Einn kemur, þegar annar fer." „Það er ágætt. Annars var ég búimi að hugsa mér yður eina í stóru, gömlu aðalssetri, ásótta af gömlum ættarfylgjum." „En dásamlegt! ,Þér hljótið að hafa mikið imyndunaiafl. Nei, þar er enginn draugagangur. Eða ef svo er, þá eru draugarnir mér til heilla. Ég hefi þrisvar komist í lífsháska á jafn mörgum dögum, og hér er ég enn þá, eins og þér sjáið." M A G G I og R A G G I. 1. Maggi: Svona, stattu nú kyrr! Ég ætla að veiða fluguna i þenn- an poka. Róleg- ur! Ég verð bú- inn eftir svolilta stund. Raggi: Flýttu þér, Maggi! Ég er alveg að verða brjálaður! 2. Maggi: Þetta er gríðar stór býflugna drottn- ing! Raggi: Flýttu þér bara að ná í hana, áður en hún bítur mig! 3. Maggi: Æ, ó! Ég missti haria! Sjáðu! 4. Maggi: Komdu og hjálpaðu mér að opna glugg- ana og dymar! Raggi: Taktu þetta af höfðinu á mér, strax!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.