Vikan


Vikan - 08.07.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 08.07.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 27, 1943; J. ? Það getur verið einhver — einhver sem við ekki þekkjum. En, í einhverju sambandi við einhvern af ofangreindum. Poirot horfði stöðugt á mig, á meðan ég las. „Þetta er mjög einstakt, finnst þér það ekki?“ spurði hann hreykinn. „Ég er enskari í mér, þegar ég skrifa, heldur en þegar ég tala.“ „Þetta er framúrskarandi vel af hendi leyst,“ sagði ég hlýlega. „Allir möguleikar eru mjög skýrt teknir fram.“ „Já,“ sagði hann hugsandi, um leið og hann tók við blaðinu frá mér. „Og eitt nafn dregur að sér athyglina, vinur minn. Charles Vyse. Hann hefir haft beztu tækifærin. Að okkar áliti, getur hann hafa haft tvær ástæður. Vinur — væri þetta skrá yfir kappreiðarhesta, fengi hann fyrstu verðlaun — ekki satt?“ „Hann er i sannleika langliklegastur." „Þú átt nú vanda til, Hastings, að velja þá ólíklegustu. Það án efa stafar af því að þú hefir lesið of margar lejmilögreglusögur. 1 veruleik- anum er það svo, að í níu af hverjum tíu til- fellum, er sá glæpamaðurinn, sem líklegastur sýnist frá byrjun.“ „Heldur þú, að það standi heima í þessu til- felli ? “ „Það er aðeins eitt, sem mælir á móti því, að svo sé. Það er dirfskan! Hún hefir verið svo áberandi frá því fyrsta. Og þess vegna er, eins og ég hefi sagt ástæðan til glæpsins ekki aug- ljós.“ „Já, það sagðir þú í fyrstu.“, „Og ég segi það enn þá.“ Allt í einu þreif hann blaðið, kriplaði það saman, og fleygði því á gólfið. „Nei,“ sagði hann, sem svar við því, að ég sýndi á mér vandlætingarsvip. „Þessi skrá er til einskis nýt. Og þó, hún hefir orðið til þess að gera mér eitt og annað ljósara. Siði og venjur! Það er fyrsta stigið. Að athuga allar staðreyndir, og koma öllu fyrir þar, sem það á að vera. Næsta stigið —.“ „Já?“ „Næsta stigið er hið sálfræðilega. Að athuga nákvæmlega starf litlu gráu sellanna. Ég ráð- legg þér, Hastings, að fara nú að sofa." „Nei,“ sagði ég. „Ekki nema því aðeins að þú gerir það líka. Eg ætla mér ekki að yfirgefa þig.“ „Tryggari en nokkur hundur! En sjáðu til, Hastings, þú getur ekki hjálpað mér, til þess að hugsa. Og það er allt og sumt, sem ég ætla að gera — hugsa." Ég hristi höfuðið. „Það hlýtur að vera eitthvað sérstakt, sem þig langar að tala um við mig. — Já, já, þú ert tryggur vinur. En seztu nú í betri stól, ég vil að það fari vel um þig.“ Ég gerði eins og hann fyrirskipaði. Að andar- taki liðnu tók allt að snúast fyrir augum mér. Það siðasta, sem ég man eftir, var, að ég sá Poirot taka krypluðu blöðin upp af gólfinu, og fleygja þeim í bréfakörfuna. Eftir það sofnaði ég. 10. KAFLI. Leyndarmál Nicks. Það var kominn bjartur dagur, er ég vaknaði. Poirot sat enn þá á sama stað og kvöldið áður. Hann sat í sömu stellingum, en svipur hans var breyttur. XJr augum hans skein kynleg birta, sem ég þekkti svo undur vel, líkust því er maður sér í kattaraugu í myrkri. Ég settist upp í stólnum, allur stífur og sem lurkum laminn. Að sofa í stól er hlutur, sem ég ekki mæli með að neinn geri. Og þó leiddi það eitt gott af sér í þetta skipti — að í stað þess að vakna latur og drungalegur, var ég glað- vakandi og hugurinn starfandi af fullum krafti, um leið og ég lauk upp augunum. „Poirot," hrópaði ég. „Þér hefir dottið eitthvað í hug." Hann kinkaði kolli. Hann hallaði sér fram á borðið, fyrir framan mig. „Hastings, leystu fyrir mig úr þessum þrem spumingum: Hvers vegna hefir ungfrú Nick sofið svona illa að undanfömu? Hvers vegna keypti hún sér svartan kvöldkjól — hún sem aldrei klæðist svörtum fötum? Hvers vegna sagði hún í gærkvöldi „ég hefi ekkert að lifa fyrir — úr þessu"? Ég starði á hann. Mér virtust þessar spuming- ar alveg út í bláinn. „Svaraðu þessum spumingum, Hastings, svar- aðu þeirn?" „Nú — það er þá sú fyrsta — hún segist hafa verið áhyggjufull, upp á síðkastið." „Alveg rétt. En af hverju hefir hún verið svo áhyggjuf ull ? “ MAGGI og RAGGI. 1. Raggi: Þér er hollara, Eva, að láta ekki um- sjónarmanninn sjá, að þú ert á veiðum um frið- unartímann. Eva: Ég er ekkert að veiða. Ég er sjálf nokk- urskonar um- sjónarmaður. 2. Raggi: En hvað ertu þá að gera með byssu ? Eva: Er það ekki híutverk um- sjónarmannsins að vemda dýrin ? S. Raggi: Jú, það er alveg rétt. Eva: Hundaveið- arinn hefir alla síðastliðna viku verið að elta hann Snataminn. 4. Eva: Og ég er með byssuna til að vemda hann, ef á þarf að halda. „Nú — og hvað viðkemur svarta kjólnum — þá hafa allir'gaman af tilbreytingu." „Af giftum manni að vera, þá þekkir þú lítið sálarlíf kvenna. Ef kona álítur, að hún líti ekki vel út í einhverjum sérstökum lit, neitar hún að nota hann." „Og síðasta spumingin — nú, það var ósköp eðlilegt, að hún segði eitthvað þessu líkt, eftir áfallið." „Nei, vinur minn, það var ekki eðlilegt, að segja slíkt. Að fyllast hryllingi og ásaka sjálfa, sig, vegna dauða frænku sinnar — það var ósköp eðlilegt. En hitt, nei. Hún talaði um lífið, eins og hún væri þreytt á því — enginn hlutur væri henni framar kær. Aldrei fyrr hefir hún, komið þannig fram. Hún hefir verið þrjózku- full — já, hún, hefir skellt skolleyrum við öllu, já — og er hún gat það ekki lengur, varð hún hrædd. Hrædd, taktu eftir, af því lífið var inn- dælt, og hana langaði ekki til þess að deyja. En þreytt á lífinu — nei! Það hefir hún aldrei verið! Fyrir kvöldmat var hún það alls ekki. Þarna, Hastings, stöndum við frammi fyrir sálfræðilegu vandamáli. Og það vekur áhuga manns. Hvaða orsakir liggja til þessarar breytingar?" „Áfallið, sem hún varð fyrir, er frænka henn-. ar var myrt." „Það efast ég um. Það var áfallið, sem kom. henni til að segja þetta. En ég býst við að breyt- ingin hafi átt sér stað áður. Er það eitthvað, sem getur hafa orsakað hana?“ „Ég veit ekki um neitt." „Hugsaðu þig um, Hastings. Notaðu litlu, gráu heilaselumar." „1 sannleika — „Hvenær gafst okkur síðast tækifæri til að taka eftir henni?" „Ja, satt að segja, þá held ég, að það hafl verið við kvöldverðarborðið." „Alveg rétt. Eftir það sáum við hana aðeins taka á móti gestum, bjóða þá velkomna — allt mjög hversdagslegt. Hvað skeði í lok kvöld- verðarins, Hastings?" „Hún var kölluð í símann," sagði ég rólega. „Herra minn trúr! Þama komstu með það. Hún fór í símann. Og hún var fjarverandi langa lengi. Að minnsta kosti tuttugu mínútur. Og það er langur tími. Hver talaði við hana gegnum símann ? Um hvað töluðu þau ? Talaði hún í raun og vera í sírnann? Hastings, við verðum að kom- ast á snoðir um, hvað fyrir kom, á þessum tuttugu mínútum. Þvi þar, eða svo álít ég að minnsta kosti — finnum við lykilinn, sem við leitum að.“ „Þú heldur það?“ „Allan tímann, Hastings, hefi ég haldið því fram, að ungfrúin leyndi okkur einhverju. Hún álítur ekki að það standi í neinu sambandi við morðingjann — en ég, Hercule Poirot, veit betur! Þar er samband á milli. Því allan tímann hefi ég verið mér þess meðvitandi, að það vanti hlekk þama. Nú og ef svo væri ekki, þá lægi þetta allt í augum uppi fyrir mér! En þar sem svo er ekki, vinur sæll, þá er það einmitt þessi hlekkur, sem er lykillinn að leyndarmálinu! Ég veit, að ég hefi á réttu að standa, Hastings. „Ég verð að fá svör við spumingunum þrem- ur. Þegar þau era fengin — þá en ekki fyrr — fer sjónin að skerpast ...“ „Jæja", sagði ég og teygði úr mér, þvi að ég var orðinn limastirður. „Ég er að hugsa um að fá mér bað og raka mig.“ Mér leið miklu betur, þegar ég var búinn aff baða mig og skipta um föt. Stirðleiki og þreyta hinnar óþægilegu aðstöðu næturinnar var með öllu horfin. Ég gekk að morgunverðarborðinu með þeim fasta ásetningi að láta kaffið reka smiðshöggið á velliðan mína. Ég leit í blaðið, en í því voru fáar fréttir nema það, að staðfestur var dauði Michaels Setons. Flugmaðurinn hugrakki hafði farist. Mér datt í hug, hvort daginn eftir mundi ekki koma stór fyrirsögn, eitthvað á þessa leið: „Stúlka myrt i kvöldboði. Leyndardómsfullur harmleikur."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.