Vikan


Vikan - 08.07.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 08.07.1943, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 27, 1943 Pósturinn | B Kæra Vika! Getur þú sagt mér hve gamall ég þarf að vera til að fá leyfi til að skjóta af byssu eða riffli, og hvaða önnur skilyrði eru sett? Óska vinsamlegast eftir svari í næsta blaði. Með vinsemd, „Hr. L.“ Svar: Menn þurfa að vera yfir 18 ára að aldri til þess að fá byssuleyfi og eru það lögreglustjórar, sem veita þau. Svar til „Næturgala“: t>að er t. d. gert hjá Hans Peter- sen, en ekki þeim, sem þér getið um, einnig mun Carl Ölafsson, Lækjar- götu 8, og Týli h.f., Austurstræti 20, gera það. Annari spurningunni svörum við ekki að sinni, en um þá þriðju er það að segja, að þær virðast ekki fást núna. Við spurðum víða um þær. Kæra Vika! Viltu nú ekki vera svo góð og svara héma nokkrum spumingum fyrir mig? Hvað er lengi verið að læra til loftskeytamanns ? Þarf gagn- fræðapróf til þess ? Hvar er það kennt? Em margir kvenmenn loft- skeytamenn? Eg er mjög áköf í að fá upplýsingar sem fyrst. Þín einlæg Olla. Svar: 1. Tvo vetur, 6 mánuði, hvorn vetur. 2. Gagnfræðapróf þarf eða sambærilega menntun. 3. Kennsl- an fer fram á vegum Landssímans og sér hann um húsnæðið, en skólinn mun enn ekki hafa neinn fastan samastað. 4. Enginn kvenmaður, sem hefir próf í loftskeytafræðum, mun vera hér á landi. Rose Teed er mjög upp með sér af því, að stöðuvatn á eynni Kodiak í Alaska, verður látið heita í höfuðið á henni. Ástæðuna til þessa telur hún vera þá, að hún hefir skrifast á við eiganda vatnsins í mörg ár, — en hefir samt aldrei séð hann. Kæra Vika! Geturðu ekki sagt mér hve Múhameðstrúin er mikið útbreidd í heiminum ? Söguþyrstur. Svar: Um þetta segir í Mannkyns- sögu Ólafs Hanssonar: „Múhameðs- trú (Islam) á um 250 milljónir ját- enda. Hún er ríkjandi trú í Norður- Afríku og að miklu leyti i Súdan, V.-Asíu, Mið-Asíu vestanverðri og A,- Indíum. Einnig á hún mikið fylgi í Vestur-Indlandi og dálítið í Kína. 1 Evrópu á hún mest fylgi í Tyrklandi og Albaníu og dálítið í Rússlandi og Júgóslafiu. Múhameðstrúarmenn eru klofnir í tvo aðalflokka, sunníta og sjita, en þeir hafa hvor um sig klofn- að i ýmsa undirflokka, einkum sjitar. Sunnítar eru miklu fjölmennari. Sjít- ar eiga mest fylgi í Iran, en auk þess nokkuð í Vestur-Indlandi, Irak, Sýr- landi og Norður-Afríku. Af sértrúarflokkum meðal Mú- hameðstrúarmanna má nefna t. d. Wahabíta í Arabíu, er vilja hverfa aftur að ströngum, óbrotnum lifnað- arháttum og fara nákvæmlega eftir boðum spámannsins. Drúsar í Sýr- landi hafa blandað saman sjíta-trú og eins konar náttúrudýrkun. Mikla eftirtekt hefir Babisminn vakið. Sú stefna er upprunnin í Persíu á 19. öld, og gætir í henni allmikilla kristinna áhrifa. Babistar hallast að dulrænu og algyðistrú. Hefir kenning þeirra hlotið dálítið fylgi í Evrópu og Ameriku." Hershöfðingjaskipti. William S. Key hershöfðingi. færaverziunum, eins og stendur. En síðast þegar þeir fengust, fyrir 2 mánuðum, þá kostuðu þeir 300 kr. Kæra Vika! Getur þú gefið mér upplýsingar um, hvort fáist Hawiian-gítarar í Reykjavík núna, og kvað þeir kosta. Með fyrirfram þökk fyrir. Katla. Svar: Þeir fást hér ekki í hljóð- Kæra, margfróða Vika min! Ertu ekki svo vel að þér í skáld- skap að þú getir sagt mér, hvemig bragarhátturinn „stikluvik" er? Ljóðavinur. Svar: Hann er svona: „Strengjum létti, steig á gnoð steinda fögrum blóma; byrinn þegar brast í voð, svo bognaði löngum siglustoð.“ Vélaverkstœði SIG. SVEINBJORNSSONAR Simi 5753 — Skúlatúni 6 — Reykjavik FRAMKVÆMIR; Vélaviðgerðir Vélasmíði Uppsetning á vélum og verksmiðjum. Gjörum við og gjörum upp bátamótora. SMÍÐUM ENNFREMUR Síldarflökunarvélar ískvamir Rörsteypumót Holsteinsvélar. Charles H. Bonesteel hershöfðingi. Charles H. Bonesteel, sem verið hefir yfirhershöfðingi ameríska setu- liðsins á Islandi síðan 16. september 1941, hefir nýlega látið af stjóm þess og verið kvaddur til annarra starfa. Og var hann þá sæmdur heiðursmerki fyrir dyggilega þjón- ustu í þágu þjóðar sinnar hér á landi. Bonesteel hershöfðingi mun hafa eignast hér marga vini vegna hlýlegs viðmóts og prúðmennsku og allrar framkomu sinnar. — Hinn nýi yfir- hershöfðingi heitir William S. Key, er frá Oklahama og hefir 36 ára reynslu sem hermaður, fæddur i Alabama 6. október 1889, kvæntur og á tvo syni og eina dóttur. Hershöfðinginn tók á móti gestum í salarkynnum Rauða- krossins við Hringbraut á þjóðhátíð- ardegi Bandaríkjanna, 4. júlí. Ávarp- aði hann þar blaðamenn sérstaklega og fór hlýlegum orðum um land vort og þjóð. Eftir að gestir höfðu þegið veitingar var þeim boðið í kvik- myndasal, þar sem hljómsveit lék nokkur lög, sunginn var einsöngur, spilað á banjó og harmoniku og sýnd áhrifamikil kvikmynd úr sögu ame- rísku þjóðarinnar og var hún einkum um fána hennar. Utgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.